Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 56
Gangur í hvalbak fyrir bobbingarennur. Ljósm.: Tœknideild, R.Á.
búin útkúplanlegri tromlu (38Omm0x645mm0
x440mm) og kopp og knúin af einum M2202 vökv-
aþrýstimótor, togátak á tóma tromlu 5.0 t og tilsvar-
andi dráttarhraði 27 m/mín.
Aftast á framlengdu hvalbaksþilfari, b.b.-megin,
er vökvaknúinn losunarkrani frá Maritime Hydraul-
ics búinn vindu. Lyftigeta 3.0 t við 8 m arm.
Akkerisvinda er af gerðinni B4, staðsett framar-
lega á hvalbaksþilfari. Vindan er búin tveimur út-
kúplanlegum keðjuskífum og tveimur koppum fyrir
landfestar. í hvalbak er lítil rafknúin hjálparvinda
fyrir flutning á veiðarfærum.
Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.:
Ratsjá: Decca RD 370 BT, litaratsjá, 48 sml.
Ratsjá: Decca RM 926C, 60 sml.
FISKVERÐ
Sfld til söltunar og frystingar:
Nr. 1611983
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið
eftirfarandi lágmarksverð á síld til söltunar og frystingar er
gildir frá byrjun síldarvertíðar haustið 1983 til loka síldar-
vertíðar.
Síld til söltunar: kr.
1. Síld, 33 cm og stærri, hvert kg..................... 4,85
2. Síld, 30 cm að 33 cm, hvert kg..................... 3,30
3. Síld, 27 cm að 30 cm, hvert kg..................... 2,40
4. Síld, 25 cm að 27 cm, hvert kg..................... 2,00
Seguláttaviti: Lilley & Gillie, spegiláttaviti í þaki-
Gyroáttaviti: Anschutz, gerð Standard 12
Sjálfstýring: Anschútz.
Vegmælir: Sagem.
Miðunarstöð: Taiyo TD-A131.
Loran: Tveir Epsco, sjálfvirkir loran C móttak-
arar, annar C-Nav-XL og hinn C-Nav-2, ásamt
C-Plot-2 skrifara.
Dýptarmælar: Tveir Simrad ET 100 með 38-29/
25E og 49-26-S botnspeglum.
Fisksjá: Simrad CF 100, litafisksjá.
Talstöð: Skanti TRP 5000, stuttbylgju- og mið-
bylgjustöð.
Örbylgjustöðvar: Tvær Sailor RT 143, 55 rása
duplex.
Sjóhitamælir: Örtölvutækni.
Vindmælir: Thomas Walker, vindhraðamælir.
Af öðrum tækj abúnaði má nefna Phonico kallkerfi,
Sailor móttakara og Simrad RW 105 vörð. Þá er í
skipinu rennslismælir frá Örtölvutækni. Aftast í stýr-
ishúsi eru stjórntæki frá Brattvaag fyrir togvindur,
grandaravindur og hífingavindur, jafnframt eru tog-
vindur búnar átaksjöfnunarbúnaði frá Brattvaag af
gerðinni Synchro 1010. Skipið er búið átaksmælum
frá Promaco.
Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna einn
Zodiac slöngubát, með 15 ha utanborðsvél, tvo 10
manna og einn 12 manna Viking gúmmíbjörgunar-
báta, Callbuoy neyðartalstöð, Simrad PD (VHF)
neyðartalstöð, Simrad C-SIN neyðarbauju og reyk-
köfunartæki.
Síld til frystingar: kr-
1. Síld, 27 cm og stærri, hvert kg................... 3,00
2. Síld, 25 cm að 27 cm, hvert kg.................... 1-75
Stærðarflokkun og gæðamat framkvæmist af Framleiðslu-
eftirliti sjávarafurða.
Verðið er miðað við síldina komna á flutningstæki við hlið
veiðiskips. Síldin skal vegin íslaus.
Reykjavík, 29. september 1983.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
560-ÆGIR