Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 26

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 26
Höskuldur Ásgeirsson: Markaður fyrir frystar botnfísktegundir í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu Fyrsti hluti Kynning Meðfylgjandi grein er byggð á kandidatsritgerð greinarhöfundar við viðskiptadeild Háskóla Islands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er markaður fyrir frystar botnfisktegundir í ríkjum E.B.E. Ritgerðin skiptist í sex meginkaflá sem eru: 1. Almennt yfirlit yfir Efnahagsbandalag Evrópu. 2. Ýmsar orsakir fyrir auknum útflutningi Islendinga til Efnahagsbandalags Evrópu á frystum botnfisk- tegundum. 3. Útflutningur íslendinga á frystum botnfisktegund- um, útflutningsstarfsemi og helstu útflutnings- aðilar. 4. Helstu markaðsríki innan Efnahagsbandalags Evrópu og markaðsstaða Islendinga. 5. Samanburður á Efnahagsbandalagsmarkaði Evr- ópu og Bandaríkjamarkaði. 6. Hugsanlegar breytingar á alþjóðaviðskiptum varðandi fisk og fiskafurðir í næstu framtíð. Ritgerðin birtist hér í þremur hlutum og töluvert stytt bæði í máli og að töflum. Þeim aðilum sem hafa áhuga á að kynna sér viðfangsefni rigerðarinnar frekar, er velkomið að hafa samband við greinarhöfund. I. Inngangur I dag er hraðfrystur fiskur mikilvægasta útflutn- ingsafurð íslendinga og nemur hlutdeild hans rúmum 30% af verðmæti vöruútflutnings landsmanna. Af þessu sést hversu miklu það skiptir fyrir þjóðarbúið í heild, að vel sé staðið að sölu og markaðsstarfssemi fyrir frystan fisk á erlendum mörkuðum. Um þýðingu sjávarútvegsins þarf ekki að fara fleiri orðum, svo oft hefur verið fjallað um það atriði, bæði með tölum og á annan hátt í ræðu og riti. Hér á eftir verður fjallað um einn af mikilvægustu mörkuðum íslendinga fyrir frystan fisk, þ.e. Efna- hagsbandalagsmarkað Evrópu. Hvers vegna þessi markaður er valinn er því til svara, að veruleg aukn- ing hefur orðið á útflutningi íslendinga á þennan markað í kjölfar útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 sjómílur og viðskiptasamnings íslands við Efnahags- bandalag Evrópu. Einnig er því til að svara, að Efna- hagsbandalagið er ein af stærstu viðskiptaheildum heimsins, þar sem aukin markaðssetning á frystum fiski hlýtur að teljast áhugaverð og raunhæf þegar til- lit er tekið til stærðar markaðarins, dreifingu áhætt- unnar, meiri eftirspurnar en almennt gerist á öðrum mörkuðum, kaupgetu almennings, kröfu um vöru- vöndun, samkeppni, traust stjórnarfar o.fl. 2. Stofnun E.B.E. Við lok heimstyrjaldarinnar síðari hófu mörg Evr- ópuríki samstarf innan Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu. I beinu framhaldi af þessu, var farið að huga að nánara samstarfi Evrópuríkja. Fyrsta skrefið að stofnun Efnahagsbandalagsins var stofnun Kola- og stálbandalagsins árið 1952. Þessi samvinna þróaðist áfram á þann veg, að stofnað var til hliðstæðrar sam- vinnu á fleiri sviðum efnahagsstarfseminnar. Það voru síðan sex ríki: Belgía, Frakkland, Holland, íta- lía, Luxemborg og Vestur-Þýskaland, sem náðu sam- komulagi um stofnun Efnahagsbandalagsins með undirritun Rómarsamningsins 25. mars 1957. Banda- lagið tók síðan til starfa 1. janúar 1958. Aðalinntak Rómarsamningsins var, að í Efnahags- bandalagsríkjunum skyldi vera sameiginlegur vöru- markaður og komið yrði á algjöru tollabandalagi- Engin höft ættu að vera á flutningi fjármagns, vinnu- afls og þjónustu og sameiginleg stefna mótuð í sjávar- útvegs- og landbúnaðarmálum. Þjóðir framan- greindra sex ríkja bundust þannig samtökum um sam- 530 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.