Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 66

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 66
Laxdal NS 110 / mars 1 983 afhenti Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar h.f. á Skagaströnd 15 rúmlesta fiskiskip úr trefjaplasti, smíðanúmer 21, sem hlaut nafnið Laxdal NS 110. Þetta er fimmti báturinn í þessum stærðarflokki, sem stöðin afhendir, og er bolur nokkuð frábrugðinn fyrstu fjórum af 36 feta gerðinni (frá Halmatic Ltd.). Bolur skipsins er steyptur hjá stöðinni og er um að ræða stækkaða útfærslu af 28 feta gerðinni, sem stöðin hefur smíðað í gegnum árin, þ. e. lenging um 2.75 m, breikkun um lOcmog þilfari lyft um 25 cm. Á s. I. ári varsettur í bátinn bún- aður til dragnótaveiða. Laxdal NS var upphaflega í eigu Finnboga Finn- bogasonar, Seyðisfirði, en eigendaskipti urðu í október s.L, og er hann nú í eigu Hallgríms Einars- sonar, Arnarstapa, sem jafnframt er skipstjóri. Almenn lýsing: Bolur skipsins er smíðaður skv. reglum Siglinga- málastofnunar ríkisins um smíði plastfiskiskipa. Fremsti hluti þilfars er með reisn, en undir þilfarinu er skipinu skipt í fimm rúm með vatnsheldum kross- viði. Fremst undir þilfari er stafnhylki (keðjukassi); þá lúkar með tveimur hvílum, bekk og eldunarað- stöðu, olíukynt Sólo-eldavél; en þar fyrir aftan er vélarrúm; þá fiskilest með áluppstillingu og trefja- plastplötum í gólfi; og aftast er skuthylki. í vélarrúmi eru tveir brennsluolíugeymar, en ferskv^lnsgeymir er undir íbúðum í framskipi. Stýrishús er framantil á þilfari, yfir lúkar og vélarrúmi, og tengist framhlið þess lúkarsreisn. Mastur er í afturkanti stýrishúss, og á því er bóma. Toggálgi er aftast á þilfari. Mesta lengd ........................ 11.52 m Lengd milli lóðlína ................ 10.50 m Breidd .............................. 3.75 Dýpt (mótuð) ........................ 1.76 Lestarrými ............................ 13 m3 Brennsluolíugeymar ................... 0.8 m3 Ferskvatnsgeymir ..................... 0.2 m3 Rúmlestatala .......................... 15 brl. Skipaskrárnúmer ..................... 1642 Vélabúnaður: Aðalvél er frá Lihman Ford, sex strokka fjórgeng- isvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem skilar 110 KW (150 hö) við 2450 sn/mín. Við vélina er niður- færslugír frá Borg Warner, niðurfærsla 3.0:1 og skrúfubúnaður meðfastri stigningu, skrúfa 3ja blaða, þvermál 813 mm. Á aflúttaki framan á vél er reimdrifinn Transmotor rafall, 2.9 KW. Fyrir vökvaknúinn vindubúnað er Casappa dæla, tengd Twin Disc kúplingu, afköst dælu 120 l/mín við 180 kp/cm2 þrýsting. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Vetus. Fyrir vélarrúm er rafdrifinn blásari. Rafkerfi er24 V jafnstraumur. Upphitun í lúkar er með Sólo-eldavél. Fyrir neysluvatnskerfið er rafdrifin dæla. Vindubúnaður: í skipinu er vökvaknúin togvinda frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar, búin tveimur tromlum (200 mm0 x 700 mm0 X 400 mm), sem taka um 480 faðma af VA" vír, og kopp, knúin af Danfoss vökvaþrýsti- mótor með niðurfærslugír. Togátak vindu á tóma tromlu er 5 t. Línu- og netavinda er frá Elliða Norðdahl Guð- jónssyni, knúin af Danfoss vökvaþrýstimótorum, OMT 315 og OMR 315, togátak á línuskífu 0.6 t og á netaskífu 1.2 t. Að auki er báturinn búinn kraft- blökk frá Rapp Flydema Syd. Rafeindatæki o.fl.: Ratsjá: Seguláttaviti: Sjálfstýring: Loran: Dýptarmælir: Örbylgjustöð: Sjóhitamælir: SperryMK 72,48 sml. Borðáttaviti Wesmar AP800 Morrow LC4000 Furuno FE 606 Debeg, 25 W Örtölvutækni Af öðrum búnaði má nefna Callbuoy neyðartal- stöð og 4ra manna Víking gúmmíbjörgunarbát, búinn Sigmunds sjósetningarbúnaði. 58-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.