Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 22
ustu við sjómenn stafa af því að talið væri að þeir greiddu lítið til sameiginlegra þarfa þjóðfélags- ins? Varla getur svo verið. Það sýnir smá athugun sem ég gerði á skattagreiðslu sjómanna á ísa- firði. 12 sjómenn greiddu samtals 6.385.705 kr. í tekjuskatt og 12 atvinnurekendur greiddu samtals 41.000 kr. í tekjuskatt. Læknar á þyrlu hætta í des- ember, ef þeir fá ekki greitt. Frá fiskifélagsdeildum koma eftirfarandi tillögur um birtingu veðurfregna o.fl. Norðlendingar: Að veðurlýsingar frá Grímsey, Hrauni á Skaga og Siglunesi verði með veðurfregnum í morgunút- varpi kl. 06:45. Einnig að öldu- mælingaduflum verði komið fyrir á fiskimiðum minni báta. Bent skal á, að upplýsingar um veður og sjólag getur skipt sköpum í öryggismálum. Frá Vestmannaeyjum leggja fiskifélagsmenn til eftirfarandi: Fluttir verði í ríkisfjölmiðlum stuttir fræðsluþættir um örygg- ismál sjófarenda. Á síðasta þingi F.F.S.Í. kom fram eftirfarandi tillaga: Séð verði til þess að áfram verði veðurat- hugunarstöð á Hvallátrum, en vafamál er hvort og hvernig veðurathuganir verði framvegis framkvæmdar í vestasta stað landsins. Mikiðóöryggi ertaliðaf því að veðurlýsingfrá Hvallátrum legðist af. Hafnarmál Eftírfarandi ályktanir eru um hafnarframkvæmdir frá Austfirð- ingum. Fjórðungsþing Fiskifélags- deilda á Austurlandi haldið 19. og 20. september 1986 átelur harðlega hversu litlu fjármagni er varið til hafnarframkvæmda í landinu, og leggur til við Fiski- þing að sú krafa verði gerð við fjárveitingarvaldið að fé til hafn- arframkvæmda verði stóraukið, svo hægt verði að Ijúka þeim framkvæmdum sem þegar eru hafnar, og halda áfram nauðsyn- legum framkvæmdum við ný- byggingu og viðhald. Benda má á sem dæmi að á Bakkafirði hefur miklu fé verið varið til hafnarfram- kvæmda sem nýtist ekki, þar sem ennþá vantar löndunarbryggju og aðra öryggisaðstöðu, og annars- staðar liggja hafnarmannvirki undir skemmdum þar sem fjár- magn vantar. Frá Norðlendirtgum Að fjárveitingar til hafna- framkvæmda verði auknar veru- lega, þannig að unnt sé að búa svo að höfnum landsins að þær geti á sómasamlegan hátt gegnt mikilsverðu hlutverki sínu, en slíkt er með öllu útilokað eins og fjárveitingu til þeirra hefur verið háttað undanfarin ár. Frá Vestfirðingum 46. Fjórðungsþing Fiskideild- anna á Vestfjörðum, ályktar að þrátt fyrir fagrar áætlanir um framkvæmdir við hafnarmann- virki á síðustu árum hafa þær dregist sorglega saman. Þetta er enn undarlegra ef haft er í huga að útflutningsverðmæti sjávarafla ervaxandi hlutfall heildar útflutn- ingsverðmætis þjóðarinnar. Var t.d. á miðju þessu ári tæp 80% at því. Miðað við mikilvægi sjávar- útvegs fyrir íslenska þjóðarbúið hlýtur að vera eðlilegt að allar fiskihafnir landsins séu lands- hafnir en ekki fjármagnaðar að hluta til af fátækum byggðar- lögum sem hafa nóg annað við fjármuni sína að gera. Ef notkun ísafjarðarhafnar er skoðuð sérstaklega kemur í Ijós að aukin notkun hennar af að- komuskipum, t.d. innlendum og erlendum rækjuveiðiskipum, loðnuskipum og togurum, skapar uggvænleg þrengsli. Það hlýtur því að vera eðlifegt að nauðsyn- legar framkvæmdir séu fjármagn- aðar alfarið af ríkinu, m.ö.o. að ísafjarðarhöfn verði gerð að landshöfn og nauðsynlegum framkvæmdum hraðað. 722 -ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.