Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 33

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 33
NFFR er stjórnað af fulltrúaráði og miðstjórn þar sem eiga sæti fulltrúar frá atvinnulífinu ásamt há- skólafólki, opinberum aðilum ofl. Hjá NFFR fá um- sóknir um fjárveitingu til hagnýtra verkefna forgang °g ráðið veitir einnig fé til sjávarútvegsrannsókna háskóla, rannsóknastofnana, fyrirtækja og einka- aðila. Fjárveitingar eru til rannsókna á þessum svið- um: haflíffræði, veiðafæratækni, fiskvinnslu ásamt fannsóknum á sviði hagfræði og samfélagsfræði. Fjárveitingar NFFR árið 1983 voru sem hér segir: Hagnýt verkefni í iðnaði, háskólum o.s.frv. 17,2millj. nkr. Fiskeriteknologisk Forskningsinstitutt, FTFI 18,8 millj. nkr. Styrkir ............................... 4,0 millj. nkr. Stjórnun/upplýsingastarf............... 5,0 millj. nkr. Rekstrarútgjöld samtals: 46,0 millj. nkr. NýbyggingFTFI íTromsö..................12,0 millj. nkr. Samtals: 58,0millj. nkr. Fiskeriteknologisk forskningsintitutt FTFI: Eins og sjá má á töflunni hér að framan fær FTFI stærstan hluta þessa rannsóknarfjár sem veitt er af NFFR. Þar eð FTFI er rannsóknarstofnun fyrir hag- nýtar rannsóknir var henni falin sérstök ábyrgð á að standa að tilraunaverkefnum, afla þekkingar og koma árangri tilrauna sinna í gagnið í sjávarútveg- tnum. Mig langar því til að ræða svolítið um hvernig Þetta starf er skipulagt, hvers það krefst af fjármagni °g hvaða starfsaðferðum og samstarfi hefur verið byggt á. I stjórn FTFI sitja 6 mikilvægir kunnáttumenn. Að mínum dómi skiptir það sköpum ef vinna á gott rann- sóknarstarf að stjórnin sé sterk og starfsöm. Rann- sóknir verður að skipuleggja af framsýni. Tilraunir sem ráðist er í verða að miðast við þörfina eftir svo- sem 10 ár þegar árangurinn kemur í ljós. Gildi hag- nýtra rannsókna felst aðeins í því að nýta megi niður- stöður þeirra til hagsbóta fyrir greinina. Slíkt krefst starfsáætlana sem ná yfir allt frá faglegum undirbún- ’ngi til hagnýts þróunarstarfs og prófunar. Það krefst þess einnig að stjórnin beri skynbragð á gildi rann- sókna og þekki vel til sjávarútvegsins þannig að hún geti vísað veginn og veitt forgang þeim verkefnum sem eitthvað framtíðargildi hafa. Rannsóknum í FTFI er skipað í þrjár deildir: 1. Veiðafæradeild, Bergen 2. Skipadeild, Þrándheimi 3. Vinnsludeild, Tromsö Hverri deild er stjórnað af rannsóknarstjóra sem ábyrgur er fyrir starfinu á sínu sviði. Að auki hefur verið komið á fót hópi sem fæst við hagfræðirannsókn- ir. Nú er starfandi hjá stofnuninni um 80 manns sem skila 59 ársverkefnum í rannsóknum. Önnur ársverk fara í upplýsingastarf og stjórnun. Rannsóknarárs- verkin skiptast þannig: Veiðarfæradeild 13 ársverk Skipadeild...... 13 ársverk Vinnsludeild . . . 27,5 ársverk Hagfræðihópur . . 5,5 ársverk Samtals: ....... 59,0 ársverk Fjárhagsáætlun FTFI fyrir árið 1983 hljóðar uppá 27,1 millj. nkr., þar sem um 18,8 millj. nkr. komafrá NFFT, eins og áður hefur komið fram. FTFI er ætlað að vera tengiliður milli þeirra undir- stöðurannsókna sem gerðar eru í háskólum landsins og hagnýtingar í fiskiðnaði. í flestum tilvikum byggir FTFI á sérfræðiþekkingu háskólanna en þegar nauð- synlegt eða eðlilegt þykir stendur stofnunin sjálf að undirstöðurannsóknum og þeim faglega undirbúningi sem við þær þarf. En hvort heldur er þá er það höfuð- regla að rannsóknirnar miðist við þörf sjávarútvegs- ins og að þær komi fiskiskipaflotanum og fyrirtækj- unum til góða. Tengslin við háskólana eru engu að síður mjög mikilvæg og gagnleg enda hefur FTFI í gegnum árin fengið þeim fjöldann allan af undirstöðu- verkefnum til úrvinnslu. Annað mikilvægt atriði er hin þverfaglega uppbygging stofnunarinnar sem gerir það að verkum að hún getur tekist á við vandamál af ýmsu tagi sem sífellt skjóta upp kollinum við hönnun hagnýtra hluta. Aðalástæða þess að FTFI var komið fyrir á þremur mismunandi stöðum var þörfin fyrir tengsl við þá rannsóknarstaði sem þegar voru fyrir hendi. Afla- deildin var staðsett í Bergen þar sem möguleikar voru á nánum tengslum við Hafrannsóknastofnun og líf- fræðideildina við Háskólann í Bergen. Skipadeildin gat hagnýtt sér nauðsynlega tækniþekkingu við NTH í Þrándheimi. Vinnsludeildin var sett á laggirnar í Tromsö þar sem hún hefur átt nána samvinnu við Háskólann. Þessi skipting hefur á margan hátt orðið FTFI hagstæð, þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag krefj- ist meiri stjórnunar. Tengslin við notendur (sjómenn) hafa að sjálf- sögðu úrslitaþýðingu fyrir hagnýta rannsóknar- stofnun. Aðalmarkmiðið er, eins og nefnt hefur verið að nýta niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir greinina. Því verða áætlanir að miðast við aðstæður í sjávarút- ÆGIR-537
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.