Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 31
til að auka tekjur af sama afla eru
einnig vel þekktar. Þar má nefna
vinnslubúnað til frystingar og
vinnslu afla, tanka og aðstöðu til
framleiðslu slógmeltu, aðgerðir
sem miða að bættri meðferð og
geymslu afla o.s.frv. Þessarbreyt-
ingar á skipum eru eðlileg afleið-
ing þeirra aflatakmarkana sem
hér eru, því þessar breytingar eru
eina leiðin til vaxtar núverandi
fyrirtækja í sjávarútvegi sem
útgerðarmenn sjá.
Með reglugerðarákvæðum er
kveðið á um að ef eitt skip fer úr
flotanum er réttur til að taka
annað skip jafnstórt inn í staðinn.
Þessa reglu verður að hafa til að
sporna við frekari fjölgun skipa.
Hins vegar á að rýmka þessar
reglur hvað varðar stærð skipa, á
þann hátt, að þeir sem endurnýja
skip hafi möguleika til að fá hag-
kvæmari skip, til að ná aflamarki
sínu með minni tilkostnaði. En
um leið er hægt að fullnægja
kröfum um aðbúnað áhafnar og
vinnuaðstöðu á þeim skipum.
Þetta getur þýtt að skipin stækki
án þess að þau fái meira afla-
mark.
Mestur hluti stærri fiskibáta er
eldri en tuttugu ára. Á þeim tíma
sem þau voru smíðuð og næstu ár
á eftir urðu miklar sveiflur á stærð
fiskibáta. Þóttu þetta góð skip á
þeim tíma og var mikil framþróun
í útgerð, afla, aðbúnaði ogöryggi
áhafnar. Hins vegar orkar það
tvímælis, hvort margar þær end-
urbætur sem þegar hafa verið
gerðar á þessum skipum upp á
síðkastið séu réttlætanlegar,
vegna aldurs skipanna og kostn-
aðar breytinganna. En vegna
þröngra reglugerðarákvæða um
stærðarmörk sé skipt um skip
hefur útgerðarmaður ekki getað
valið hagkvæmasta kost hverju
sinni. Ásama háttverðurað lítaá
stöðu togaraflotans, hvort viða-
miklar og kostnaðarsamar breyt-
ingar séú í raun hagkvæmari en
ný skip.
Af framansögðu má Ijóst vera,
að ekki verður komist hjá því að
endurnýja stóran hluta bátaflot-
ans með nýjum bátum og tel ég
það skynsamlegra en að endur-
smíða bátana að stórum hluta.
íslendingar þurfa að hafa rekstrar-
lega hagkvæm og góð skip til að
sækja fiskinn í greipar Ægis.
Úrelding gamalla og óhag-
kvæmra skipa þarf því að vera í
gangi ásamt sífelldri endur-
skoðun á fiskiskipaþörf lands-
manna. Þess vegna þarf að skapa
íslenskum skipasmíðastöðvum
samkeppnisaðstöðu á við erlend-
ar skipasmíðastöðvar. Égfullyrði
að íslenskir skipasmiðir smíða
sterkari skip með betri búnaði og
meira í samræmi við íslenskar
aðstæður en erlendar stöðvar.
MERMAID
bátavélar
70-250 ha.
til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.
Gott verð og greiðsluskilmálar.
VÉLORKAHF.
Grandagarði 3-121 Reykjavík
Símar 91-62-12-22, 91-10773.
ÆGIR - 731