Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 12
Stærð og dýpi Þegar rannsóknir okkar hófust í júlí 1978 var ekk- ert dýptarkort til af Ólafsfj arðarvatni. Fyrsta verkefni okkar var því að dýptarmæla vatnið. Mæliniður- stöður voru settar inn á loftmynd af vatninu og dýpt- arlínur dregnar (1. mynd). Ólafsfjarðarvatn liggur rétt sunnan við Ólafs- fjarðarbæ og hefur afrennsli til sjávar um 0.5 km langan ós. Vatnið er um 3.3 km að lengd talið frá brú sjávarmegin að ósum Ólafsfjarðarár, sem fellur í vatnið við suðurenda þess. Breiddin er víðast hvar á bilinu 0.5-1.0 km. Af dýptarkortinu sést, að vatniðer dýpst sunnan megin milli Garðs og Auðna. Þar er all- /. mynd. Dýptarkort af Ólafsfjarðarvatni. Tölttrnar sýna dýpi í metrum. stór kvos með dýpi milli 8 og 10 metra. í syðri hlut- anum er aðdýpi meira vestan megin, og þar vex dýpið víða nokkuð jafnt niður á 8 m, þegar komið er um 150 m frá landi. í ytri hluta vatnsins, frá Ólafsfjarðar- kaupstað suður á móts við Garðsá, er vatnið víðast hvar 1-5 m á dýpt. í ósnum sjávarmegin er dýpið 1-2 m, þar sem það er mest. Heildarflatarmál vatnsins er 2.25 km2, rúmmál 8.3 x 106m3, og meðaldýpi því um 3.7 m. Vatnasvæði og rennsli Engar beinar mælingar hafa verið gerðar á rennsli í Ólafsfjarðarvatn, ef frá eru taldar mælingar á Garðsá (Sigurjón Rist 1956), sem fellur í vatnið vestan megin um það bil miðja vegu milli Skeggjabrekku og Garðs. Vatnasvæði Garðsár er áætlað 17 km2, sem er aðeins um 1/10 af heildarvatnasvæði Ólafsfjarðarvatns, sem er um 168 km2. Meðalrennsli Garðsár mældist um 1.3 m3 á sekúndu, en minnsta rennsli (í langvinnum frostum) um 0,15 m3 á sekúndu. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á heildarafrennsli Ólafsfjarðarvatns, verður meðalrennslið í það 12.8 m3 á sekúndu, og minnsta rennsli um 1.5 m3 á sekúndu. Allítarlegar mælingar eru til á rennsli í Miklavatn i Fljótum (Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannes- son 1978). Sé gert ráð fyrir, að árlegt afrennsli af flat- areiningu sé álíka á vatnasvæðum þessara tveggj3 vatna, verður meðalrennsli í Ólafsfjarðarvatn um 8.1 m3 á sekúndu, mesta mánaðarmeðalrennsli um 20 m á sekúndu (í júní) og minnsta mánaðarmeðalrennsb um 3 m3 á sekúndu (í j anúar). Þessar tölur eru nokkru lægri en fengust með hliðsjón af rennsli Garðsár. Lík- legt má því telja, að raunverulegt meðalrennsli sé a bilinu 8.1-12.8 m3 á sekúndu, mesta meðalrennsh mánaðar 20-30 m3 á sekúndu og minnsta meðal- rennsli mánaðar 3-5 m3 á sekúndu. Hinn 26. júní 1981 framkvæmdum við beinat straummælingar á 11 stöðum á þversniði rétt innan við brúna við norðurenda vatnsins. Út frá meðal- straumhraðanum og þverskurðarflatarmáli óssins a mælistað reiknaðist meðalrennslið þennan dag 24.6 m3 á sekúndu. Þar sem mælingin var gerð nálægt þeim árstíma, þegar rennslið er venjulega í hámarki, er ljóst, að þetta gildi er í góðu samræmi við það, sem áætlað hafði verið. Eins og síðar verður vikið að, má telja öruggt, að endurnýjun á sjávarlagi Ólafsfjarðarvatns sé mjóg hægfara. Öðru máli gegnir um ferskvatnslagið, sem að meðaltali er nálægt 2 m að þykkt. Út frá flatarmáb vatnsins í yfirborði og á 2ja metra dýpi má reikna, að 516-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.