Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 8
sölu saltsíldar í upphafi samn-
ingaviðræðna við Rússa hafa nú
tekist samningar um sölu á 200
þús. tunnum af heilsaltaðri síld á
verði sem telja verður viðhlítan-
legt.
Eins og áður hefur orðið nokk-
ur breyting á verði erlendra gjald-
miðla og ísl. krónum. USD hefur
lækkað úr kr. 42.00 í janúar s.l. í
kr. 40.84, 31. október eða um
2,8%, GBP úr kr. 60.449 í kr.
58.371 eða 3,5% aftur hefur
DEM hækkað úr kr. 17.0923 í kr.
19.7727 eða um 15%.
Nokkrar verðlagshækkanir
hafa orðið hjá okkur en hvort þær
ná því langþráða marki að verða
mældar í eins stafs tölu á þessu ári
læt ég ósagt um en mikils er
umvert fyrir allan atvinnurekstur
sem og þjóðlíf allt að verðlag geti
orðið stöðugt.
Hvað ytri aðstæður snertir,
markaðsverð og aflaföng má
segja að hægt sé að horfa nokkuð
björtum augum til framtíðarinnar
en þó ber þann skugga á að fisk-
vinnslan á í erfiðleikum sem
brýna þörf ber til að bæta.
Væntum við að svo muni takast
með sameiginlegu átaki.
Útgáfu- og frædslumál
Útgáfa Ægis og Sjómanna-
almanaksins var með sama sniði
og á liðnum árum en Sjómanna-
almanakið er nú sett í tölvu Fiski-
félagsins og sent þaðan beint í
prentsmiðju.
Skýrslur um útgerð og afla-
brögð svo og um rekstur fiski-
skipaflotans voru að venju gefnar
út í bókaformi.
Fyrir þinginu liggur all ítarleg
skýrsla fræðsludeildar Fiskifé-
lagsins.
Meginverkefni deildarinnar
hafa sem fyrr verið almenn skipu-
lagning sjóvinnunáms, eftirlit og
leiðbeiningar um framkvæmd
kennslunnar.
Deildin hafði umsjón og eftirlit
með smíði skólabátsins „Mímis
RE-3", sem afhentur var kaup-
endum í desember s.l. Með til-
komu bátsins hafa ný og tímafrek
verkefni bæst á starfsmann
fræðsludeildar, sem er fram-
kvæmdastjórn með útgerð báts-
ins og umsjón með öllum fjár-
reiðum hans.
Á yfirstandandi skólaári verður
sjóvinnukennsla í jafnmörgum
skólum og s.l. ár, eða 37, en
nemendur eru heldur fleiri, rúm-
lega 300. í skýrslunni kemur m.a.
fram að kennaranámskeið var
haldið s.l. sumar með allgóðri
þátttöku, og strax á næsta ári er
annað námskeið fyrirhugað.
Upplag af kennslugögnum í
sjóvinnu I. og II. hluta, er á þrot-
um og er undirbúningur hafinn
að nýrri útgáfu. Þá er í prentun
fjórða útgáfa af „Byrjendabók í
siglingafræði". í haust vargefin út
hjá félaginu kennslubæklingur
um „Stöðugleika skipa".
Eins og áður hefur komið fram
er verkleg sjóvinna og siglinga-
fræði valgrein í grunnskólum
víða um land, og hefur verið um
all margra ára skeið. Fiskifélag
íslands hefur frá upphafi haft
umsjón með þessu námi.
Reynsla af þessu námi hefur
verið afburðagóð. Fjölmargir
nemendur komast þarna í kynni
við námsefni, sem höfðar beint til
þeirra, og tengist þeirra framtíð-
aráformum um ævistarf. Aðrir
fara út í lífið í hin ýmsu störf, með
kunnáttu og þekkingu á þessum
undirstöðuatvinnuvegi sem getur
nýst þeim víða, og þeir hefðu ella
ekki öðlast.
Námskeið fyrir kennara hafa
verið haldin annað hvert ár,
þannig að þá er að finna í flestum
sjávarplássum landsinsog raunar
víðar.
Á starfsárinu, þ.e. 10. des-
ember s.l., gerðist ánægjulegur
atburður, þegar skólabáturinn
Mímir RE-3 var afhentur kaup-
endum. í skýrslu fyrir 44. Fiski-
þing var sagt nokkuð frá aðdrag-
anda að kaupum þessa báts.
708 -ÆGIR