Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 27

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 27
eiginlega stefnu á mörgum sviðum efnahagsstarfsem- innar. Við stofnun bandalagsins 1958 voru íbúar þess um 168 milljónir í ríkjunum sex. Með stofnun Efnahags- bandalagsins var komið á fót stórri efnahagslegri heild, sem tryggði Vestur-Evrópu eðlileg og jafn- framt nauðsynleg áhrif á framvindu heimsmála. Efna- hagsbandalagið varð þannig grundvöllurinn að því, að Vestur-Evrópuríki gætu staðist samkeppni stór- veldanna þ.e. Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Við stofnun bandalagsins má segja, að þriðja aflið hafi komið fram sem mótvægi gegn stórveldastefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Arið 1961 sóttu Bretar, Danir og írar um aðild að Efnahagsbandalaginu en Frakkland lagðist gegn aðild Breta og var því málið fellt niður í bili. Árið 1967 sóttu síðan sömu ríki um inngöngu ásamt Nor- egi, en því var aftur hafnað af Frakklandi. Það var síðan árið 1970 að skriður komst á málið að nýju með ðreyttri afstöðu Frakka. Bretar, Danir og írar fengu loks aðild að Efnahagsbandalaginu 1. janúar 1973 en Norðmenn höfnuðu aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eíkjum Efnahagsbandalagsins fjölgaði um þrjú og uröu þá ríki þess alls níu. Eftir þessa útvíkkun árið 1973 er íbúafjöldi E.B.E. landanna kominn upp í 257 milljónir á móti hér um bil 210 milljónum í Banda- ríkjunum. Grikkland gerðist síðan aðili að Efnahags- handalaginu um áramótin 1981 til 1982, þannig að í ðag eru ríkin alls tíu að tölu. Heildarmannfjöldi í Efnahagsbandalagsríkjunum var árið 1981 um 272 milljónir. Til samanburðar er vert að geta þess að þá var mannfjöldi um 268 milljónir í Sovétríkjunum en um 230 milljónir í Bandaríkjunum. Það er ljóst af framangreindu ásamt fleiri samverkandi þáttum að Efnahagsbandalag Evrópu er ein stærsta markaðs- og viðskiptaheild í heiminum í dag. 3. Inngangan í E.F.T.A. og viðskipta- samningurinn við E.B.E. Islendingar fylgdust vel með þróun mála þegar E.B.E. og E.F.T.A. voru stofnuð, en tóku ekki þátt 1 viðræðum um stofnun þessara samtaka. Það var ekki fyrr en á seinnihluta sjöunda áratugarins að stofnuð var nefnd til þess að ræða hugsanlega aðild íslands að E.F.T.A. niðurstaðan varð sú, að íslendingargerðust aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrópu 1. mars 1970. Megininntak samningsins var það, að íslendingar skyldu strax njóta tollalækkana á útfluttum afurðum til aðildarríkja E.F.T.A., sem þau höfðu þegar komið á hjá sér innbyrðis. Þetta hafði m.a. í för með sér, að tollur féll niður á lýsi, fiskimjöli, freðfiski, rækjum og lagmeti. Á móti áttu íslendingar að afnema tolla af iðnaðarvörum frá E.F.T.A. ríkjunum í áföngum. íslendingar hófu viðræður við E.B.E. um viðskipta- samning á árinu 1970. Þeim viðræðum lauk með samningi, sem var undirritaður 22. júlí 1972. Vegna deilna, sem Islendingar áttu við Breta og Vestur- Þjóðverja, tóku tiltekin ákvæði samningsins ekki gildi fyrr en lausn var fengin á þeim deilum. Hér var um að ræða bókun sex í viðskiptasamningi við Efnahags- bandalagið. Bretar og íslendingar náðu síðan samkomulagi í landhelgismálinu 1. júlí 1976 og var ákveðið í þeim samningi, að láta bókun sex taka gildi frá undirritun samningsins. Samkvæmt bókuninni féll m.a. tollur alveg niður á frystum flökum, frystri rækju og niður- soðinni, fiskimjöli o.fl. Á eftirtöldum vörum lækkaði tollur á heilfrystum þorski, ýsu og ufsa úr 15% í 3,7%, heilfrystum karfa úr 8% í 2% og niðursoðinni síld úr 20% í 10% toll. Það er alveg ljóst, að með ofangreindum viðskipta- samningi urðu viðskipti við E.B.E. með heilfrystan fisk og fryst flök mun auðveldari en ella og opnuðust þar möguleikar fyrir íslendinga varðandi útflutning á framleiðslu sinni. 4. Útflutningur íslendinga til E.B.E. I seinni heimsstyrjöldinni var helsta markaðsland fyrir frystan fisk á Bretlandi. Þar réðu mestu við- skiptaaðstæður síðari heimstyrjaldarinnar. Eftir seinni heimstyrjöldina var mikið flutt út af frystum botnfisktegundum til ríkja sem nú eru innan Efna- hagsbandalagsins, það voru aðallega Bretar og Frakkar, sem keyptu mest af íslendingum. Árið 1947 fóru t.d. 63% af verðmæti útflutnings á botnfiskteg- undum til ríkja innan E.B.E. Eftir styrjöldina jókst framboð á fiski í Vestur-Evrópuríkjunum með auk- inni togaraútgerð. Opinberir aðilar hættu að annast innkaup á fiski en við tók frjálst markaðskerfi. Framangreind atriði leiddu til þess, að útflutningur íslendinga til Vestur-Evrópuríkja fór ört minnkandi frá árinu 1947. Árið 1955 var hlutdeild E.B.E. ríkj- anna af verðmæti útflutnings á frystum botnfiskteg- undum komið niður í 2%. íslendingar höfðu misst markaðsstöðu sína vegna aukningar veiða E.B.E. ríkja og annarra í Norður-Atlantshafi, ásamt því, að íslenskir útflytjendur beindu kröftum sínum á aðra ÆGIR-531
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.