Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1986, Page 10

Ægir - 01.01.1986, Page 10
SKAGASTRÖND ÞAR SEM SJÁVARÚTVEGUR ER UNDIRSTAÐA ALLS Eftir Sigurð Pétursson Skagaströnd, eða Höfðakaupstaður eins og staðurinn er einnig nefndur, stendur við austanverðan Húnaflóa, við vík undir kletta- höfða, sem nefnist Spákonufellshöfði. Höfðinn gengur í sjó fram og myndar skjól inni á víkinni fyrir norðanátt. Undir höfðanum er því aII- gott skipalægi, og var Skagaströnd aðalverslunarstaður við Húnaflóa allt frá miðöldum og fram á síðari hluta 19. aldar. Innar í víkinni gengur fram stutt nes og nefnist það Hólanes. Uppi af því er nú aðal- byggðin, oft kallaður innbær, en sá hluti byggðarinnar sem undir höfðanum stendur er þá nefndur útbær. Einnig er talað um Höfða og Hólanes í þessu samhengi. Upp frá ströndinni teygir sig gróið flat- lendi, en upp af því rís Spákonufellsborg sem gnæfir yfir sveitinni. Skagaströnd, eða Höfðahreppur, hefur dafnað á þessari öld sem sjávarútvegsbær. Annað kauptún tók forystuna í verslunarmálum hér- aðsins um síðustu aldamót, en leiðin til Blönduós er aðeins 21 kíló- metri. Með uppbyggingu hafnaraðstöðu á Skagaströnd er þar nú sem fyrr besta höfn við austanverðan Húnaflóa, og öflugur sjávarútvegur þaðan stundaður. Annars hefur byggðin undir Spákonufellshöfðanum bæði átt sér framfaraspretti og stöðnunartíma á þessari öld. Nú sem stendur horfa Skagstrendingar á blómatíma sem staðið hefur í rúman áratug, og líta björtum augum til framtíðar, ef undirstöðuatvinnuveg- urinn, sjávarútvegur fær að njóta sín. Sjóróðrar frá ströndinni Ströndin öll við austanverðan Húnaflóa, frá Laxá norðan Blönduóss og fram á Skaga, nefn- ist Skagaströnd. Nafnið festist hins vegar í tímans rás á verslun- arstaðinn á Höfða. Það má fara nærri um það að fiskur hefur verið dreginn úr Húnaflóa, allt frá því menn settust að á strönd- inni sem kennd er við Skaga. Veiðiaðferðir, tækni og bátar tóku litlum breytingum um aldir. Bátar voru til áflestum bæjum við sjóinn og þangað reynt að sækja björg í bú þegar kostur var. Á vorin var fyrst lagtfyrir hrognkels- in, sem ávallt eru viss í flóanum. Síðan var tekið til við þorskveið- ar, einkum er síldin gekk í Flóann um mitt sumar og sjórinn iðaði af Skagströnd séð frá þjóðveginum. Víkin, Höfðin og byggðin. 2-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.