Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 57
Hilmar Kristjónsson
f. 11. jan. 1918, d. 30. sept. 1983
Þann 30. september s.l. lést í Reykjavík Hilmar Krist-
]ónsson, fyrrum yfirmaður veiðarfæradeildar Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
(FAO) í Róm.
Hilmar fæddist í Reykjavík 11. janúar 1918, sonur
Fjónanna Guðlaugar M. Guðjónsdóttur og Kristjóns
Ólafssonar.
. Hilmar lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla
Hlands 1941, en á námsárum sínum hér heima stund-
aöi hann sjómennsku þegar tími gafst til frá náminu
°g fékk hann þá þann áhuga á öllu er viðkom sjó-
mennsku og útgerð, er entist honum alla ævina. Að
viðskiptafræðináminu loknu hélt Hilmar til
Bandaríkjanna og lagði stund á vélaverkfræði við
University of California og útskrifaðist þaðan að
þrem árum liðnum.
Þegar heim kom í lok síðari heimstyrjaldarinnar,
gerðist Hilmar framkvæmdastjóri hjá Síldarverk-
miðjum ríkisins á Siglufirði og gegndi því starfi þar til
hann réðst til Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sí>
og hélt til Rómar. Tók Hilmar að sér að byggja upp
sjávarútvegsdeild FAO og var vettvangur hans á sviði
fiskveiða og veiðarfæra. Vann hann að þessum verk-
efnum það sem eftir lifði af starfsævi hans, eða í um 30
ár. Er Hilmari þakkað öðrum fremur hversu vel tókst
til við að efla fiskveiðar þróunarlandanna, þar sem
FAO átti hlut að máli, en hann sá um að skipuleggja
og framkvæma mörg þeirra verkefna sem mestum ár-
angri hafa skilað á þessum vettvangi.
Hilmar var hamhleypa til allra verka og með ólík-
indum hversu miklu hann kom í verki og afkastaði.
M.a. sem eftir hann liggur er ritverk mikið í þremur
bindum sem hann ritstýrði, „Modern Fishing Gear of
the World“, gefið út af „Fishing News Books Ltd“ í
London, þar sem samansafnað er geysilegum fróðleik
um sjávarútveg heims og mun verk þetta verða notað
sem uppsláttarrit og heimild um ófyrirsjáanlega
framtíð. Ritverkið er að hluta byggt á ráðstefnum
sem Hilmar gekkst fyrir að yrðu haldnar og stjórnaði
í Hamborg, London og síðast í Reykjavík 1970. Á
ráðstefnum þessum mættu hundruð sérfræðinga á
sviði sjávarútvegs, hvaðanæva úr heiminum, og miðl-
uðu af þekkingu sinni.
Eiginkona Hilmars, Anna Ólafsdóttir, lifir mann
sinn ásamt þremur uppkomnum börnum þeirra
hjóna.
Fiskifélag íslands vottar aðstandendum Hilmars
Kristjónssonar samúð sína.
ÆGIR-561