Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1986, Side 28

Ægir - 01.01.1986, Side 28
Rækjuvinnslan h.f. Skagaströnd Rækjuvinnslan á Skagaströnd var stofnuð árið 1972. Stofnandi var Guðmundur Lárusson bygg- ingameistari, sem víða kom við í atvinnumálum Skagastrandar á áttunda áratugnum. Guðmundur byggði upp fyrirtækið af myndar- skap og stjórnaði því fram til árs- ins 1977. Þá tók við fram- kvæmdastjórn Jón Jónsson, en hann var stjórnarformaður fyrir- tækisins frá upphafi. Hluthafar eru 9, 8 einstaklingar og Hólanes h.f. Mest af því sem hér fer á eftir er fengið frá framkvæmdastjóra vinnslunnar. Áður en Rækjuvinnslan var stofnuð hafði rækja nokkuð verið unnin á Skagaströnd með hand- pillun. Ekki var þar um mikinn rekstur að ræða. En við stofnun Rækjuvinnslunnar voru settar upp vélar til að skelfletta rækj- una. Nú eru vélarnar orðnar þrjár, og afkastagetan 7-10 tonn á dag. Rækjuvinnslan flutti í nýtt og glæsilegt verksmiðjuhús. haustið 1975, og er aðstaða öll þartil mikillar fyrirmyndar, bæði varðandi aðbúnað starfsfólks og meðferð hráefnis. Flóarækja Fyrstu árin var einungis um að ræða vinnslu á rækju úr Húna- flóa, og hafa oftast 4-6 bátar stundað þær veiðar frá Skaga- strönd. Hlutur Rækjuvinnslunnar af heildarveiðinni í Flóanum hefur verið um 22% allt frá því um 1975. Staðirnir við vestan- verðan flóann — Hólmavík og Drangsnes - hafa um helmingin, en Blönduós og Hvammstangi skipta hinum helmingnum á milli sín með Skagströnd. í haust stunda 26-28 bátar veiðarnar við Húnaflóa, þar af 4 frá Skaga- strönd. Veiðarnar hafa gengið mjög vel það sem af er vertíðinni. Ekki er búið að ákveða aflamark ver- tíðarinnar, en á síðustu vertíð 1984—1985 voru veidd 3000 tonn af rækju úr flóanum. Úthafsrækja Frá árinu 1978 hafa veiðar á úthafsrækju sífellt verið að auk- ast. Hámarki náðu þær árið 1984, en á síðasta ári drógust veiðarnar nokkuð saman aftur. Var þar um að kenna miklu gæftaleysi fyrir Norðurlandi í sumar, en veiðisvæði úthafsrækj- unnar nær allt frá Horni og austur fyrir Kolbeinsey. Síðastl iðið sumar bárust til Skagastrandar rúm 200 tonn af úthafsrækju, en um 500 tonn árið 1984. Sam- drátturinn var því verulegur. Sex bátar lögðu upp hjá Rækjuvinnsl- unni þegar flest var í sumar, en auk þess lönduðu fleiri bátar í ígripum. Heimabátar voru 3, en aðrir komu að, mest frá Suður- nesjum. Vinnsla rækju hefur aukist mjög síðasta áratug. Árið 1975 voru unnin 289 tonn á Skaga- strönd, næstu árin voru það milli 500 og 600 tonn, en frá árinu 1982 jókst aflinn upp í 952 tonn árið 1984. Það er þreföldun frá því fyrir einum áratug. Á síðasta ári gaf flóarækjan um 800 tonn, þar af 311 tonn í haust, en úthafsrækjan aðeins 200 tonn. Nóg vinna var því í verksmiðj- unni í vor og haust, en í sumar barst of lítið hráefni. Starfsmenn Rækjuvinnslunnareru um 20. Selja sjálfir Sala á rækju hefur gengið vel Úr Rækjuvinnslunni á Skagaströnd: jón Jónsson framkvæmdastjóri og stúlkurnar. 20-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.