Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 30

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 30
Arne M. Bredesen: Rannsóknir og kennsla í sjávarútvegi Erindi flutt á ráðstefnu Verkfrœði- og raun- vísindastofnunar Háskóla íslands 11.-12. mars 1983. Nokkur erindi frá þessari ráð- stefnu birtust í 7. tbl. Ægis 1983. Bredesen er prófessor við NTHT í Noregi. Inngangur Ég þakka kærlega fyrir að vera boðinn til þessarar ráðstefnu og fá tækifæri til að ræða um mál sem ég hef haf mikinn áhuga á um nokkurt árabil, þ.e. menntun og rannsóknir í sjávarútvegi og hvernig nota megi almennar rannsóknir sem virkt hjálpartæki til frani- þróunar í sjávarútvegi. Ég ætla að reyna að rekja nokkuð af þeirri reynslu sem fengist hefur af starfi síðustu 10 ára í Noregi ef vera mætti að það yrði hvatning í því starfi sem er hér verið að vinna. Ég held þó að rétt sé að leggja áherslu á það strax að mikilsverðast er að komast að þörfum íslenska sjávarútvegsins áður en ráðist verður í skipu- lagningu menntunar og rannsókna. Aðstæður eru svo mismunandi eftir löndum að ómögulegt væri að nota kerfi eins lands óbreytt í öðru. í þessum fyrirlestri hef ég hugsað mér að ræða fyrst um menntakerfið og uppbyggingu þess með aðal- áherslu á æðri menntun í sjávarútvegsfræðum. Síðan mun ég ræða um rannsóknir og hvernig hagnýta megi niðurstöður þeirra í atvinnugreininni og legg þar aðaláhersluna á tæknirannsóknir, sem eru mitt áhugasvið. í þessu sambandi mun ég einnig reifa skipulag samvinnu milli háskóla, hagnýtra rann- sóknastofnanna og sjávarútvegs og ennfremur hvað þarf af fólki og fjármunum til að komast megi að hag- nýtum niðurstöðum. Menntun Norska menntakerfið er þrískipt: grunnskóli (9 ár) framhaldskóli (3 ár) æðri menntun á háskólastigi. Á svæðum þar sem fiskveiðar eru aðalatvinnugreiO' in veitir grunnskólinn á tveimur síðustu skólaárunum menntun í fögum sem snerta sjávarútveg og siglingar- U.þ.b. 150 skólar bjóða þessa menntun. Af framhaldsskólunum eru u.þ.b. 15 skólar sem veita menntun í sjávarútvegsfræðum með svofelldu sniöi: 1. ár: undirbúningsnámskeið. 2. ár: skipuleg verkþjálfun. 3. ár: framhaldsnámskeið. Brautir eru fyrir fiskveiðar, veiðarfæratækni fiskverkun og nú síðustu ár hafa verið stofnaðar brautir fyrir fiskirækt og fiskeldi. Fyrir u.þ.b. 10 árum var komið á fót tveimur mikil' vægum stofnunum sem urðu æðri menntun í sjávarut- vegsfræðum mikil lyftistöng. Þessar stofnanir voru Norski útvegsháskólinn (NÚH) og Háskólinn 1 Tromsö. Miklu fjármagni var veitt í þessar stofnanir og umsvif í rannsóknum og menntun í sjávarútveg1 jukust verulega. Ástæða er til að leggja áherslu á hvernig að þessu var staðið í Noregi. í stað þess að nota sömu aðferðU og þegar hafði verið beitt í landbúnaðinum, þar setn stofnaður var sérstakur landbúnaðarháskóli sem þjónaði sem kennslumiðstöð, var ákveðið að Norsk1 útvegsháskólinn yrði einskonar miðstöð sem skyÚ1 auka og samhæfa þá starfsemi sem þegar var fýrir hendi í háskólum landsins. Þar voru þegar kenndar greinar sem höfðu augljóst gildi fyrir sjávarútvegim1- Með tilkomu NÚH var stöðum í þessum greinum fjölgað, hægt var að auka starfsemina og um leið fékkst æskilegsamræming. Með þessu móti spöruðust miklir fjármunir. í mínum augum er það afar mikilvægt að NÚH se 534-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.