Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1986, Page 12

Ægir - 01.01.1986, Page 12
Síldarsöltun hófst á Skaga- strönd 1936 og var saltað fyrstu árin frá 5 og upp í 8 þúsund tunnur. Hleypti þetta fjörkipp í kauptúnið og atvinna og mannlíf varð með frískara móti. Mesta síldarárið var 1942 en þá voru saltaðar á vegum Gísla Vilhjáms- sonar 18 þúsund tunnur, en hann var stærstur saltenda-á Skaga- strönd. Sigurður Ólafsson skip- stjóri leigði bryggjuplanið um tíma og var einnig stór. Þessir tveir voru sagðir í góðum sam- böndum við Svía. Þá var saltað á vegum Kaupfélags Skagstrend- inga og fleiri aðila. Getið er um allsérstæða framleiðslu á Skaga- strönd þessi ár, er Ole Amunds- sen bjó til fóðurkökur úr síldar- úrgangi og seldi bændum til skepnufóðurs með góðum ár- angri. Hann starfrækti einnig lifr- arbræðslu. Söltunartíminn stóð í áratug á Skagaströnd, en þá fóru síldarleysisár í hönd. Þá höfðu líka gerst meiri tíðindi er settu mark sitt á byggðina næstu tvo áratugi. Nýsköpun — síldarverksmiðja Nýsköpunarstjórnin sem mynduð var 1944 ásetti sér að byggja upp atvinnuvegi landsins með nýjum og stórvirkari atvinnu- tækjum en áður þekktust. Til þess hafði hún sjóði stríðsáranna að ganga í. Eitt af því sem nýsköpunin setti í sínar áætlanir var að reisa nýtískulegan stórbæ á Skagaströnd. Gerðar voru áætl- anir um uppbyggingu atvinnu- tækja og skipulagsuppdráttur af 5 þúsund manna byggð. íbúar á Skagaströnd voru 280 árið 1940, svo hér var ekki lagt í neitt lítið. Fyrsta stórframkvæmdin í þessa átt var bygging síldarverk- smiðju árin 1945—46. Var hún einhver fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar hér á landi og gat brætt 6-7 þúsund mál síldar á Lengi vel gerðust engin síld- arævintýri á Skagaströnd. Sjó- menn veiddu síld í beitu með góðum árangri, og geymdu í íshúsum fram eftir hausti, en síld var ekki söltuð á Skagaströnd vegna hafnleysis. Uppgrip í síld- arsöltun voru hins vegar hinum megin við flóann, norður á Ströndum í Ingólfsfirði, Norður- firði og á Djúpuvík. Skagaströnd átti þó eftir að lifa sín ævintýr. Þau byrjuðu með höfninni. Hafnargerðin hófst 1934. Gerður var 170 metra langur garður úr landi innan við Spákonufellshöfðann og út í eyju þar fram undan sem einnig var nefnd eftir Spákonufelli. Eyjan var sprengd niður og fékkst þannigágæt uppfylling í höfnina. Næstu ár var áfram unnið við höfnina; hafnargarðurinn var lengdur og styrktur, byggðar bryggjur, lögð vatnsleiðsla út á uppfyllinguna og komið þar upp síldarsöltunarplani og geymslu- húsi. Unnið var meira og minna við hafnargerðina á hverju sumri í 6 ár, eða allt til 1939. ínnbærínn uppi af Hólanesi. Spákonufellsborg, 646 metra há, gnæfir yfir bæinn. 4-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.