Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 11
lífi. Róið var allt haustiðogtil ára- móta. Helstu verstöðvar á strönd- inni voru, Eyjarnes, Höfði (Skagaströnd), Kálfshamarsvík og Hafnir. Róðrana stunduðu íbúar sveitarinnar, bændur og vinnu- menn, en einnig komu menn úr uppsveitum Húnavatnssýslu. Á vetrum lágu róðrar niðri, en margir fóru þá á vertíð á Suðurnes og undir Jökul. Á síðustu öld voru þó stundaðar hákarlaveiðar á vetrum í einhverjum mæli. Rétt fyrir síðustu aldamót varð Kálfshamarsvík helsta verstöðin á Skagströnd en áður var mest útræði frá Höfnum, nyrstáSkaga. I byrjun aldarinnar myndaðist nokkurt þorp í Kálfshamarsvík, sem styrktist síðar er vélar komu til sögunnar í báta. En er hafnar- gerð hófst á verslunarstaðnum Skagaströnd á fjórða áratugnum, lagðist útræði úr Kálfshamarsvík niður. Margir fluttu húsin með sér til Skagastrandarásamt bátunum. Trillubátar - vélbátar Fyrstu tvo áratugi þessarar aldar héldu Skagstrendingar áfram að róa á sínum litlu bátum, 4ra manna förum og einstaka sexæringum. Árið 1916 voru 8- 10 slíkir bátar gerðir út frá Höfða- kaupstað. Það var svo um 1925 sem fyrst voru settar vélar í þessa báta ogá örfáum árum höfðu trill- urnar tekið við af árabátunum. Róið var með línu og voru 6 eða 7 menn í áhöfn, þar af fjórir í landi við beitingu. Er vélarnar komu, var hægt að fara fleiri en eina sjó- ferð sama daginn, og dæmi voru um allt að fjóra róðra sama sólar- hringinn. Beitt var síld og legið stutt yfir. Aflinn var verkaður í salt. Útgerð stærri vélbáta hófst nokkru fyrr. Það mun hafa verið Höefnersverslun sem fyrst reyndi útgerð vélbáta á Skagaströnd árið 1908. Það var 6 tonna bátur og nefndist hann Adam. Ári síðar bættist Eva við, hún var þrjú tonn. Karl Berndsen sem verslaði í Hólanesi var enn umsvifameiri. Hann mun hafa fengið 8 tonna bátárið 1910ogannan jafnstóran tveim árum seinna. Nefndi hann báta sína Svan og Ásu. Bátarnir stunduðu línuveiðar á sumrin og fram á haust en voru dregnir á land yfir veturinn. Vél- bátarnir öfluðu vel, en léleg hafn- arskilyrði settu strik í reikninginn. Bátarnir vildu slitna upp ef eitthvað var að veðri, og missti Karl báða báta sína þannig, en þeir lágu úti fyrir Hólanesi. Vegna hafnleysis fengust þeir ekki tryggðir. Það þótti því áræði er Karl fékk enn einn bátinn, sem hann kallaði Fálka og hélt útgerð áfram enn um sinn. Þá gerði kaupfélagið út vélbát í nokkur ár eftir 1920. Vélbátaútgerð var því ekki rekin með miklum árangri frá Skagaströnd á þessum árum. Trillubátarnir urðu ofan á, þar sem auðvelt var að draga þá á land upp, undan öldunni þungu. Engar stórstígar framfarir urðu í atvinnumálum fyrr en höfn var byggð. íbúafjöldi á Skagaströnd stóð á öðru hundraðinu frá 1910 til 1930. Mesta aukningin varð á fyrsta áratug aldarinnar er íbúum fjölgaði úr 22 í 120. Það var ekki fyrren með varanlegri hafnargerð sem umsvif í atvinnumálum juk- ust undir Höfðanum. Hafnargerb og síldarsöltun .../' júní seint eða snemma kom hafsíldin og allir hinir nytjafiskarnir, sem hana dá og elta. Sjórinn varalltíeinuorð- inn fullur aflífi. Algengtvarað sjá síldartorfur svo að segja um allan sjó, hvalir fóru um með busli og boðaföllum og nærri hvar, sem öngli var rennt, var fiskur fyrir. Á öðrum, þriðja og fjóðra tug þessarar aldar var ekki óal- gengt að sjá 40 til 80 síldveiði- skip hér á austanverðum Húnaflóa að veiðum íeinu og bendir það til hvað fiski- gengdin var mikil, og ótrúleg þeim sem aðeins þekkja ördeyðu undanfarinna ára". (Sigurður Björnsson, Örlygs- stöðum, í Húnavöku I, bls. 267). Útbærinn undir Spákonufellshöfða. ÆGIR-3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.