Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 10
Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannesson: Ólafsfjarðarvatn - varmahagur þess og efnaeiginleikar Inngangur Það var um aldamótin 1900, að norskir raunvís- indamenn, þeirra á meðal hinn kunni norski haffræð- ingur Björn Helland-Hansen, rannsökuðu einstætt fyrirbæri í svokölluðum „ostrupollum“ við vestur- strönd Noregs. Hér er um að ræða sjávarlón, þar sem svo hagar til, að þunnt lag af ferskvatni eða fersk- vatnsblönduðum sjó hvílir ofan á saltara djúplagi, sem sjaldan endurnýjast, með því að það hefur tak- markaðan samgang við hafið úti fyrir. Fyrirbærið var fólgið í því, að efsti hluti saltara lagsins hitnaði mun meira en yfirborðslagið á vorin og sumrin, jafnvel svo að það gat orðið allt að 10° heitara. Hinir norsku fræðimenn færðu að því rök, að þessi hitaaukning neðan ferskvatnslagsins stáfaði af eins konar gróðurhúsaáhrifum. Sólarorkan sem fersk- vatnslaginu berst og breytist í varmaorku, fer að stórum hluta til uppgufunar, að einhverju leyti til að hita loftið yfir vatninu og að litlu leyti til að hita upp vatnið í þessu efra lagi, sem svo flyst til sjávar á til- tölulega skömmum tíma. Á hinn bóginn endurnýjast salta lagið, sem undir er, mjög treglega, og hin skörpu skil milli laganna koma að heita má í veg fyrir lóðrétta blöndun. Sá hluti sólarorkunnar sem kemst niður í neðra lagið, breytist einnig í varmaorku, og þar eð hún kemst ekki burt úr laginu, nýtist hún öll til upphitunar á vatninu. Afleiðingin verður sú, að hita- hámark myndast í efsta hluta salta lagsins. Efna- fræðilegar og líffræðilegar athuganir á fyrirbærinu gerðu þeir Gaarder og Spárck í byrjun fjórða áratug- arins. Sölt og lagskipt vötn af þessu tagi þekkjast á fá- einum stöðum, t.d. í Alsír, í Ungverjalandi og í Washington fylki á vesturströnd Bandaríkjanna (Anderson 1958). Svo segir í fornum ritum frá tímum Rómverja, að ostrurækt við strendur Ítalíu hafi gengið mun betur í sjávarlónum, þar sem gætti ferskvatnsáhrifa í yfír' borðslagi, heldur en fyrir opnu hafi. Undir yfirborði slíkra sjávarlóna steig hitinn ört og leiddi til hag- stæðra skilyrða til hrygningar og uppvaxtar. Róm- verjar lærðu snemma að færa sér slíkar aðstæður í nyt og komu sér upp hentugum ræktunartjörnum með því að gera stíflugarða. Vitneskja um þessa aðferð barst síðar til Frakklands og þaðan til Norðurlanda (Gaarder og Spárck 1932). Náttúrleg eða tilbúin sjávarlón með þá eiginleika, sem hér hefur verið lýst, bjóða upp á áhugaverða möguleika til ræktunar á hlýsjávartegundum á norð- lægum slóðum og einnig ætti að vera unnt við þessi skilyrði að flýta fyrir vexti þeirra tegunda á svæðinu, sem við venjulegar aðstæður alast upp við mun lægr| vatnshita. Eitt slíkra vatnakerfa er Ólafsfjarðarvatn i Ólafsfirði, sem höfundar þessarar greinar hafa rann- sakað undanfarin ár. Lögð hefur verið áhersla á að kanna áhrif verðurfarsþátta á varmahag og efna- eiginleika vatnsins og jafnframt breytingar milli ára. Hér verður greint frá nokkrum helstu niðurstöðum og um þær fjallað. ítarlegri og tæknilegri ritgerð um þessar rannsóknir er birt í RITUM FISKIDEILDAR (1983). Skylt er að þakka fjölmörgum aðilum, sem stut hafa þessar rannsóknir. Einkum hafa Ólafsfirðingaf sýnt þeim mikinn velvilja og áhuga, og er þe|iri þökkuð margs konar fyrirgreiðsla og aðstoð. Of langt mál yrði að telja upp alla þá, sem hlut eiga að máh, en við viljum þó sérstaklega nefna bæjarstjóra Ólafs- fjarðar, bæði fyrrverandi og núverandi, bæjartækm- fræðing og skólastjóra Gagnfræðaskólans, bæði fyrr' verandi og núverandi, sem veittu okkur aðstöðu ti efnagreininga í eðlisfræðistofu skólans. Pá leyfðu Ólafsfirðingar okkur afnot af ágætum yfirbyggðum vélbát til sýnatöku, og er eigendum hans þökkuð su 514-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.