Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 12
Síldarsöltun hófst á Skaga- strönd 1936 og var saltað fyrstu árin frá 5 og upp í 8 þúsund tunnur. Hleypti þetta fjörkipp í kauptúnið og atvinna og mannlíf varð með frískara móti. Mesta síldarárið var 1942 en þá voru saltaðar á vegum Gísla Vilhjáms- sonar 18 þúsund tunnur, en hann var stærstur saltenda-á Skaga- strönd. Sigurður Ólafsson skip- stjóri leigði bryggjuplanið um tíma og var einnig stór. Þessir tveir voru sagðir í góðum sam- böndum við Svía. Þá var saltað á vegum Kaupfélags Skagstrend- inga og fleiri aðila. Getið er um allsérstæða framleiðslu á Skaga- strönd þessi ár, er Ole Amunds- sen bjó til fóðurkökur úr síldar- úrgangi og seldi bændum til skepnufóðurs með góðum ár- angri. Hann starfrækti einnig lifr- arbræðslu. Söltunartíminn stóð í áratug á Skagaströnd, en þá fóru síldarleysisár í hönd. Þá höfðu líka gerst meiri tíðindi er settu mark sitt á byggðina næstu tvo áratugi. Nýsköpun — síldarverksmiðja Nýsköpunarstjórnin sem mynduð var 1944 ásetti sér að byggja upp atvinnuvegi landsins með nýjum og stórvirkari atvinnu- tækjum en áður þekktust. Til þess hafði hún sjóði stríðsáranna að ganga í. Eitt af því sem nýsköpunin setti í sínar áætlanir var að reisa nýtískulegan stórbæ á Skagaströnd. Gerðar voru áætl- anir um uppbyggingu atvinnu- tækja og skipulagsuppdráttur af 5 þúsund manna byggð. íbúar á Skagaströnd voru 280 árið 1940, svo hér var ekki lagt í neitt lítið. Fyrsta stórframkvæmdin í þessa átt var bygging síldarverk- smiðju árin 1945—46. Var hún einhver fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar hér á landi og gat brætt 6-7 þúsund mál síldar á Lengi vel gerðust engin síld- arævintýri á Skagaströnd. Sjó- menn veiddu síld í beitu með góðum árangri, og geymdu í íshúsum fram eftir hausti, en síld var ekki söltuð á Skagaströnd vegna hafnleysis. Uppgrip í síld- arsöltun voru hins vegar hinum megin við flóann, norður á Ströndum í Ingólfsfirði, Norður- firði og á Djúpuvík. Skagaströnd átti þó eftir að lifa sín ævintýr. Þau byrjuðu með höfninni. Hafnargerðin hófst 1934. Gerður var 170 metra langur garður úr landi innan við Spákonufellshöfðann og út í eyju þar fram undan sem einnig var nefnd eftir Spákonufelli. Eyjan var sprengd niður og fékkst þannigágæt uppfylling í höfnina. Næstu ár var áfram unnið við höfnina; hafnargarðurinn var lengdur og styrktur, byggðar bryggjur, lögð vatnsleiðsla út á uppfyllinguna og komið þar upp síldarsöltunarplani og geymslu- húsi. Unnið var meira og minna við hafnargerðina á hverju sumri í 6 ár, eða allt til 1939. ínnbærínn uppi af Hólanesi. Spákonufellsborg, 646 metra há, gnæfir yfir bæinn. 4-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.