Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 34

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 34
Björn Pétursson: STJÓRNUN FISKVEIÐA Tillögur til Fiskiþings Frá Sambandi fiskideilda á Vesturlandi: 1. Vegna breytinga á sjóðakerfi sjávarútvegsins, hefur nú berlega komið í Ijós afleiðing mismun- unar kvótakerfisins á landshlut- ana. Einkum kemur þetta illa niður á fiskvinnslu og útgerð í einstökum byggðalögum. Nauðsynlegt er að jafna meira, einkum heimildir til þorskveiða og kanna m.a. hvort verðmæta- kvóti mundi einhverju um breyta. 2. Áréttað verði að stærð minni báta, sem hafa sameiginlegan kvóta verði miðuð við 12 brl. 3. Mælt er með því að kvóta- kerfið sem nú gildir skv. lögum frá 1985 verði lagt niður þegar lögin falla úr gildi. Tíminn þangað til verði notaður til að undirbúa og móta nýtt og betra stjórnkerfi. Frá Fjórdungsþingi fiski- deildanna á Vestfjörðum: 46. Fjórðungsþing Fiskideild- anna á Vestfjörðum haldið á Isa- firði 18. október 1986 lýsir algjörri andstöðu við fram- komnar hugmyndir um framleng- ingu gildandi laga um stjórnun fiskveiða til ársins 1990. Núverandi kvótakerfi var sett á sem neyðarráðstöfun þegar þorskstofninn var í lægð og nauð- synlegt var talið að takmarka ársaflann af þorski við 200 þús. lestir. Við breyttar aðstæður telur þingið nauðsynlegt að stefnt sé að því að vinna sig út úr þessu kerfi og leggur áherslu á að fiskveiði- stefnan á næstu árum gegni því þríþætta hlutverki að tryggja æskilega sókn í einstaka fisk- stofna, atvinnuöryggi fiskvinnslu- fólks og jafnt framboð á helstu fiskmörkuðum okkar. Algjör upp- stokkun á núverandi kvótakerfi er forsenda þess að hægt sé að ná þessum þremur meginmarkmið- um. Frá fjórðungsþingi fiskideildanna í Norðlendingafjórðungi: Lagt er til að núverandi fisk- veiðireglur gildi fyrir 1987 og 1988 að öðru leyti en því, að sóknarmark báta afstærðinni 20- 50 lestir verði í tvennu lagi, þar sem um óeðlilega stórt bil er að ræða. Tillaga er um að 20-35 lesta bátar hafi 210 tonn og 36- 50 lesta bátar 280 tonn. Frá Fjórðungsþingi Fiski- deildanna á Austfjörðum: Fjórðungsþing fiskideild- anna á Austfjörðum halJið á Djúpavogi 19. og 20. septem- ber 1986 lýsir yfir stuðningi við þá fiskveiðistefnu sem í gildi er. Við teljum ekki ástæðu til breyt- inga að svo stöddu, enda leggjum við áherslu á að eftirlit með smáfiskadrápi og löndun úr fiski- skipum heima og erlendis verði hert. Frá Fiskideild Vestmannaeyja: Fundur i Fiskideild Vest- mannaeyja haldinn 1. nóvember 1986 beinir eftirfarandi tillögu til Fiskiþings 1986: Svæðaskipting á sóknarmarks- skipum verði felld niður árið 1987. Greinargerð: Öll skip sömu tegundar hafa sama sóknardaga- fjölda, og því óeðlilegt að skerða möguleika sumra frekar, ein- göngu vegna þess hvar þeir eru búsettir. Frá Fjórðungsþingi Fiskideilda í Sunnlendingafjórðungi: A. Fjórðungsþing Sunnlend- inga álítur að ekki sé ástæða til mikillar endurskoðunar um sinn á núgildandi lögum sem gilda til ársloka 1987 um stjórnun fisk- veiða, en vill benda á nauðsyn leiðréttingar á óréttlæti sem birtist í mismunandi þorskaflahámarks skipa eftir landshlutum, þ.e.a.s. 734 -ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.