Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 6
45. FISKIÞING » 45. FISKIÞING « 45. FISKIÞING Porsteinn Gíslason, fiskimálastjóri: SKYRSLA til Fiskiþings 1986 um starfsárið 1985-1986 Skýrsla mín til Fiskiþings verður í megin máli svipuð þeirri sem ég lagði fyrir 44. Fiskiþing um starfsemi félagsins á árinu, framgang mála seinasta Fiski- þings og starfsemi einstakra deilda. í upphafi vil ég geta þess að20. febrúar s.l. voru liðin 75 ár frá stofnun Fiskifélags íslands. Afmælisins var minnst á ánægju- legan hátt. Haldinn var fundur í stjórn félagsins og að honum loknum komu saman til kaffi- drykkju í húsakynnum félagsins stjórn og starfsfólk ásamt mörgum eldri Fiskifélags- og forvígis- mönnum í íslenskum sjávarút- vegi. Þessa merka áfanga var minnst, gömul og góð kynni endurnýjuð, litið yfir farinn veg og atvik ryfjuð upp, því margt hefur á daga félagsins drifið á þessari löngu leið. í stjórn félagsins voru haldnir 7 fundir á árinu. Mörg mál voru tekin fyrir og afgreidd. Erindrekar, stjórnar- og starfs- menn hinna ýmsu deilda ferðuð- ust vítt um landið, sóttu fundi og þing fiskideilda og fjórðungssam- banda, veittu aðstoð og kynntu starfsemi Fiskifélagsins. Víða kemur fram vaxandi áhugi og árangur í félagsmálastarfinu. Eins og áður tóku stjórnar- og starfsmenn félagsins þátt í stjórnar- og nefndarstarfsemi þar sem Fiskifélagið á aðild að og þar sem óskað var eftir þátttöku félagsins, auk funda með nefnd- um Alþingis, sjávarútvegsráðu- neytinu og öðrum ráðuneytum. Starfs- og stjórnarmenn tóku þátt í ráðstefnum og fundum erlendis í samningagerð, og þar sem fjallað var um stjórnunar-, fisk- veiði- og tæknimál sjávarútvegs- ins. Fyrirgreiðsla og upplýsinga- miðlun var veitterlendumaðilum tengdum sjávarútvegi, tekið á móti og skipulagðar heimsóknir útlendinga og þeir aðstoðaðir á ýmsan hátt. Samþykktum og tillögum 44. Fiskiþings ásamt málum, sem vísað var til stjórnar var fylgt fast eftir og komið á framfæri. Stjómun fiskveiða 1986 í tillögum seinasta Fiskiþings var í megindráttum samþykkt framkomið frumvarp um stjórn fiskveiða. Við gerð laga var veru- lega komið til móts við óskir Fiskiþings um breytingar á frum- varpinu, þó voru ekki allir ánægðir með leiðréttingu sem var gerð á misvægi meðaltalskvóta sóknarmarkstogara á norður og suðursvæði. 19. desember voru samþykkt á Alþingi lög nr. 97/ 1985 um stjórn fiskveiða 1986- 1987. Megin breyting með þessuni lögum var sú að í þeim eru ákveðnar helstu reglur um stjórn fiskveiða næstu tvö árin, svo sem úthlutun afla, val milli afla- og sóknarmarks og framsal afla- 706 -ÆCIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.