Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 14
Höfðahreppur og bæjarbúar stofnuðu árið 1947 Útgerðarfélag Höfðakaupstaðar. Félagið keypti tvo 26 tonna vélbáta og nefndi Auðbjörgu ogÁsbjörgu. Bátarnir voru á síld að sumrinu, en stund- uðu línuveiðar yfir veturinn. 1952 var þriðji báturinn keyptur, var það Aðalbjörg. Á sjötta ára- tugnum gekk útgerð vélbáta oft- ast illa, vegna aflatregðu, og neyddist félagið til að selja öll skipin á árunum 1959 og 1960. í staðinn var keyptur 55 tonna bátur, Helga Björg. Gekk útgerð hennar nokkuð vel næstu ár. Fimm árum seinna þótti kominn tími til að endurnýja, gamla Helgan var seld, en nýr bátur keyptur sem hlaut sama nafn. Nýja Helga stundaði síldveiðar á sumrin, en togveiðar eftir að síldin brástenn á ný. Síðustu árin gekk Helga á vetrarvertíð frá Grindavík, en hún var seld 1971, eftir að vélarbilanir og aflaleysi hafði hrjáð útgerðina. Útgerðar- félag Höfðakaupstaðar gekk árið 1972 inn í Skagstrending h.f. sem þá var á leið í skuttogarakaup. Ýmsir fleiri hafa átt og gert út vélbáta frá Skagaströnd á þessu tímabili, en flestir voru bátarnir litlir. Þeirraámeðal var Útgerðar- félagið Höfðaklettur, sem stofnað var 1958 og eignaðist bátana Höfðaklett og Skallarif. Togaraútgerð var reynd einu sinni, en stóð stutt. Það var árið 1951 sem hlutafélagið Höfða- borg keypti togara með sama nafni. Var hann gerður út frá Skagaströnd í eitt ár. Ekki þótti fært að stunda útgerð á svo stór- virku tæki á þeim tíma. í tvo áratugi eftir 1947 gekk erf- iðlega að halda uppi nægri atvinnu fyrir bæjarbúa. Bátarnir voru of litlir, aflaleysi viðvarandi, og tvö frystihús bitust um aflann sem á land kom. Ekkert fyrirtæki gat byggt sig upp til afgerandi for- ystu í atvinnumálunum. En þar kom að Skagstrendingar samein- uðust um uppbyggingu undir- stöðunnar; sjávarútvegsins. Útgerðin blómstrar — bærinn dafnar Skagstrendingur h.f. var stofn- aður 1968 af hreppnum og hreppsbúum. Segir frá því fyrir- tæki á öðrum stað í þessum grein- arflokki. í stuttu máli másegja, að frá stofnun þess félags hafi útgerð blómgast á Skagaströnd. Tvö stór stálskip voru keypt í byrjun, síðar myndarlegur skuttogari og enn síðar var byggður fyrsti frystitog- ari landsmanna. Skrefin hafa verið stór, og verðmæti sem á land berast á Skagaströnd hafa margfaldast. Á síðasta ári voru auk togar- anna Arnars og Örvars gerðir út frá Skagaströnd 5 bátar af stærð- inni 21-70 tonn. Þeir stunda aðallega rækju- og skelfiskveiðar. Höfnin á Skagaströnd. Mesta löndunarhöfn sjávarafla á Noröurlandi vestra áriö 1984. Hús Síldarverksmiöjunnar áberandi á uppfyllingunni. Höföinn í baksýn. Togarar Skagstrendinga í höfn. Tvö afkastamikil veiöiskip, sem standa undir drjúgum hluta atvinnu og auðs á Skagaströnd. 6-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.