Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 22

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 22
Bandaríkjamenn fluttu inn 1,01 milljón tonna af fiski til manneldis á s.l. ári, að verðmæti um 3,2 mill- jarðar US$. Hefur verðmæti innfluttra sjávarafurða aldrei verið meira og miðað við árið á undan var hækkunin 6%, þrátt fyrir að heildarmagnið hefði minnkað um 2%. Fiskneysla á hvern íbúa Bandaríkj- anna var 5,58 kg á s.l. ári og hafði minnkað um 4,6% frá fyrra ári. Aðalástæðan fyrir minni neyslu á sjávar- afurðum nú er stórminnkuð neysla á túnfiski. A s.l. ári varð heildarafli erlendra fiskiskipa innan fiskveiðilögsögu Bandaríkjanna rúmlega 1,4 mill- jónir tonna og hafði dregist saman um 14% frá 1981. Um þessar mundir er unnið að því að auka samvinnu milli erlendra verksmiðjuskipa og bandarískra fiski- manna, sérstaklega á miðunum úti af austurströnd- inni og Alaska. A undanförnum árum hefur mikil aukning átt sér stað í fiskiskipaflota Bandaríkjamanna. Hefur rúm- lestatala fiskiskipa sem eru yfir 100 brl. að stærð vaxið úr 186.000 brl. áárinu 1969, í 541.000 brl. ás.l. ári. Á milli áranna 1981 og 1982 fjölgaði fiskiskipum um 600, miðað við skip sem eru skráð stærri en 5 brl. og er heildarfjöldi fiskiflotans nú talinn vera um 19.500 skip. Til samanburðar má geta þess að í desember 1982 var heildarrúmlestatala íslenska fiskiskipaflot- ans um 110.000 brl. og fjöldi fiskiskipa 840. Á s.l. ári fóru hinir 17 (16) stóru skuttogarar okkar í 320 (324) veiðiferðir og öfluðu samtals 61.056,8 (65.331,2) tonn, eða að meðaltali 190,8 (201,6) tonn í veiðiferð og 12,7 (13,6) tonn á úthaldsdag. Áætlaður togtímafjöldi stóru togaranna var 53.088 (52.659) klukkustundir og togafjöldi 20.106 (20.041). Meðal- afli í togi er áætlaður 3,04 (3,26) tonn og á togtíma varð aflinn að meðaltali 1,15 (1,24) tonn. 84 (75) skuttogarar af minni gerðinni, þ.e. þeir sem mældir eru undir 500 brl., fóru í 2.360 (2.300) veiði- ferðir og öfluðu samtals 269.617,5 (276.527,5) tonn, eða að meðaltali 114,2 (120,2) tonn í veiðiferð og 10,4 (11,5) tonn á úthaldsdag. Áætlaður togtímafjöldi minni togaranna var 292.523 klst. og veiði á togtíma 0,922 tonn. (Tölur innan sviga eru frá 1981). Ákveðið hefur verið að NOR-FISHING sjávarút- vegssýningin 1984 verði haldin í Þrándheimi dagana 6.-12. ágúst. Flestum íslendingum sem við sjávarút- veg vinna eru þessar sýningar orðnar að góðu kunnar, en þær hafa verið haldnar annað hvert ár og er sú sem haldin verður næsta sumar hin tíunda í röðinni. Hafa allar sýningarnar verið haldnar í Þrándheimi, utan 1978 að hún var haldin í Osló. í fyrra tóku þátt í sýn- ingunni 231 fyrirtæki, sem stóðu fyrir kynningu á framleiðslu og þjónustu 407 aðilja af 18 þjóðernum- Yfir 20.000 fulltrúar úr sjávarútvegi fleiri en 40 landa komu á sýninguna. Nokkrir erfiðleikar hafa verið þvi samfara að fá inni á hóteli í Þrándheimi eða nágrenm meðan sýningar þessar hafa staðið yfir, en menn gera sér vonir um að þeir erfiðleikar verði að mestu að baki, þegar að opnun sýningarinnar 1984 kemur, þar sem verið er að byggja þrjú ný hótel í Þrándheimi. sem koma til með að hafa hótelrými fyrir um 1.000 gesti. Allar frekari upplýsingar varðandi ferðir og hótel er hægt að fá frá „Tvete Travel Agency“ 1 Þrándheimi. • Deilurnar milli hinna sjálfskipuðu frelsara allra hvalastofna í heiminum með meiru, grænfriðunganna og þeirra er stunda hvalveiðar, nú aðallega Japana og Norðmanna, harðna stöðugt. Eru hinir ofstækisfullu grænfriðungar ósparir á hótanir, eins og okkur íslend- ingum er manna kunnugast, en það reyndist þessum ofstækismönnum létt verk að kúga okkur til undir- gefni. Það nýjasta er, að grænfriðungar hafa tekið upp a því að líkja hvalveiðimönnum við morðingja og þeirn er neyta þessara afurða við mannætur. Rökstyðja þeú þessa skoðun sína með fullyrðingum um að hvalir haf> komið sér upp samskiptatáknmáli og væri okkur mönnunum nær að læra tungutak hvala en veiða þa- Japanir hafa ekki enn áttað sig á hvaðan á þa 526 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.