Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 10

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 10
SKAGASTRÖND ÞAR SEM SJÁVARÚTVEGUR ER UNDIRSTAÐA ALLS Eftir Sigurð Pétursson Skagaströnd, eða Höfðakaupstaður eins og staðurinn er einnig nefndur, stendur við austanverðan Húnaflóa, við vík undir kletta- höfða, sem nefnist Spákonufellshöfði. Höfðinn gengur í sjó fram og myndar skjól inni á víkinni fyrir norðanátt. Undir höfðanum er því aII- gott skipalægi, og var Skagaströnd aðalverslunarstaður við Húnaflóa allt frá miðöldum og fram á síðari hluta 19. aldar. Innar í víkinni gengur fram stutt nes og nefnist það Hólanes. Uppi af því er nú aðal- byggðin, oft kallaður innbær, en sá hluti byggðarinnar sem undir höfðanum stendur er þá nefndur útbær. Einnig er talað um Höfða og Hólanes í þessu samhengi. Upp frá ströndinni teygir sig gróið flat- lendi, en upp af því rís Spákonufellsborg sem gnæfir yfir sveitinni. Skagaströnd, eða Höfðahreppur, hefur dafnað á þessari öld sem sjávarútvegsbær. Annað kauptún tók forystuna í verslunarmálum hér- aðsins um síðustu aldamót, en leiðin til Blönduós er aðeins 21 kíló- metri. Með uppbyggingu hafnaraðstöðu á Skagaströnd er þar nú sem fyrr besta höfn við austanverðan Húnaflóa, og öflugur sjávarútvegur þaðan stundaður. Annars hefur byggðin undir Spákonufellshöfðanum bæði átt sér framfaraspretti og stöðnunartíma á þessari öld. Nú sem stendur horfa Skagstrendingar á blómatíma sem staðið hefur í rúman áratug, og líta björtum augum til framtíðar, ef undirstöðuatvinnuveg- urinn, sjávarútvegur fær að njóta sín. Sjóróðrar frá ströndinni Ströndin öll við austanverðan Húnaflóa, frá Laxá norðan Blönduóss og fram á Skaga, nefn- ist Skagaströnd. Nafnið festist hins vegar í tímans rás á verslun- arstaðinn á Höfða. Það má fara nærri um það að fiskur hefur verið dreginn úr Húnaflóa, allt frá því menn settust að á strönd- inni sem kennd er við Skaga. Veiðiaðferðir, tækni og bátar tóku litlum breytingum um aldir. Bátar voru til áflestum bæjum við sjóinn og þangað reynt að sækja björg í bú þegar kostur var. Á vorin var fyrst lagtfyrir hrognkels- in, sem ávallt eru viss í flóanum. Síðan var tekið til við þorskveið- ar, einkum er síldin gekk í Flóann um mitt sumar og sjórinn iðaði af Skagströnd séð frá þjóðveginum. Víkin, Höfðin og byggðin. 2-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.