Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 28
núverandi aðstæður er ódýrara
að keyra Ijósavélar heldur en taka
landrafmagn.
í þessari athugun LÍÚ og SÍR
kom í Ijós að gjaldskrár hafna
geta verið mjög mismunandi,
sem þyrfti að athuga nánar. En
hver skyldi þessi raforkukostnað-
ur vera til stóriðjunnar og annarra
kaupenda raforku? Samkvæmt
upplýsingum, sem ég hef aflað
mér þá greiðir Álverið í Straums-
vík um 52 aura fyrir kílówatt-
stundina og Járnblendiverk-
smiðjan við Grundartanga greiðir
aðeins 27 aura fyrir kílówatt-
stundina. Til frekari samanburðar
má geta þess að almenningsveit-
urnar, sem kaupa raforku í heild-
sölu af Landsvirkjun greiða 1,25
kr. fyrir kílówattstundina. Hér er
því enginn smámismunur á þeim
kjörum, sem einstakir kaupendur
njóta.
Eflaust eru réttmætar skýringar
á því að eðlilegt sé að einhver
mismunureigi að vera milli aðila.
Við þekkjum sum rök fyrir því úr
daglegri umræðu, svo sem að hér
sé um stóra aðila að ræða, taka
verði mið af heimsmarkaðsverði
í orkuverði til iðjuveranna ogþau
nýti orkuna betur en aðrir aðilar í
þjóðfélaginu. Það er engin ástæða
til að véfengja slík rök sérstak-
lega. í þessu sambandi má t.d.
nefna að ef Álverið sæti við sama
borð og almenningsveiturnar, þá
myndi verð til þess vera um 26%
lægra en til almenningsveitn-
anna, einmitt vegna betri nýting-
ar á raforkunni. Á móti kemur
samt sem áður sú spurning, hvort
eðlilegt sé að þessi raforkuverð-
munur sé eins mikill og raun ber
vitni t.d. er hvorki meira né
minna en um 930% munur á því
verði sem Járnblendiverksmiðjan
á Grundartanga greiðir og því
verði, sem sjávarútvegsfyrirtækin
greiða að meðaltali.
Þetta er hér sett fram ti I þess að
gefa vísbendingu um hversu orku-
taxtinn spannar breytt verðbil.
Jafnframt undirstrikar þessi verð-
m u n u r m i ki I vægi þess að orkutaxt-
ar, sem nú eru í gildi verði teknir
til endurskoðunar og þeir leið-
réttir þannig að í þeim endur-
speglist hagur.allra, en ekki fárra.
Til þess að þetta nái fram að
ganga þarf sjávarútvegurinn að
þrýsta á stjórnvöld uni breytingar
og krefja þau um endurskoðun
þessara mála, þannig að réttlátari
kostnaðarskipting fáist.
í nefndarál iti iðnaðarráðu-
neytsins kemur einnig fram að
raforka til húshitunar hækki
raforkutil iðnaðar ogfiskvinnslu.
Á sama tíma er orkan seld frá
Landsvirkjun á 30% hærra verði
umfram kostnaðarverð. Hérerað
sjálfsögðu mál, sem stjórnvöld
verða að leysa. Það getur ekki
verið hlutverk atvinnulífsins að
bera þennan kostnað; Landsvirkj-
un verður allt eins að taka það á
sig. En hér er enn eitt dæmið um
misræmið sem er í verðlagningu
raforkunar.
Árið 1982 voru afnumdar verð-
lagshömlur á Landsvirkjun, og
síðan hefur stjórn fyrirtækisins
ákveðið verð til almenningsraf-
veitna með tilliti til arðgjafar og
að fenginni umsögn Þjóðhags-
stofnunar. Þetta upplýsir
Jóhannes Norðdal Seðlabanka-
stjóri í skýrslu, sem hann flutti á
aðalfundi Landsvirkjunar á þessu
ári. Þetta hefur nú leitt m.a. til
betri afkomu fyrirtækisins og skil-
aði það í hreinan hagnað um 253
milljónum króna árið 1985.
Það er að sjálfsögðu mikilvægt
að orkufyrirtækin í landinu sýni
góða afkomu. Enda kom það
fram í ræðu Seðlabankastjóra að
batnandi afkoma Landsvirkjunar
myndi skila sér í lækkandi raf-
orkuverði á næstu árum. í ræðu
sinni sagði Seðlabankastjóri m.a.
að til þess að nýta bætta afkomu
komi einkum þrennt til greina: í
fyrsta lagi lækkun raforkuverðs til
almennings, í öðru lagi endur-
greiðslur erlendra skulda og bætt
efnahagsstaða Landsvirkjunar
þar með, og í þriðja lagi að greiða
eignaraðilum arð.
í þessu sambandi tiltók hann
tvö dæmi. í fyrra dæminu reikn-
aði hann með 5-6% arðgjöf eigin-
fjár að meðaltali, sem nægir til
þess að hægt sé að greiða niður
allar skuldir fyrirtækisins á næstu
fimmtán árum, þrátt fyrir svigrúm
til að lækka raunverð raforku til
almennings um 3% að meðaltali
á ári þannig að það verði um
aldamótin um þriðjungi lægraen
í dag. Auk þess að greiða eig-
endum arð er nemi 6% af endur-
metnu stofnframlagi á ári.
í öðru dæmi, sem Seðlabanka-
stjóri gat um kom fram aðef meg-
ináhersla yrði lögð á lækkun raf-
orkuverðs, t.d. 5% lækkun á ári,
myndi lækkun jafngilda rúmlega
helmings lækkun á raunverði á
orku til aldamóta, en mun minna
svigrúm yrði til að bæta eiginfjár-
stöðu fyrirtækisins. í þessu dæmi
gat Seðlabankastjóri þess að
miðað við þetta dæmi yrði arð-
gjöf um 3% að meðaltali, en þó
væri svigrúm tii þess að lækka
hlutfall skulda af heildareignum
úr tveimur þriðju í einn þriðja.
Þessi dæmi Seðlabankastjóra eru
einmitt talandi dæmi um málefni,
þar sem atvinnulífið á að beita
áhrifum sínum til að hafa áhrif á
verðlagningu raforku í landinu.
Er eðlilegt að Landsvirkjun verði
skuldlaust fyrirtæki um næstu
aldamót þ.e. eftir fjórtán ár? Jafn-
framt eru þessi dæmi ágætis sýn-
ishorn um það hversu marg-
háttuð og flókin umræða um
verðlagsmál raforku er, og ég gat
um í upphafi máls míns. Það
nægir ekki að einblína á raforku-
taxtana, heldurverðuraðtengjast
umræðunni niðurgreiðslur lána,
728 - ÆGIR