Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 32
sem í námi sínu hafa lagt aðaláherslu á viðfangsefni í
sjávarútvegi. Vissulega hefur hvorugt fyrirkomulagið
fengið sína endanlegu mynd enn sem komið er en
reynsla okkar Norðmanna hingað til hefur sýnt að
mikil þörf er fyrir fólk úr báðum skólunum.
Auk þess náms sem skipulagt er af NÚH verður
einnig að geta héraðsháskólanna sem margir hverjir
eru með góðar námsbrautir í sjávarútvegsfræðum.
Sérstaklega á þetta við um héraðsháskólana í Norður-
Noregi.
I tengslum við það nám sem stjórnað er af NÚH er
að sjálfsögðu unnið að rannsóknum, bæði frumrann-
sóknum og hagnýtum rannsóknum. Þessi rannsóknar-
störf eru mikilvægur hluti þeirra heildarrannsóknar-
og þróunarstarfa sem unnin eru fyrir norskan sjávar-
útveg.
Rannsóknar- og þróunarstörf
Á árunum í kringum 1970 voru einnig gerðar marg-
ar mikilvægar breytingar á skipulagi rannsóknarmála.
Þá var lagður grundvöllur að því rannsóknarkerfi sem
notast er við enn þann dag í dag. Það er ljóst að í há-
skólum og ýmsum stofnunum voru þegar unnin rann-
sóknarstörf sem höfðu mikla þýðingu fyrir sjávarút-
veginn. Sérstaklega ber að nefna hafrannsóknirnar
(auðlindarannsóknirnar) sem eiga sér langa hefð og
hafa mikla þýðingu fyrir atvinnuveginn. í tækni-
málum var ástandið langt frá því að vera æskilegt (í
samanburði við ísland). Samræmið í rannsóknunum
var líka heldur fátæklegt. En árið 1969 skilaði ríkis-
skipuð nefnd (Fjellbirkelandkomitéen) áliti sínu sem
stjórnvöld síðan sáu um að hrinda í framkvæmd;
þetta hafði þrjár mikilvægar breytingar í för með sér:
1) stofnun Norges Fiskeriforskningsrád, NFFR
(Rannsóknarráð sjávarútvegsins), sem skyldi fjár-
magna, flokka í forgangsröð og samræma rann-
sóknir í þágu sjávarútvegsins í Noregi (1972);
2) stofnun Fiskeriteknologisk forskningsinstitutt
FTFI (Tæknirannsóknardeild sjávarútvegsins),
árið 1973. Hér var um að ræða sjálfstæða rann-
sóknarstofnun fyrir hagnýtar tæknirannsóknir;
3) aukin fjárframlög til sjávarútvegsrannsókna í
Noregi.
Mynd 1 sýnir skipulag heildarrannsókna á vegum
norska sjávarútvegsráðuneytisins. Fjármagni er skipt
í tvo staði. Annarsvegar er veitt fé til hefðbundinna
rannsókna á vegum Fiskifélagsins (Fiskeridirektor-
atet), þar sem Hafrannsóknastofnun er mikilvægasta
stofnunin og hinsvegar til NFFR. Sjávarútvegsráðu-
neytið veitti u.þ.b. 158 millj. nkr. til rannsókna árið
1983. Þaraf fóru u.þ.b. 100 millj. til stofnana Fiski-
félagsins og fer mestur hluti þess fjár til hafrannsókna
og reksturs rannsóknarskipa. Þæru.þ.b. 58 millj. sem
eftir eru renna til NFFR.
100,7 57,6
millj. millj.
n.kr. Fiskeridept. | n.kr.
Fiskeri Dir.
Havforsk
][
Ernær
Fiskeridept. = Sjávarútvegsráðuneytið.
Fiskeri Dir. = Fiskifélagið.
Univers.
Högsk.
(Oslo,
Bergen,
Trondheim,
Tromsö).
NFFR = Rannsóknarráð Sjávarútvegsins.
536-ÆGIR