Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 44
Halldór Bernódusson: Hringormur ífiski Á nýafstöðnu Fiskiþingi komu fram tvær ályktanir frá Fjórðungs- samböndunum á Norðurlandi og Vestfjörðum. Ályktun Norðlendinga: Beini þeim tilmælum til Fiski- þings að aukin áhersla verði lögð á að halda selastofninum í skefjum. í því efni skal bent á stór- aukningu á selormi í fiski sem veldur miklum vandræðum í fisk- vinnslu og gerir fiskinn jafnvel óvinnsluhæfan. Auk þess hlýtur selur að spilla fyrir möguleikum íslendinga í laxeldi með tilliti til hafbeitar. Þingið ítrekar fyrri sam- þykktir í þessu efni. Frá Fjórðungssambandi Vestfirð- inga kom eftirfarandi ályktun: 45. Fjórðungsþing fiskideild- anna á Vestfjörðum haldið á ísa- firði 19. október 1985, ítrekar aðvörun sína frá 1983 um vax- andi vandamál sem hringormur er orðinn í fiskistofnum og hefur aukist í öllum tegundum fisks á síðustu árum. Ber því að gera allt serm hægt er til að stöðva þessa þróun m.a. að lagt verði verulegt fjármagn til að hefta útbreiðslu selastofnsins, unnið verði mark- visst að úrbótum varðandi tækni og framfarir við að tína hringorm úr fiski. Það var fyrir um 25 árum sem að hringorm varð vart í þorski í það miklum mæli að hann greini- lega jók kostnað fiskvinnslunnar. Sýnatökur sýndu að nokkur munur var á hringormamagni í fiski eftir veiðisvæðum. Einkum kom fram að þorskur veiddur á grunnslóð á Breiðafirði, úti af ísafjarðardjúpi og austur með ströndum hafi meiri orm í sér en þorskur veiddur á öðrum svæðum. Þannigvar það 1963 að þorskur veiddur á grunnslóð var með 1—1,5 orm og þorskur veiddur á djúpslóð með um 0,5 orm pr. kgflaka. Alltfram til 1982 virðist aukning á hringormi í þorski hafa verið jöfn og er svo komið að 1983 er hringormur í þorski veiddum á grunnslóð kominn upp í 7 orma pr. kg flaka og þorskur veiddur af togurum á djúpslóð var með um 3 orma pr. kg flaka. Á árinu 1984 sýna prufur að togaraþorskur er með að meðaltali 4,65 orma og línu- og handfærafiskur með um 8,80 orma pr. kg flaka. Á árinu 1985 hefurormurenn aukist í þorski og er togaraþorskur með 5,50 orma og línu- og handfæraþorskur með 9,65 orma pr. kg flaka. Fylgir hér með súlurit er sýnir aukningu á ormi í þorski frá 1963 til 1985. Þar sést greinilega hversu geigvænleg aukning hefur verið á árunum 1983, 1984 og 1985, einnig er þar sýnd útkoma daganna 11. okt. til 17. okt. 1985 þar sem línu- og handfæraþorsk- ur er unninn og er meðaltal þess- ara daga 13,45 ormar pr. kg flaka. Kostnaður við að tína orma úr kg þorskflaka miðað við laun 1. okt. 1985. pr. kg. flök kr. 1964 0,65 1970 1,67 1983 3,22 1984 4,69 1985 5,11 og dagarnir 11 /10 til 17/10 1985 þar sem ormar voru 13,45 pr. kg flaka er það kr. 9,23 pr. kg flaka. Þessi aukningergeigvænlegog sýnir að þorskurinn er ekki hæfur til manneldis nema ormurinn sé tíndur úr honum. Aldrei hefur þetta þó verið verra en á haustmánuðum 1985 er við höfum verið að vinna þorsk veiddan 6-12 sjómílur úti af Súg- andafirði á smærri bátum á línu. Þar kemur fram í sýnatökum að ormar eru frá 13-20 í kg flaka. Sem dæmi má nefna að 5. nóv. s.l. var verið að vinna þorsk sem í reyndust vera 20,48 ormar pr. kg flaka. Inn í staðalinn við útreikning á bónus er þetta reiknað og tíminn er 3,69 mín- útur að tína orminn úr hverju kg af flökum. Ég vona að þetta geri svolítið grein fyrir hversu vaxandi vanda- mál þetta er hjá okkur sem að veiðum mikið af fiski sem gengur upp á grunnið á sumrin, fer svo frá á haustin og er þá svona sýktur. Þessi þorskur sem einu 36-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.