Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1986, Page 38

Ægir - 01.01.1986, Page 38
Vinnslan Vinnslan um borð er í aðalat- riðum sú, að þorskfiskur er haus- aður, flakaður og roðflettur í vélum, síðan hreinsaður þannig að sjáanlegir ormar eru hreins- aðir burt og flökin snyrt. Síðan eru flökin heilfryst. Flökin eru seld á Bretland, þar sem ekki eru gerðar eins miklar kröfur um slíka hluti, eins og á Bandaríkjamark- aði en mest áhersla lögð á gæðin, ferskleikann. Feitfiskurinn, karfi og grálúða, er hausskorinn og heilfrystur, kolinn er sömuleiðis heilfrystur. Grálúða og karfi eru seld til japans. Markaður fyrir fisk úr frystitog- urunum, í Bretlandi og Japan, er beinlínis tilkominn vegna þeirra. Ef ekki væru frystitogarar, þá væru þessir markaðir að mestu ónýttir af íslendingum. Verðið sem frystitogararnir fá fyrir fram- leiðslu sína er að minnsta kosti 10-15% hærra, en frystihúsin fá á sínum mörkuðum. Þá sér hver maður hagkvæmni þessarar útgerðar: „Aflaverðmæti Örvars er ekki mirma er útflutningsverðmæti frystihússins á staðnum af bol- fiski. Við bætum við átta mönnum, miðað við venjulegan togara, en í frystihúsinu vinna 50-60 manns við vinnslu aflans." Henda ekki fiski Margir hafa orðið til þess að gagnrýna frystitogarana. Sagt er að þeir vinni fiskinn ekki nema til hálfs, og ræni fólk vinnunni í landi. Hins vegar er bent á hve hagkvæmni frystitogaranna er mikil fyrir útgerðina, og einnig fyrir þjóðarbúið, ef menn skoða verðmætið sem þeir skila. Þró- unin verður því ekki stöðvuð. Alvarlegri er þó sú ásökun sem heyrst hefur, að þeir hendi hluta aflans fyrir borð, vegna þess hve vinnslugetan er takmörkuð, og hirði ekki nema ákveðna stærð af fiski. Síðastl iðið sumar voru háværar raddir um þetta í dag- blöðunum, um þetta segir skip- stjórinn: „Það þyrfti að fara fram opin- ber rannsókn á þessu máli, eins alvarlegar ásakanir og hér eru hafðar í frammi. Þá væri kannski hægt að draga fram í dagsljósið þessa huldumenn sem hafðir eru fyrirþessum orðrómi, ogsjá hvort þeir geti staðið við hann. Annars er sannleikurinn sá að það er ekkert einfalt mál að henda fiski eftir að búið er að taka hann inn og blóðga um borð. Að velja þá úr fiskinum er ekkert vit. Og ef fiski væri kastað í þessum mæli sem sagt er þá yrðum við að fiska miklu meira en allir aðrir togarar í flotanum, það sýna afla- tölurnar. Við yrðum að vera ómennskir. Ég get fullyrt það, að nýtingin á fiskinum er ekki verri, ef ekki betri en í flestum frystihúsum, vegna þess hve hann er nýr. Við erum með samskonar vélar og þau, og við flökum alstærsta fisk- inn í höndum, eins og þau gera líka. Við fleygjum engum fiski, nema því sem rifnar og skemmist í höndunum á okkur." Guðjón segir hins vegar rétt, að þeir verði að henda ölluni úr- ganginum, sem er um helmingur af þyngd þess fisk sem er flakað- ur. Það hefur verið athugað með nýtingu á úrgangi, bæði í meltu- vinnslu og fleira, en engin þeirra leiða svarar kostnaði. Og þó svo væri, þá er skipið varla nógu stórt til að bera slíka vinnslu. Besti fiskurinn „Sjófrystur fiskur er besti fiskur sem völ er á, enda er greitt hærra verð fyrir hann en annan frystan fisk. Allur fiskur sem um borð kemur er unninn innan tólftíma, eftir að hann er veiddur. í mestu aflahrotum getur það farið upp í tuttugu tíma. En efstór höl koma verður hreinlega að hætta og draga upp, því það verður að miða veiðarnar við vinnsluget- una um borð." Annað sem taka verður tillit til við veiðarnar er hringormurinn. „Frystihúsið" á millidekkinu. Öllu er haganlega fyrirkomið og hver þumlungur plássins nýttur. Hérsést inn íhausarann. 30-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.