Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 28
Rækjuvinnslan h.f. Skagaströnd Rækjuvinnslan á Skagaströnd var stofnuð árið 1972. Stofnandi var Guðmundur Lárusson bygg- ingameistari, sem víða kom við í atvinnumálum Skagastrandar á áttunda áratugnum. Guðmundur byggði upp fyrirtækið af myndar- skap og stjórnaði því fram til árs- ins 1977. Þá tók við fram- kvæmdastjórn Jón Jónsson, en hann var stjórnarformaður fyrir- tækisins frá upphafi. Hluthafar eru 9, 8 einstaklingar og Hólanes h.f. Mest af því sem hér fer á eftir er fengið frá framkvæmdastjóra vinnslunnar. Áður en Rækjuvinnslan var stofnuð hafði rækja nokkuð verið unnin á Skagaströnd með hand- pillun. Ekki var þar um mikinn rekstur að ræða. En við stofnun Rækjuvinnslunnar voru settar upp vélar til að skelfletta rækj- una. Nú eru vélarnar orðnar þrjár, og afkastagetan 7-10 tonn á dag. Rækjuvinnslan flutti í nýtt og glæsilegt verksmiðjuhús. haustið 1975, og er aðstaða öll þartil mikillar fyrirmyndar, bæði varðandi aðbúnað starfsfólks og meðferð hráefnis. Flóarækja Fyrstu árin var einungis um að ræða vinnslu á rækju úr Húna- flóa, og hafa oftast 4-6 bátar stundað þær veiðar frá Skaga- strönd. Hlutur Rækjuvinnslunnar af heildarveiðinni í Flóanum hefur verið um 22% allt frá því um 1975. Staðirnir við vestan- verðan flóann — Hólmavík og Drangsnes - hafa um helmingin, en Blönduós og Hvammstangi skipta hinum helmingnum á milli sín með Skagströnd. í haust stunda 26-28 bátar veiðarnar við Húnaflóa, þar af 4 frá Skaga- strönd. Veiðarnar hafa gengið mjög vel það sem af er vertíðinni. Ekki er búið að ákveða aflamark ver- tíðarinnar, en á síðustu vertíð 1984—1985 voru veidd 3000 tonn af rækju úr flóanum. Úthafsrækja Frá árinu 1978 hafa veiðar á úthafsrækju sífellt verið að auk- ast. Hámarki náðu þær árið 1984, en á síðasta ári drógust veiðarnar nokkuð saman aftur. Var þar um að kenna miklu gæftaleysi fyrir Norðurlandi í sumar, en veiðisvæði úthafsrækj- unnar nær allt frá Horni og austur fyrir Kolbeinsey. Síðastl iðið sumar bárust til Skagastrandar rúm 200 tonn af úthafsrækju, en um 500 tonn árið 1984. Sam- drátturinn var því verulegur. Sex bátar lögðu upp hjá Rækjuvinnsl- unni þegar flest var í sumar, en auk þess lönduðu fleiri bátar í ígripum. Heimabátar voru 3, en aðrir komu að, mest frá Suður- nesjum. Vinnsla rækju hefur aukist mjög síðasta áratug. Árið 1975 voru unnin 289 tonn á Skaga- strönd, næstu árin voru það milli 500 og 600 tonn, en frá árinu 1982 jókst aflinn upp í 952 tonn árið 1984. Það er þreföldun frá því fyrir einum áratug. Á síðasta ári gaf flóarækjan um 800 tonn, þar af 311 tonn í haust, en úthafsrækjan aðeins 200 tonn. Nóg vinna var því í verksmiðj- unni í vor og haust, en í sumar barst of lítið hráefni. Starfsmenn Rækjuvinnslunnareru um 20. Selja sjálfir Sala á rækju hefur gengið vel Úr Rækjuvinnslunni á Skagaströnd: jón Jónsson framkvæmdastjóri og stúlkurnar. 20-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.