Ægir - 01.01.1986, Blaðsíða 24
Frystitogarinn Örvar HU 21. Smídaður hjá Slippstöðinni á Akureyri 1981-82, 498 brl.
Gott verð fyrir góðan fisk
Sjófrystur fiskur er besti fiskur
sem býðst á mörkuðunum. Hann
er í mun hærra verði en fiskur sem
unnin er í landi. Þorskfiskurinn er
flakaður og frystur, en feitfiskur-
inn er heilfrystur. Skagstrend-
ingur selur aflann úr Örvari til
Englands og Japans.
Flökin eru seld til Bretlands, til
þarlends fyrirtækis sem síðan
dreifir þeim, mest til veitinga-
húsa. Flökin eru flutt út með
flutningaskipinu ísbergi, sem
Skagstrendingur á hlut í ásamt 8
öðrum aðilum. Það er OK h.f.
sem gerir út ísberg. Yfirleitt lestar
skipið einu sinni í mánuði á
Skagaströnd.
Salan á Bretlandsmarkaði
hefur verið góð, og verðið verið
verulega hærra en frystihúsin fá
fyrir samskonar afurðir. Staða
pundsins hefur þó sett nokkuð
strik í reikninginn, er gengi þess
var sem lægst. Það hefur hins
vegar lagast nokkuð á ný síðustu
mánuði.
Karfi og grálúða eru seld til
Japans. Fiskurinn er settur í frysti-
gáma á Skagaströnd og Japanir
kaupa hann við hafnarbakkann,
en Eimskip flytur. Fiskurinn er
seldur gegnum Asíufélagið (Asia-
co), og hefur verðið verið nokkuð
gott, yfirleitt hærra en á fisk-
mörkuðum í Þýskalandi. Sölu-
verðmæti afla Örvars var um 120
milljónir króna 1984, en verður
eitthvað hærra á árinu 1985.
Una glaðir við sitt
Með tvö stór fiskiskip— skuttog-
ara og frystitogara - ætla Skag-
strendingar sér að halda sínum
hlut í hinum takmarkaða þorsk-
afla landsmanna. Einsogástatter
í útgerðarmálum, má lítið út af
bera, og menn telja sig góða, ef
þeir geta staðið í skilum með
skuldir sínar.
Nú er í athugun að láta lengja
Örvar. Þannig fengist betra
sjóskip, auk þess sem betri vinnu-
aðstaða skapaðist um borð, og
meira rými fyrir áhöfnina. Ef af
slíku verður gæti það orðið á
seinni hluta næsta árs. Þá hafa
heyrst fréttir af því að Skagstrend-
ingur gæti hugsað sér að bjóða í
einhverja af þeim togurum sem
Fiskveiðasjóður hefur leysttil sín.
Skagstrendingur h.f. hefur
staðið sig í stykkinu. Þann tíma
sem fyrirtækið hefur starfað, hafa
orðið mikil umskipti í atvinnu-
málum staðarins til hins betra.
Vonandi tekst forráðamönnum
útgerðarinnar að tryggja áfram-
hald þess. Framkvæmdastjóri
Skagstrendings frá upphafi hefur
verið Sveinn Ingólfsson. Er hann
einnig aðalheimildamaður að
þessari grein ásamt Karli Bernd-
sen stjórnarformanni félagsins.
16-ÆGIR