Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 42

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 42
heldur til þess að greiða niður skuldabagga undangenginna tapára. Ljóst er að mörg fyrir- tæki sem eru burðarásar í atvinnulífi fjölda byggðarlaga, eiga við mikla rekstrarerfiðleika að stríða, ogglíma nú bankarog lánasjóðir við málefni þeirra. Lenging lánstfma og skuld- breyting lausaskulda er bráðnauðsynleg, en nær þó skammt ef rekstrarskilyrðin vantar. Fiskmat 45. Fiskiþing leggurtil að hlutverk Ríkismats sjáv- arafurða verði einungis að skera úr um ágreining sem upp kann að koma um mat á ferskum fiski og útflutningsmat. Ferskfiskmat skal framkvæmt í hverri verstöð. Sjómenn, útgerðarmenn og fiskkaupendur komi sér saman um með hvaða hætti það skuli gert. Samræmdum matsskýrslum skal skilaðtil Fiskifé- lags íslands, til úrvinnslu. 45. Fiskiþing telur að frumvarp það er nú liggur fyrir, varðandi Ríkismat sjávarafurða, gangi alltof skammt og leggur því til að Ríkismat sjávarafurða verði lagt niður, í núverandi mynd. Fisk- og laxeldi Nefndin fékk þær upplýsingar að starfandi væri nefnd skipuð af forsætisráðherra, er vinni að fram- tíðarskipan fiskeldismála. Nauðsynlegt er að kveða á um undir hvaða ráðu- neyti þessi nýja atvinnugrein heyri. Hér er gerð til- laga um að sjávarútvegsráðuneytið fari með þessi mál enda vafalaust að fiskeldi á samleið með sjávar- útvegi í mörgum atriðum þ.á m. í markaðsmálum og fóðuröflun. Þó vill Fiskiþing vara við skipulagslitlum fjárfest- ingum í seiðaeldisstöðvum. Allar líkur benda til að erlendir aðilar kaupi ekki seiði frá íslandi í þeim mæli sem framleiðslugeta stöðvanna er nú þegar orðin. Leyfi til veiða á skarkola, rækju og hörpudiski í Faxaflóa 45. Fiskiþing leggur til að við úthlutun veiðileyfa á skarkola í Faxaflóa, rækju og hörpudiski, verði horfið frá því að binda kvóta við tilteknar vinnslu- stöðvar. Stjórnun fiskveiða 45. Fiskiþing telur að ekki eigi aö gera breytingar á núgildandi lögum um stjórnun fiskveiða, sem gilda eiga til ársloka 1987. Fiskiþing telur nauðsynlegt að ný ríkisstjórn hefji þegar næsta vor viðræður við hagsmunaaðila um hvaðtakaeigi við þegar núgildandi lögfalla úrgildi. Samningar við Grænlendinga 45. Fiskiþing vekur athygli á og lýsir áhyggjum yfir að samkomulag hefur enn ekki tekist við Græn- lendinga um nýtingu sameiginlegra fiskstofna þ.e. á karfa- og loðnustofninum. Nú selja Græn- lendingar Evrópubandalaginu, Japan og Færey- ingum veiðirétt í þessa stofna á sama tíma og karfa- stofninn er talinn fara minnkandi og loðnustofninn er fullnýttur af þeim þjóðum sem ávallt hafa veitt þennan stofn. Meðan ástand þetta varir telur Fiski- þing að takmarka eigi rétt þeirra, sem þessar veiðar stunda til þess að sækja þjónustu aðra en neyðar- þjónustu til hafna hér á landi, en á þeim rétti byggist möguleiki þeirra til veiða að verulegu leyti. Sömu takmarkanir telur Fiskiþing að eigi einnig að ná til Grænlendinga meðan samningar takast ekki. Mikilvægi starfsemi Fiskifélagsins 45. Fiskiþingtelurað þau mikilvægu verkefni sem Fiskifélagið vinnur fyrir sjávarútveginn verða ekki betur unnin annars staðar. Þá telur Fiskiþing að ef dregið verður úr starfsemi Fiskifélags íslands er hætt við að sú samstaða sem tekist hefur að ná í gegnum deildir félagsins, fjórðungsþing og Fiskiþings, legð- istaftil óþurftarfyriralla, sem aðsjávarútvegi vinna. Milliþinganefnd 45. Fiskiþing leggur til að milliþinganefnd sem kjörin var á 44. Fiskiþingi haldi áfram störfum og skili af sér tillögum um lagabreytingar fyrir næsta Fiskiþing. Haft skal samráð við sjávarútvegsráðuneytið. Æskilegt er að milliþinganefndin hafi aðgang að starfsmanni frá Fiskifélagi íslands. Dragnótaveiðar 45. Fiskiþing telur að enn liggi ekki fyrir nægileg reynsla af þeim breytingum sem gerðar voru á dragnótaveiðum 1984 til að ákveða breytingar á framkvæmd þeirra, og því verði á næsta ári fylgt sömu meginreglum og gilt hafa. 742 -ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.