Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 9
Sjávarútvegsráðuneytið hefur falið fræðsludeild Fiskifélagsins að sjá um daglegan rekstur og hafa umsjón með bátnum og öllum fjárreiðum hans. Nokkur reynsla er nú komin á starfsemi bátsins sem hefur reynst í alla staði mjög vel. S.l. vor fór báturinn um Norður-, Vestur- og Suðurland og farið var í kennslu- róðra með nemendur í sjóvinnu- deildum grunnskólanna. í haust hefur báturinn farið í yfir 20 kennslu- og kynnisferðir með nemendur úr sjóvinnudeildum á Suðvesturlandi. Verið er að undirbúa samskonar ferðir á Aust- urlandi og mun báturinn síðan fara aftur um Norður- og Vestur- land. Á þessu ári hefur bátuinn einnig farið fjölmargar rannsókn- arferðir. T.d. var hann í krabba- leit í ágústmánuði í Breiðafirði og norðanverðum Faxaflóa. í Ijós hefur komið að báturinn annar ekki öllum þeim verk- efnum sem honum voru ætluð, og eftirspurnin eftir honum til kennslu það mikil, að í þau verk- efni ein þyrfti ef vel væri, allan tíma bátsins. Það er því Ijóst að hafin er barátta fyrir því, að eign- ast bát, sem eingöngu yrði not- aður sem kennsluskip. Enda lífið lítils virði baráttulaust, segir í skýrslu fræðsludeildar. En þrátt fyrir það er tilkoma þessa báts öllum, sem við sjó- vinnufræðslu starfa, mikið fagn- aðarefni. Báturinn mun gjör- breyta allri aðstöðu þessarar námsgreinar sem hefur reynst mörgum unglingum gott innlegg í undirbúningi undir lífið, og öðrum hvati til meiri menntunar síðar, í stýrimannaskólum. Tæknideild Starfsemi tæknideildar eru gerð skil í sérstakri skýrslu, sem fyrir þinginu liggur. Af stærri verkefnum má nefnafyrirhugaðar kúfisktilraunaveiðar. í síðustu skýrslu var gerð grein fyrir upp- hafi þessa verkefnis, og frum- vinnu vegna fyrirhugaðra breyt- inga á Önnu SH 122. Um ára- mótin síðustu hófst undirbún- ingur að breytingum á áður- nefndu skipi fyrir alvöru og hefur tæknideild haft yfirumsjón með gerð útboðsgagna og eftirliti með breytingum. Um miðjan febrúar var verkið boðið út og tilboð opnuð í byrjun mars. Af ýmsum ástæðum var framkvæmdum slegið á frest og hófust ekki fy rr en síðla sumars og er nú að Ijúka. Annar þáttur þessa verkefnis eru orku- og veiðitæknilegar mælingar um borð í Önnu SH, þegar tilraunaveiðar hefjast, þannig að sem gleggst mynd fáist af tæknilegri hlið þessa veiði- skapar við okkar aðstæður. Slíkar upplýsingar ættu að nýtast varð- andi frekari breytingar a skipum og nýbyggingar, ef jákvæð reynsla fæst af þessum veiðiskap. í tengslum við fyrirhugaðar mæl- ingar hefur verið lögð talsverð vinna í smíði ýmissa mælitækja, en mælingar þessar verða um- fangsmeiri en áður hafa verið gerðar samtímis í einu skipi af hálfu tæknideildar. Á orkusviðinu hefur ýmsum beiðnum um mælingar og orku- hagkvæmnisathuganir verið sinnt, en skiljanlega hefur dregið úr starfsemi á því sviði frá því sem verið hefurá undanförnum árum. Á síðasta Fiskiþingi var sam- þykkt tillaga þess efnis, að fela tæknideildinni að gera sem fyrst úttekt á aldursdreifingu íslenskra fiskiskipa og þeim endurbótum sem á þeim hafa verið gerðar. í apríl sendi tæknideild frá sér skýrslu, sem veitir að talsverðu leyti svör við því sem fram kemur í samþykktinni. Skýrsla þessi var unnin fyrir sjávarútvegsráðu- neytið í samræmi við beiðni sem þaðan barst, og var síðan kynnt á stjórnarfundi Fiskifélagsins. Tæknideild hefur unnið frekar að þessu verkefni, þ.e. úttekt á fiski- skipaflotanum, þar sem lögð er ÆGIR- 709
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.