Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 34
veginum. Reynslan af 10 ára starfi er nokkuð mis-
munandi en í flestum tilvikum hefur hún þó sýnt að ef
einhver árangur á að verða er nauðsynlegt að fylgja
tilraununum eftir af fullri athygli allt þar til niður-
stöður fást og farið er að nýta þær í greininni. Mikil-
vægur þáttur í starfi FTFI er því að gera hagnýtar til-
raunir um borð í fiskiskipum eða í verksmiðjum og
fyrirtækjum í landi til að kynna og útskýra hagnýtt
gildi og kosti nýrrar tækni. Þetta mætti því kalla kynn-
ingarstigið í tilrauninni. Þetta er fjárfrekasta stig til-
raunarinnar en þar eð FTFI hefur blessunarlega haft
bolmagn til að standa undir kostnaðinum hefur tekist
að gera margar hugmyndir að veruleika sjávarút-
veginum til hagsbóta.
Hin þrjú mismunandi stig í þróun tilraunaverkefnis
eru þessi:
Rannsókn
Þróun
Kynning
RÞ&K
Ein af afleiðingum þessarar skiptingar er sú að
starfsfólk stofnunarinnar skapar gagnleg tengsl við
notendurna og fær hjá þeim nýjar þrautir að fást við
eða hugmyndir að nýjum tilraunaverkefnum.
Til að rannsóknirnar komi að sem mestu gagni er
það sem sé skilyrði að tengslin við sjávarútveginn séu
góð og að menn helgi tilraununum krafta sína allt þar
til hagnýtum árangri er náð. Ennfremur að samstarf
við háskólana verði til að auka sérþekkingu og fag-
legan undirbúning fyrir lausn framtíðarverkefna.
SINTEF-módelið
Það væri e.t.v. gagnlegt að fara nokkrum orðum
um þá stofnun sem NTH hefur komið á fót í Þránd-
heimi og fæst við hagnýtar iðnaðarrannsóknir, þótt
það sé ekki í beinum tengslum við sjávarútvegs-
rannsóknimar. Uppúr 1950 var opnuð rannsóknar-
stofnun sem hlaut nafnið „Stiftelsen for industriell og
teknisk forskning ved NTH“ (Iðnaðar- og tæknirann-
sóknarstofnun NTH), skammstafað SINTEF.
SINTEF er hagnýt rannsóknarstofnun sem er hluti
af deildarkerfi NTH með aðgang að skrifstofum og
rannsóknarstofum deildanna. Markmiðið með
SINTEF er að skapa tengsl við iðnaðinn og nýta
niðurstöður af tilraunum NTH í hans þágu. Þetta
módel hefur þegar sannað ágæti sitt. SINTEF sækir
sérfræðilega ráðgjöf og þekkingu til NTH en kemur
skólanum í staðinn í snertingu við iðnaðinn, skapar
honum verkefni og aflar honum þannig tekna. Þettur
hefur aftur á móti leitt til betri aðstöðu til náms,
kennslu og undirstöðurannsókna við skólann.
Við NTH eru nú starfandi u.þ.b. 1500 manns og
velta skólans er 284 millj. nkr. en hjá SINTEF starfa
um 1000 manns og er veltan þar 264 millj. nkr.
Að lokum vil ég geta þess að skilningur ráðamanna
í norskum sjávarútvegi virðist vera að aukast á gagn-
semi rannsókna og þekkingar fyrir atvinnuveginn í
heild. Þetta á sjálfsagt við á íslandi líka. Samt sem
áður megum við ekki gleyma því að hlutur Norður-
landanna í rannsóknarheiminum er ekki stór. Þeim
mun mikilvægara er það fyrir okkur að byggja upp
rannsóknir á þeim sviðum sem líklegust eru til að
veita okkur alþjóðlega forustu. Að mínum dómi
ættum við að hafa góða aðstöðu til að taka forustu á
sviði sjávarútvegsrannsókna. Það krefst þess hins-
vegar að í framtíðinni verðum við að gera mun meira
af því að sameina krafta okkar og vinna saman.
Eitthvað mun hafa verið unnið að sameiginlegum
sjávarútvegsrannsóknum á vegum NORDFORSK.
Væri e.t.v. rétt að treysta samvinnuna á þessum
grundvelli?
Ég vona að þessi ráðstefna verði gagnleg og óska
mönnum góðs gengis við að gera hugmyndir sínar
„sjóklárar.“
Markaður fyrir botnfisktegundir
Framhald afbls. 533.
sér stað í útflutningi til E.B.E. var sú þróun gengis-
mála, sem átti sér stað á seinni hluta áttunda ára-
tugarins. Staða dollarans versnaði mjög gagnvart
helstu gjaldmiðlum V-Evrópu. Frá árinu 1981 hefur
þessi þróun snúist við og helstu myntir V-Evrópu hafa
sigið gagnvart dollaranum. Þetta hefur gert það að
verkum, að minna verð hefur fengist á E.B.E. mark-
aðnum en áður var vegna þess, að gengisskráning
íslensku krónunnar miðast við dollar.
Þessi gengisþróun hefur gert það að verkum, að
útflutningur til E.B.E. hefur heldur minnkað frá því
sem áður var og er rétt í því sambandi að nefna, að
útflutningur minnkaði á frystum botnfisktegundum
til E.B.E. milli áranna 1981 og 1892. Samkvæmt síð-
ustu upplýsingum, þá virðist minna hafa verið flutt út
á fyrri hluta ársins 1983 en var á síðasta ári. Vegna
þessarar stöðu er erfitt að spá um þróun útflutnings á
frystum botnfisktegundum til Efnahagsbandalags
Evrópu.
Framhald í nœsta blaði.
538-ÆGIR