Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 13
sólarhring. Ráðist var í þessar framkvæmdir af miklum krafti og ýmsa aðra mannvirkjagerð, sem fylgja þurfti. Atvinna var geysi- mikil, kaupgjald hærra en nokkru sinni hafði þekkst og talið að fjöldi aðkomumanna væri á þriðja hundrað þegar mest var. Hafnarbætur, uppbygging þjón- ustu og íbúðabyggingar fylgdu í kjölfarið. En uppgangurinn stöðvaðist fljótlega. Síldin hætti að láta sjá sigá Húnaflóa, og kom ekki aftur. Verksmiðjan varð aldrei sú lyftistöng sem ætlunin var, og stóru áætlanirnar hurt'u niður í skúffu um leið og síldin hætti að sjást. Nýsköpunarævintýrið skildi við Skagaströnd í erfiðri aðstöðu. Öll áhersla hafði verið lögð á hina hröðu uppbyggingu síldar- verksmiðjunnar og því sem henni fylgdi, en lítt eða ekki var horft til þess að byggja upp aðrar greinar sjávarútvegs, þorskveiðar og hraðfrystingu. íbúafjöldin tvöfaldaðist á upp- gangsárunum. Höfðahreppur, sem stofnaður var árið 1939, taldi 617 íbúa árið 1950, að lokinni nýsköpun. Næstu tvo áratugi var mjög á brattann að sækja í at- vinnumálum. Menn biðu eftir síldinni sem aldrei kom, en útgerð og fiskvinnsla gátu ekki fyllt upp í tómarúmið sem skapaðist. íbúum fækkaði jafnt og þétt fram undir 1970, og urðu fæstir 503 árið 1969. Síðan hefur fjölgað mikið í hreppnum aftur. Útgerd og fiskvinnsla á erfiðum tímum Árið 1939 tók til starfa frystihús sem Kaupfélag Skagstrendinga reisti úti í Höfða. Gengu 7 bátar úl þorskveiða þann vetur, og varð þetta til að treysta atvinnu í hreppnum. Kaupfélagið rak áður verslun og verkun á saltfiski bæði á Skagaströnd og í Kálfshamars- vík, eftir að það keypti eignir Höefnersverslunar á Höfða árið 1920. Fiskverslunin gekk upp og ofan, oftar var þó gróði fram til 1930, en erfiðleikar steðjuðu að í kreppunni, eins og hjá öðrum fiskseljendum. Annað frystihús, Hólanes h.f., var stofnað á Skagaströnd 1943. Voru síðan tvö frystihús starfandi allt til 1968 er Hólanes keypti hús Kaupfélagsins og flutti þangað starfsemi sína. Á sjötta og sjöunda áratugnum gekk rekstur útgerðar og frysti- húsa fremur illa á Skagaströnd. Afli brásttíðumágrunnmiðumog frystihúsin tvö börðust um aflann sem á land barst, en hafði hvorugt nóg til að framleiðslutækin nýttust sem best. Tilraunir voru gerðar til að blása lífi í útgerðina öðru hvoru. Monnfjóldi Hafnargarðurinn var fyrst reistur á árinu 7 934. Þá skapaðist fyrst örugg höfn fyrir stærri véibáta og síidartíminn hófst á Skagaströnd. ÆGIR-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.