Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 46

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 46
Ef litið er til framtíðar fiskveiða og fiskvinnslu á öllum tegundum botnfiska, þá verður að taka á þessu máli af fullri alvöru því hvers virði verður þessi mikla auðlind þjóðarinnar í framtíð- inni, ef hún verður svo sýkt af hringormum að ekki verður mögulegt að framleiða gallalausa vöru úr íslenskum botnfiski? Vinnulaun og annar kostnaður við að tína orma úr fiski verður kominn langt upp fyrir það sem að fiskvinnslan þolir. Skaðvaldurinn, selurinn, sem allt frá landnámi hefur verið nýttur til fæðis og skæðis hefur nú um árabil vegna ytri aðstæðna fengið að lifa óáreittur við strendur landsins og stofninn stækkað mikið. Hefur þar einnig farið saman að byggð hefur lagst af á þeim slóðum þar sem aðal kæpingarstöðvarnar eru t.d. á Breiðafirði og við Húnaflóa. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að hringormur er um fjórum sinnum meiri í útsel en í landsel. Þannig virðist vera um 150 ormar í landsel og um 600ormar í útsel. Aætlað er að stærð selastofns- ins sé um 40 þúsund landselir og um 10 þúsund útselir. Það er einnig áætlað að land- seliréti um það bil 670 kgáári og útselurinn um 1.500 kg á ári. Þannig að arðrán selastofnsins á fiskstofnunum er á milli 40 og 50 þúsund tonn á ári. Það er augljóst mál að eitthvað raunhæft verður að gera til þess að við lendum ekki í alvarlegum ógöngum með þessi mál og að komast hjá frekari kostnaðarauka fiskvinnslunnar við að hreinsa hringorma úr fiski. Einnig verða útgerðarmenn að hafa í huga að meðan verið er að veiða fisk sem er sýktur af hring- ormi, þá er nýting fiskstofnanna lakari, því að lauslegar athuganir sem hafa verið gerðar, sýna að það er samhengi á milli fjölda orma í fiski og þyngdar fisksins miðað við lengd. 38-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.