Ægir - 01.12.1986, Page 22
ustu við sjómenn stafa af því að
talið væri að þeir greiddu lítið til
sameiginlegra þarfa þjóðfélags-
ins? Varla getur svo verið. Það
sýnir smá athugun sem ég gerði á
skattagreiðslu sjómanna á ísa-
firði. 12 sjómenn greiddu samtals
6.385.705 kr. í tekjuskatt og 12
atvinnurekendur greiddu samtals
41.000 kr. í tekjuskatt.
Læknar á þyrlu hætta í des-
ember, ef þeir fá ekki greitt.
Frá fiskifélagsdeildum koma
eftirfarandi tillögur um birtingu
veðurfregna o.fl.
Norðlendingar:
Að veðurlýsingar frá Grímsey,
Hrauni á Skaga og Siglunesi verði
með veðurfregnum í morgunút-
varpi kl. 06:45. Einnig að öldu-
mælingaduflum verði komið fyrir
á fiskimiðum minni báta. Bent
skal á, að upplýsingar um veður
og sjólag getur skipt sköpum í
öryggismálum.
Frá Vestmannaeyjum leggja
fiskifélagsmenn til eftirfarandi:
Fluttir verði í ríkisfjölmiðlum
stuttir fræðsluþættir um örygg-
ismál sjófarenda.
Á síðasta þingi F.F.S.Í. kom
fram eftirfarandi tillaga: Séð verði
til þess að áfram verði veðurat-
hugunarstöð á Hvallátrum, en
vafamál er hvort og hvernig
veðurathuganir verði framvegis
framkvæmdar í vestasta stað
landsins. Mikiðóöryggi ertaliðaf
því að veðurlýsingfrá Hvallátrum
legðist af.
Hafnarmál
Eftírfarandi ályktanir eru um
hafnarframkvæmdir frá Austfirð-
ingum.
Fjórðungsþing Fiskifélags-
deilda á Austurlandi haldið 19.
og 20. september 1986 átelur
harðlega hversu litlu fjármagni er
varið til hafnarframkvæmda í
landinu, og leggur til við Fiski-
þing að sú krafa verði gerð við
fjárveitingarvaldið að fé til hafn-
arframkvæmda verði stóraukið,
svo hægt verði að Ijúka þeim
framkvæmdum sem þegar eru
hafnar, og halda áfram nauðsyn-
legum framkvæmdum við ný-
byggingu og viðhald. Benda má
á sem dæmi að á Bakkafirði hefur
miklu fé verið varið til hafnarfram-
kvæmda sem nýtist ekki, þar sem
ennþá vantar löndunarbryggju og
aðra öryggisaðstöðu, og annars-
staðar liggja hafnarmannvirki
undir skemmdum þar sem fjár-
magn vantar.
Frá Norðlendirtgum
Að fjárveitingar til hafna-
framkvæmda verði auknar veru-
lega, þannig að unnt sé að búa
svo að höfnum landsins að þær
geti á sómasamlegan hátt gegnt
mikilsverðu hlutverki sínu, en
slíkt er með öllu útilokað eins og
fjárveitingu til þeirra hefur verið
háttað undanfarin ár.
Frá Vestfirðingum
46. Fjórðungsþing Fiskideild-
anna á Vestfjörðum, ályktar að
þrátt fyrir fagrar áætlanir um
framkvæmdir við hafnarmann-
virki á síðustu árum hafa þær
dregist sorglega saman. Þetta er
enn undarlegra ef haft er í huga
að útflutningsverðmæti sjávarafla
ervaxandi hlutfall heildar útflutn-
ingsverðmætis þjóðarinnar. Var
t.d. á miðju þessu ári tæp 80% at
því. Miðað við mikilvægi sjávar-
útvegs fyrir íslenska þjóðarbúið
hlýtur að vera eðlilegt að allar
fiskihafnir landsins séu lands-
hafnir en ekki fjármagnaðar að
hluta til af fátækum byggðar-
lögum sem hafa nóg annað við
fjármuni sína að gera.
Ef notkun ísafjarðarhafnar er
skoðuð sérstaklega kemur í Ijós
að aukin notkun hennar af að-
komuskipum, t.d. innlendum og
erlendum rækjuveiðiskipum,
loðnuskipum og togurum, skapar
uggvænleg þrengsli. Það hlýtur
því að vera eðlifegt að nauðsyn-
legar framkvæmdir séu fjármagn-
aðar alfarið af ríkinu, m.ö.o. að
ísafjarðarhöfn verði gerð að
landshöfn og nauðsynlegum
framkvæmdum hraðað.
722 -ÆGIR