Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 43
Tillögum vísað til stjórnar Fiskifélagsins
45. Fiskiþing samþykkir að vísa eftirtöldum til-
lögum fjórðungsþinga til stjórnar Fiskifélagsins, sem
leiti umsagnar Hafrannsóknastofnunar.
1. Tillögu um friðunarsvæði við Hrollaugseyjar og
tveimur tillögum um friðunarsvæði á Selvogs-
banka.
2. Tillögu um breytingu á fiskveiðilandhelgi vegna
togveiða austur af Hvítingum.
3. Tillögu um togveiðiheimildir við Vestfirði.
4. Tillögu um framkvæmd á lokun svæða vegna
smáfisks.
5. Tillögu um uppbyggingu hrygningarstofnsins.
Kynningarstörf
45. Fiskiþing mælir með aukinni kynningu á mál-
efnum sjávarútvegsins í fjölmiðlum, svo sem föstum
kynningar-og/eðafræðsluþáttum í ríkisfjölmiðlum.
Humarveiðar
45. Fiskiþing leggur til að auknum humarkvóta
verði skipt jafnt milli þeirra báta sem veiðarnar
stunda.
Rækjuveiðar
45. Fiskiþing leggur til að rækjuveiðar sóknar-
marksskipa teljisttil sóknardaga á tímabilinu 1. maí
til 1. október.
Þingfararkaup
Fiskiþing samþykkir að launagreiðslur þingfull-
trúafalli niðurá45. Fiskiþingi.
Dvalarkostnaður þeirra utanbæjarmanna sem
fara heim daglega, sé kr. 1.350.- en dvalarkostn-
aður þeirra sem gista hér í borginni sé kr. 2.500.- á
dag.
Skýrsla fiskimálastjóra
45. Fiskiþing færir fiskimálastjóra þakkir fyrir
góðar og skilmerkilegar skýringar á starfsemi og
rekstri Fiskifélagsins.
Jafnframt færir þingið starfsfólki bestu þakkir fyrir
vel unnin störf.
Mál sem vísað er
til stjórnar Fiskifélagsins
45. Fiskiþing telur að þeim málum sem vísað ertil
stjórnar Fiskifélagsins verði aðfylgjaeftirog láta við-
komandi aðila sem málin snerta fylgjast með gangi
þeirra á milli þinga.
Staðgreiðslukerfi skatta
45. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að vinna mark-
visst að því að upp verði tekið staðgreiðslukerfi
skatta.
Framtíð Útvegsbanka íslands
45. Fiskiþing skorar á stjórnmálamenn og banka-
yfirvöld að ákveðaframtíð Útvegsbanka íslandssem
allra fyrst, og verði fullt tillit tekið til þeirra sjávarút-
vegsfyrirtækja sem nú skipta við Útvegsbankann.
Handbók fyrir sjófarendur
45. Fiskiþing skorar á Sjómælingar íslands, að
gefa nú þegar út Handbók fyrir sjófarendur, sem þar
mun til í handriti.
Reikningar Fiskifélags íslands
Við umfjöllun reikninga Fiskifélags íslands fyrir
árið 1985 fékk nefndin á fund sinn Óskar Kristjáns-
son, fulltrúa og Þorstein Gíslason, fiskimálastjóra.
Útskýrðir voru einstakir liðir reikninganna og rætt
um horfur á þessu ári og fjárhagsáætlun næsta árs
vegna fyrirsjáanlegra breytinga tekju- og gjaldaliða
vegna niðurfellingar sjóðakerfis sjávarútvegsins.
Nefndin bendir á eftirfarandi:
a) Við ítrekum ábendingar frá síðasta Fiskiþingi
um: að með reikningum Fiskifélagsins verði jafnan
birtar samanburðartölur frá fyrra ári.
Að samningar um þjónustu á vegum Fiskifélagsins
verði frágengnir frá ári til árs og reikningar fyrir
útselda þjónustu verði gerðirekki sjaldnaren mán-
aðarlega.
b) Nefndin hefur kynnt sér fjárhagsáætlun 1987 og
telur að tekjutapi vegna sjóðakerfisbreytingarinnar
hafi að mestu verið mætt með skipulagsbreytingum.
Nefndin leggur til að reikningar Fiskifélags íslands
fyrir árið 1985 verði samþykktir.
ÆGIR - 743