Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 36

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 36
„Það er ekki heilagt að vinna fiskinn í landi." Skipstjórinn á Örvari HU 21, Guðjón Sigtryggson sóttur heim. Frystitogarinn Örvar var lagstur að höfn á Skagaströnd föstudagsmorg- uninn 25. október síðastliðinn, eftir tuttugu og eins sólarhrings úti- veru. Aflinn var 120 tonn af grálúðu, 30 tonn af þorskflökum og 20 tonn af ýsuflökum, allt fryst og pakkað í lestinni. Aflinn samsvarar um 350 tonnum upp úr sjó. Örvar var smíðaður á Akureyri ogafhentur snemma árs 1982. Hann er 50 metra langur og mælist 498 brúttórúmlestir að stærð. Togarinn var upphaflega teiknaður sem hefðbundið ísfiskskip, en á byggingar- tímanum var ákveðið að breyta honum í frystiskip. Þá var fyrirséð að erfitt yrði að standa undir fjármagnskostnaði vegna skipsins, nema taka upp þessa nýbreytni. Örvar hefu nú verið að veiðum í tæp fjögur ár, ogaflaðmjögvel. Áárinu 1984 varaflinn4529 lestirí 18veiðiferð- um. Úthaldsdagar voru 355 á því ári, ef marka má „Útveg", en afla- verðmætið var hið mesta af öllum skipum íslenska togaraflotans, 122 milljónir króna. í fyrra varð aflinn nokkru minni, um 3900 tonn, og hásetahlutur allt árið um 1600 þúsund krónur. Þegar tíðindamaður Ægis var staddur á Skagaströnd umræddan októberdag í haust, var ekki hægt að láta hjá líða, að reyna að ná fundum þess er stýrir þessu merka aflaskipi, sem leggur svo drjúgan skerf til þjóðarbúsins, svo við hin getum eytt því aftur. „Ebbi skip- stjóri", eins og hann er almennt nefndur á sinni heimaslóð, tók vel í svolítið spjall, og hér á eftir fer það helsta sem þar bar á góma. Örvar HU 21 frá Skagaströnd. Fyrsti frystitogari íslendinga. Guðjón Ebbi Sigtryggsson flutt- ist ásamt fjölskyldu sinni til Skagastrandar árið 1970, en áður bjó hann á ísafirði og starfaði sem sjómaður. Síðustu sex árin sem stýrimaður á Guðbjarti ÍS. Guðjón tók við skipstjórn á Arnari, 200 tonna stálskipi sem Skagstrendingar höfðu þá fest kaup á. Strax árið eftir var öðru skipi bætt við, og fór Guðjón þá yfir á það. Það var Örvar, keyptur frá Noregi, nokkru stærri en Arnar. Örvar var fyrsta skipið í íslenska flotanum ásamt skipi frá Súgandafirði sem kom nokkru síðar, sem ísaði allan sinn afla í fiskikassa. Síðan hafa öll skip af stærri gerð tekið upp þann hátt. Með komu Arnars og Örvars hófst nýtt tímabil í atvinnumálum á Skagaströnd. „ Um 1970 fór að rétta hér úr kútnum, þegar bátarnir voru orðnir tveir. Og með togaranum Arnari, sem keyptur var 1973, komst hér á festa og stöðug atvinna, sem haldist hefursíðan," segir Guðjón Ebbi, sem fylgst hefur með uppbyggingu Skaga- strandarsíðasta hálfan annan ára- tuginn, og lagt lóð sitt þar á vog- arskálar. Skuttogarinn Arnar var smíð- aður í Japan og afhentur árið 1973. Guðjón tók þegar við stjórninni, en bátarnir tveir voru seldir á brott úr bænum. Arnar er enn gerður út frá Skagaströnd. Hann er 47 metra langur og 460 rúmlestir. Guðjón var með hann allt til ársins 1982, er hann færði sig enn einu sinni um set, á Örvar hinn nýja. Á Arnari var Guðjón með í skuttogarabylgjunni frá upphafi. Guðjón rifjar upp: „Útgerðin gekk vel, aflinn þetta 2500-3000 tonn á ári fyrstu árin, sem þótti mjög gott. En eftir 1976, er menn komust upp á lag með flottrollið, og nokkru seinna, er settur var skrúfuhringur á Arnar 28-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.