Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 12
Stærð og dýpi
Þegar rannsóknir okkar hófust í júlí 1978 var ekk-
ert dýptarkort til af Ólafsfj arðarvatni. Fyrsta verkefni
okkar var því að dýptarmæla vatnið. Mæliniður-
stöður voru settar inn á loftmynd af vatninu og dýpt-
arlínur dregnar (1. mynd).
Ólafsfjarðarvatn liggur rétt sunnan við Ólafs-
fjarðarbæ og hefur afrennsli til sjávar um 0.5 km
langan ós. Vatnið er um 3.3 km að lengd talið frá brú
sjávarmegin að ósum Ólafsfjarðarár, sem fellur í
vatnið við suðurenda þess. Breiddin er víðast hvar á
bilinu 0.5-1.0 km. Af dýptarkortinu sést, að vatniðer
dýpst sunnan megin milli Garðs og Auðna. Þar er all-
/. mynd. Dýptarkort af Ólafsfjarðarvatni. Tölttrnar sýna dýpi í
metrum.
stór kvos með dýpi milli 8 og 10 metra. í syðri hlut-
anum er aðdýpi meira vestan megin, og þar vex dýpið
víða nokkuð jafnt niður á 8 m, þegar komið er um 150
m frá landi. í ytri hluta vatnsins, frá Ólafsfjarðar-
kaupstað suður á móts við Garðsá, er vatnið víðast
hvar 1-5 m á dýpt. í ósnum sjávarmegin er dýpið 1-2
m, þar sem það er mest. Heildarflatarmál vatnsins er
2.25 km2, rúmmál 8.3 x 106m3, og meðaldýpi því um
3.7 m.
Vatnasvæði og rennsli
Engar beinar mælingar hafa verið gerðar á rennsli í
Ólafsfjarðarvatn, ef frá eru taldar mælingar á Garðsá
(Sigurjón Rist 1956), sem fellur í vatnið vestan megin
um það bil miðja vegu milli Skeggjabrekku og Garðs.
Vatnasvæði Garðsár er áætlað 17 km2, sem er aðeins
um 1/10 af heildarvatnasvæði Ólafsfjarðarvatns, sem
er um 168 km2. Meðalrennsli Garðsár mældist um
1.3 m3 á sekúndu, en minnsta rennsli (í langvinnum
frostum) um 0,15 m3 á sekúndu. Ef þessar tölur eru
yfirfærðar á heildarafrennsli Ólafsfjarðarvatns,
verður meðalrennslið í það 12.8 m3 á sekúndu, og
minnsta rennsli um 1.5 m3 á sekúndu.
Allítarlegar mælingar eru til á rennsli í Miklavatn i
Fljótum (Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannes-
son 1978). Sé gert ráð fyrir, að árlegt afrennsli af flat-
areiningu sé álíka á vatnasvæðum þessara tveggj3
vatna, verður meðalrennsli í Ólafsfjarðarvatn um 8.1
m3 á sekúndu, mesta mánaðarmeðalrennsli um 20 m
á sekúndu (í júní) og minnsta mánaðarmeðalrennsb
um 3 m3 á sekúndu (í j anúar). Þessar tölur eru nokkru
lægri en fengust með hliðsjón af rennsli Garðsár. Lík-
legt má því telja, að raunverulegt meðalrennsli sé a
bilinu 8.1-12.8 m3 á sekúndu, mesta meðalrennsh
mánaðar 20-30 m3 á sekúndu og minnsta meðal-
rennsli mánaðar 3-5 m3 á sekúndu.
Hinn 26. júní 1981 framkvæmdum við beinat
straummælingar á 11 stöðum á þversniði rétt innan
við brúna við norðurenda vatnsins. Út frá meðal-
straumhraðanum og þverskurðarflatarmáli óssins a
mælistað reiknaðist meðalrennslið þennan dag 24.6
m3 á sekúndu. Þar sem mælingin var gerð nálægt þeim
árstíma, þegar rennslið er venjulega í hámarki, er
ljóst, að þetta gildi er í góðu samræmi við það, sem
áætlað hafði verið.
Eins og síðar verður vikið að, má telja öruggt, að
endurnýjun á sjávarlagi Ólafsfjarðarvatns sé mjóg
hægfara. Öðru máli gegnir um ferskvatnslagið, sem
að meðaltali er nálægt 2 m að þykkt. Út frá flatarmáb
vatnsins í yfirborði og á 2ja metra dýpi má reikna, að
516-ÆGIR