Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 26
Höskuldur Ásgeirsson:
Markaður fyrir frystar
botnfísktegundir í ríkjum
Efnahagsbandalags Evrópu
Fyrsti hluti
Kynning
Meðfylgjandi grein er byggð á kandidatsritgerð
greinarhöfundar við viðskiptadeild Háskóla Islands.
Viðfangsefni ritgerðarinnar er markaður fyrir frystar
botnfisktegundir í ríkjum E.B.E. Ritgerðin skiptist í
sex meginkaflá sem eru:
1. Almennt yfirlit yfir Efnahagsbandalag Evrópu.
2. Ýmsar orsakir fyrir auknum útflutningi Islendinga
til Efnahagsbandalags Evrópu á frystum botnfisk-
tegundum.
3. Útflutningur íslendinga á frystum botnfisktegund-
um, útflutningsstarfsemi og helstu útflutnings-
aðilar.
4. Helstu markaðsríki innan Efnahagsbandalags
Evrópu og markaðsstaða Islendinga.
5. Samanburður á Efnahagsbandalagsmarkaði Evr-
ópu og Bandaríkjamarkaði.
6. Hugsanlegar breytingar á alþjóðaviðskiptum
varðandi fisk og fiskafurðir í næstu framtíð.
Ritgerðin birtist hér í þremur hlutum og töluvert stytt
bæði í máli og að töflum. Þeim aðilum sem hafa áhuga
á að kynna sér viðfangsefni rigerðarinnar frekar, er
velkomið að hafa samband við greinarhöfund.
I. Inngangur
I dag er hraðfrystur fiskur mikilvægasta útflutn-
ingsafurð íslendinga og nemur hlutdeild hans rúmum
30% af verðmæti vöruútflutnings landsmanna. Af
þessu sést hversu miklu það skiptir fyrir þjóðarbúið í
heild, að vel sé staðið að sölu og markaðsstarfssemi
fyrir frystan fisk á erlendum mörkuðum. Um þýðingu
sjávarútvegsins þarf ekki að fara fleiri orðum, svo oft
hefur verið fjallað um það atriði, bæði með tölum og
á annan hátt í ræðu og riti.
Hér á eftir verður fjallað um einn af mikilvægustu
mörkuðum íslendinga fyrir frystan fisk, þ.e. Efna-
hagsbandalagsmarkað Evrópu. Hvers vegna þessi
markaður er valinn er því til svara, að veruleg aukn-
ing hefur orðið á útflutningi íslendinga á þennan
markað í kjölfar útfærslu efnahagslögsögunnar í 200
sjómílur og viðskiptasamnings íslands við Efnahags-
bandalag Evrópu. Einnig er því til að svara, að Efna-
hagsbandalagið er ein af stærstu viðskiptaheildum
heimsins, þar sem aukin markaðssetning á frystum
fiski hlýtur að teljast áhugaverð og raunhæf þegar til-
lit er tekið til stærðar markaðarins, dreifingu áhætt-
unnar, meiri eftirspurnar en almennt gerist á öðrum
mörkuðum, kaupgetu almennings, kröfu um vöru-
vöndun, samkeppni, traust stjórnarfar o.fl.
2. Stofnun E.B.E.
Við lok heimstyrjaldarinnar síðari hófu mörg Evr-
ópuríki samstarf innan Efnahagssamvinnustofnunar
Evrópu. I beinu framhaldi af þessu, var farið að huga
að nánara samstarfi Evrópuríkja. Fyrsta skrefið að
stofnun Efnahagsbandalagsins var stofnun Kola- og
stálbandalagsins árið 1952. Þessi samvinna þróaðist
áfram á þann veg, að stofnað var til hliðstæðrar sam-
vinnu á fleiri sviðum efnahagsstarfseminnar. Það
voru síðan sex ríki: Belgía, Frakkland, Holland, íta-
lía, Luxemborg og Vestur-Þýskaland, sem náðu sam-
komulagi um stofnun Efnahagsbandalagsins með
undirritun Rómarsamningsins 25. mars 1957. Banda-
lagið tók síðan til starfa 1. janúar 1958.
Aðalinntak Rómarsamningsins var, að í Efnahags-
bandalagsríkjunum skyldi vera sameiginlegur vöru-
markaður og komið yrði á algjöru tollabandalagi-
Engin höft ættu að vera á flutningi fjármagns, vinnu-
afls og þjónustu og sameiginleg stefna mótuð í sjávar-
útvegs- og landbúnaðarmálum. Þjóðir framan-
greindra sex ríkja bundust þannig samtökum um sam-
530 - ÆGIR