Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 27
blanda af fínmöluðum kolum og vatni, auk þess sem bætt er í efna- samböndum sem koma í veg fyrir að koladuftið setjist til. Ástæðan fyrir því að þessi til- raun ergerð, ersú, að vonastertil að með því að brenna kolahræru í stað olíu megi spara verulega eldsneytiskostnað. Ef tilraunin gefur góða raun er líklegt að þessi háttur verði tekinn upp við ein- hverjar af hinum fimm verk- smiðjum S.R. Verksmiðjurnar brenna allar svartolíu, sem hækkað hefur mjög í verði undanfarin ár, hvað sem verður. Kol eru mun ódýrari en olía, en til þess að skipta yfir í þau, þyrfti að gera umfangsmiklar breytingar á verksmiðjunum sem kosta munu stórar upphæðir. Kolahræran er hins vegar á fljótandi formi, og því má nota geyma og leiðslur sem fyrireru. Kolahræran er mun ódýrari en svartolía miðað við orkueiningu. Hins vegar er hún þyngri og rúmfrekari en olían. Við tilraunina er settur upp nýr brennari, og ýmis tæki í kring- um vinnslurásina til að fylgj- ast með og mæla orkueyðslu, nýtingu hitans og gæði fram- leiðslunnar eftir bræðslu og þurrkun. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins mun starfa að mælingum ásamt starfsmönnum síldarverksmiðjanna. Niðurstaðan úr þessari tilraun getur verið mjög mikils virði, því orkunotkun S.R. eru um 25 þús. tonn af svartolíu á ári, en í öllum bræðslum landsins um 60 þús. tonn, svo sparnaður upp á 10% þýðir tugi milljóna á hverju ári. Hins vegar þarf að athuga alla þætti málsins, svo sem innkaup og flutninga á olíuhrærunni. En það má ætla að hagkvæmt yrði að framleiða kolahræruna hér á landi, ef hún yrði almennt notuð við bræðslu á loðnu og fiskúr- gangi. Þetta mun aðeins fram- tíðin geta sagt til um. Meltuvinnsla Það er fleira í undirbúningi í verksmiðjunni á Skagaströnd. Á annarri hæð verksmiðjunnar er unnið að því að setja upp búnað til meltuvinnslu. Standa vonir til að hún verði komin í gagnið á þessu ári. Meltuvinnslan verður þannig, að feitfiskur eða úrgangur hans er tekinn og látinn meltast í sýrulegi í tönkum í 2-3 daga. Meltunni er velt milli tankanna þennan tíma, en síðan er hún tilbúin til pökkunar beint, eða frekari vinnslu. Þá er hún þurrkuð í ofni verksmiðjunnar og seld þannig, allt eftir því sem kaupandinn óskar. Áætlað er að selja meltuna til skepnufóðurs fyrir loðdýr, eldis- fisk eða hefðbundin húsdýr. Það er því margt starfað í Síld- arverksmiðjunni á Skagaströnd þessa mánuðina, þó svo að reyk- urinn standi ekki út um reisu- legan strompinn á hverjum degi. Heimildarmenn: Jón Ingi Ingvarsson, verksmiðjustj., Geir Zoéga, yfirverkfræðingur og NT 26. nóv. 1985. Síldarverksmiðjan var reist á nýsköpunarárunum 1945—46. Nú fara þar fram til- raunir með brennslu á kolahræru og vinnstu á meltu úr fiskslógi. lón Ingi Ingvarsson verksmiðjustjóri með mjöl úr ofni verk- smiðjunnar. Mjölið smakkast vel. ÆGIR-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.