Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 24
Frystitogarinn Örvar HU 21. Smídaður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1981-82, 498 brl. Gott verð fyrir góðan fisk Sjófrystur fiskur er besti fiskur sem býðst á mörkuðunum. Hann er í mun hærra verði en fiskur sem unnin er í landi. Þorskfiskurinn er flakaður og frystur, en feitfiskur- inn er heilfrystur. Skagstrend- ingur selur aflann úr Örvari til Englands og Japans. Flökin eru seld til Bretlands, til þarlends fyrirtækis sem síðan dreifir þeim, mest til veitinga- húsa. Flökin eru flutt út með flutningaskipinu ísbergi, sem Skagstrendingur á hlut í ásamt 8 öðrum aðilum. Það er OK h.f. sem gerir út ísberg. Yfirleitt lestar skipið einu sinni í mánuði á Skagaströnd. Salan á Bretlandsmarkaði hefur verið góð, og verðið verið verulega hærra en frystihúsin fá fyrir samskonar afurðir. Staða pundsins hefur þó sett nokkuð strik í reikninginn, er gengi þess var sem lægst. Það hefur hins vegar lagast nokkuð á ný síðustu mánuði. Karfi og grálúða eru seld til Japans. Fiskurinn er settur í frysti- gáma á Skagaströnd og Japanir kaupa hann við hafnarbakkann, en Eimskip flytur. Fiskurinn er seldur gegnum Asíufélagið (Asia- co), og hefur verðið verið nokkuð gott, yfirleitt hærra en á fisk- mörkuðum í Þýskalandi. Sölu- verðmæti afla Örvars var um 120 milljónir króna 1984, en verður eitthvað hærra á árinu 1985. Una glaðir við sitt Með tvö stór fiskiskip— skuttog- ara og frystitogara - ætla Skag- strendingar sér að halda sínum hlut í hinum takmarkaða þorsk- afla landsmanna. Einsogástatter í útgerðarmálum, má lítið út af bera, og menn telja sig góða, ef þeir geta staðið í skilum með skuldir sínar. Nú er í athugun að láta lengja Örvar. Þannig fengist betra sjóskip, auk þess sem betri vinnu- aðstaða skapaðist um borð, og meira rými fyrir áhöfnina. Ef af slíku verður gæti það orðið á seinni hluta næsta árs. Þá hafa heyrst fréttir af því að Skagstrend- ingur gæti hugsað sér að bjóða í einhverja af þeim togurum sem Fiskveiðasjóður hefur leysttil sín. Skagstrendingur h.f. hefur staðið sig í stykkinu. Þann tíma sem fyrirtækið hefur starfað, hafa orðið mikil umskipti í atvinnu- málum staðarins til hins betra. Vonandi tekst forráðamönnum útgerðarinnar að tryggja áfram- hald þess. Framkvæmdastjóri Skagstrendings frá upphafi hefur verið Sveinn Ingólfsson. Er hann einnig aðalheimildamaður að þessari grein ásamt Karli Bernd- sen stjórnarformanni félagsins. 16-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.