Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 6
45. FISKIÞING » 45. FISKIÞING « 45. FISKIÞING
Porsteinn Gíslason, fiskimálastjóri:
SKYRSLA
til Fiskiþings 1986
um starfsárið 1985-1986
Skýrsla mín til Fiskiþings
verður í megin máli svipuð þeirri
sem ég lagði fyrir 44. Fiskiþing
um starfsemi félagsins á árinu,
framgang mála seinasta Fiski-
þings og starfsemi einstakra
deilda.
í upphafi vil ég geta þess að20.
febrúar s.l. voru liðin 75 ár frá
stofnun Fiskifélags íslands.
Afmælisins var minnst á ánægju-
legan hátt. Haldinn var fundur í
stjórn félagsins og að honum
loknum komu saman til kaffi-
drykkju í húsakynnum félagsins
stjórn og starfsfólk ásamt mörgum
eldri Fiskifélags- og forvígis-
mönnum í íslenskum sjávarút-
vegi.
Þessa merka áfanga var
minnst, gömul og góð kynni
endurnýjuð, litið yfir farinn veg
og atvik ryfjuð upp, því margt
hefur á daga félagsins drifið á
þessari löngu leið.
í stjórn félagsins voru haldnir 7
fundir á árinu. Mörg mál voru
tekin fyrir og afgreidd.
Erindrekar, stjórnar- og starfs-
menn hinna ýmsu deilda ferðuð-
ust vítt um landið, sóttu fundi og
þing fiskideilda og fjórðungssam-
banda, veittu aðstoð og kynntu
starfsemi Fiskifélagsins. Víða
kemur fram vaxandi áhugi og
árangur í félagsmálastarfinu.
Eins og áður tóku stjórnar- og
starfsmenn félagsins þátt í
stjórnar- og nefndarstarfsemi þar
sem Fiskifélagið á aðild að og þar
sem óskað var eftir þátttöku
félagsins, auk funda með nefnd-
um Alþingis, sjávarútvegsráðu-
neytinu og öðrum ráðuneytum.
Starfs- og stjórnarmenn tóku þátt
í ráðstefnum og fundum erlendis
í samningagerð, og þar sem
fjallað var um stjórnunar-, fisk-
veiði- og tæknimál sjávarútvegs-
ins. Fyrirgreiðsla og upplýsinga-
miðlun var veitterlendumaðilum
tengdum sjávarútvegi, tekið á
móti og skipulagðar heimsóknir
útlendinga og þeir aðstoðaðir á
ýmsan hátt.
Samþykktum og tillögum 44.
Fiskiþings ásamt málum, sem
vísað var til stjórnar var fylgt fast
eftir og komið á framfæri.
Stjómun fiskveiða 1986
í tillögum seinasta Fiskiþings
var í megindráttum samþykkt
framkomið frumvarp um stjórn
fiskveiða. Við gerð laga var veru-
lega komið til móts við óskir
Fiskiþings um breytingar á frum-
varpinu, þó voru ekki allir
ánægðir með leiðréttingu sem var
gerð á misvægi meðaltalskvóta
sóknarmarkstogara á norður og
suðursvæði. 19. desember voru
samþykkt á Alþingi lög nr. 97/
1985 um stjórn fiskveiða 1986-
1987.
Megin breyting með þessuni
lögum var sú að í þeim eru
ákveðnar helstu reglur um stjórn
fiskveiða næstu tvö árin, svo sem
úthlutun afla, val milli afla- og
sóknarmarks og framsal afla-
706 -ÆCIR