Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 22
Skagstrendingur h.f. Skagstendingur h.f. var stofn- aður í desember 1968. Að félag- inu stóðu Höfðahreppur og íbúar hreppsins. Almenn samstaða varð um þátttöku í félaginu, svo að segja má að nær því hver ein- asta fjölskylda á staðnum legði fram sinn skerf. Atvinnuástand hafði verið bágborið næstu ár á undan, bátum fækkað og síldin horfið enn einu sinni. Skagstend- ingur var stofnaður til að blása fjöri í atvinnulífið með útgerð stærri báta. Þegar var hafist handa og keypt 187 rúmlesta stálskip, sem smíðað var 1964. Skipið var nefnt Arnar og kom til Skagastrandar í janúar 1969. í lok ársins 1970 var svo keypt annað skip, Örvar, nýlegt skip frá Noregi, 223 brúttólestir að stærð. Örvar var eitt fyrsta fiskiskip á íslandi sem ísaði allan sinn afla í kassa. Bæði skipin stunduðu togveiðar árið um kring, og gengu þær þokka- lega. Við komu þessara báta hófst nýtt framfaraskeið á Skagaströnd. íbúum í hreppnum tók að fjölga á ný, eftir stanslausa fækkun í heilan áratug. Skagstrendingum fjölgaði um tíu af hundraði, þegar á fyrsta starfsári fyrritækisins 1969. Skuttogari frá fapan Eftir 1970 tók skuttogurum að rigna á hafnir landsins. Skag- strendingar voru ekki eftirbátar annarra í því efni. í desember 1972 sömdu þeir um kaup á nýjum skuttogara frá Japan, og var hann afhentur þeim átta mán- uðum seinna, í ágúst 1973. Var það tíundi japanski togarinn sem til landsins kom. Skuttogarinn hlaut nafnið Arnar HU 1, og ber það enn. Báðireldri bátarnir voru seldir eftir að togarinn var keyptur. Arnar hefur síðan lagt upp afla hjá Hraðfrystihúsinu Hólanes h.f. á staðnum. Skip- stjórar á Arnari hafa verið Guðjón Sigtryggsson fram til ársins 1982 og síðan Birgir Þórbjarnason. Útgerðin hefur lánast vel, og staðið hefur verið í skilum með allar fjárskuIdbindingar. Togar- inn hefur aflað vel og ætíð verið með þeim hæstu á Norðurlandi. Árið 1984 var Arnar tíundi í röð- inni af íslenskum togurum sem mestu verðmæti skiluðu á land. Aflinn var þá 3.578 tonn. Á síð- asta ári bar Arnar á land 2.700 tonn. Tvennt er helst talin skýring á traustum rekstri Arnars og raunar Örvars, nýrri togarans einnig. Öruggur mannskapur og gott viðhald. Allt viðhald skipa Skag- strendings er í höndum heima- manna, nema slippvinna. Það er vélaverkstæði Karls Berndsen sem sér um að vélar og spil gangi einsogtil erætlast. Þettaermikil- vægt atriði þegar haft er í huga að Skagaströnd með rúma 600 íbúa stendur undir útgerð tveggja tog- ara. Margir eiga erfitt með að trúa að slíkt gangi upp, og benda á dæmi um land allt máli sínu til sönnunar. En þegar traustar áhafnir ásamt nauðsynlegri þjón- ustu eru til staðar í heimahöfn, þá er slíkt vel mögulegt, eins og sýnir sig hér á þessum stað. Frystitogarinn Örvar Er kominn var góð reynsla af skuttogaranum, þótti forsvars- mönnum Skagstrendings tfmi til kominn, að hugsa sértil hreyfings á ný. Skuttogarinn Örvar var smíðaður á Akureyri, með bún- aði til flökunar og frystingar á bolfiski. Upphaflega var hann teiknaður sem hefðbundinn skuttogari, en á smíðatímanum var ákveðið að breyta honum í frystiskip. Örvar hóf veiðar og vinnslu í apríl 1982. Hann hefur Skutttogarar Skagstrendings í heimahöfn; Arnar fjær, en Örvar nær. 14-ÆG1R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.