Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1983, Page 30

Ægir - 01.10.1983, Page 30
Arne M. Bredesen: Rannsóknir og kennsla í sjávarútvegi Erindi flutt á ráðstefnu Verkfrœði- og raun- vísindastofnunar Háskóla íslands 11.-12. mars 1983. Nokkur erindi frá þessari ráð- stefnu birtust í 7. tbl. Ægis 1983. Bredesen er prófessor við NTHT í Noregi. Inngangur Ég þakka kærlega fyrir að vera boðinn til þessarar ráðstefnu og fá tækifæri til að ræða um mál sem ég hef haf mikinn áhuga á um nokkurt árabil, þ.e. menntun og rannsóknir í sjávarútvegi og hvernig nota megi almennar rannsóknir sem virkt hjálpartæki til frani- þróunar í sjávarútvegi. Ég ætla að reyna að rekja nokkuð af þeirri reynslu sem fengist hefur af starfi síðustu 10 ára í Noregi ef vera mætti að það yrði hvatning í því starfi sem er hér verið að vinna. Ég held þó að rétt sé að leggja áherslu á það strax að mikilsverðast er að komast að þörfum íslenska sjávarútvegsins áður en ráðist verður í skipu- lagningu menntunar og rannsókna. Aðstæður eru svo mismunandi eftir löndum að ómögulegt væri að nota kerfi eins lands óbreytt í öðru. í þessum fyrirlestri hef ég hugsað mér að ræða fyrst um menntakerfið og uppbyggingu þess með aðal- áherslu á æðri menntun í sjávarútvegsfræðum. Síðan mun ég ræða um rannsóknir og hvernig hagnýta megi niðurstöður þeirra í atvinnugreininni og legg þar aðaláhersluna á tæknirannsóknir, sem eru mitt áhugasvið. í þessu sambandi mun ég einnig reifa skipulag samvinnu milli háskóla, hagnýtra rann- sóknastofnanna og sjávarútvegs og ennfremur hvað þarf af fólki og fjármunum til að komast megi að hag- nýtum niðurstöðum. Menntun Norska menntakerfið er þrískipt: grunnskóli (9 ár) framhaldskóli (3 ár) æðri menntun á háskólastigi. Á svæðum þar sem fiskveiðar eru aðalatvinnugreiO' in veitir grunnskólinn á tveimur síðustu skólaárunum menntun í fögum sem snerta sjávarútveg og siglingar- U.þ.b. 150 skólar bjóða þessa menntun. Af framhaldsskólunum eru u.þ.b. 15 skólar sem veita menntun í sjávarútvegsfræðum með svofelldu sniöi: 1. ár: undirbúningsnámskeið. 2. ár: skipuleg verkþjálfun. 3. ár: framhaldsnámskeið. Brautir eru fyrir fiskveiðar, veiðarfæratækni fiskverkun og nú síðustu ár hafa verið stofnaðar brautir fyrir fiskirækt og fiskeldi. Fyrir u.þ.b. 10 árum var komið á fót tveimur mikil' vægum stofnunum sem urðu æðri menntun í sjávarut- vegsfræðum mikil lyftistöng. Þessar stofnanir voru Norski útvegsháskólinn (NÚH) og Háskólinn 1 Tromsö. Miklu fjármagni var veitt í þessar stofnanir og umsvif í rannsóknum og menntun í sjávarútveg1 jukust verulega. Ástæða er til að leggja áherslu á hvernig að þessu var staðið í Noregi. í stað þess að nota sömu aðferðU og þegar hafði verið beitt í landbúnaðinum, þar setn stofnaður var sérstakur landbúnaðarháskóli sem þjónaði sem kennslumiðstöð, var ákveðið að Norsk1 útvegsháskólinn yrði einskonar miðstöð sem skyÚ1 auka og samhæfa þá starfsemi sem þegar var fýrir hendi í háskólum landsins. Þar voru þegar kenndar greinar sem höfðu augljóst gildi fyrir sjávarútvegim1- Með tilkomu NÚH var stöðum í þessum greinum fjölgað, hægt var að auka starfsemina og um leið fékkst æskilegsamræming. Með þessu móti spöruðust miklir fjármunir. í mínum augum er það afar mikilvægt að NÚH se 534-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.