Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 21
að halda úti 3 skipum yfir skamm- degismánuðina. Frá Norðlendingum kemur eftirfarandi um vitamál: Að ítrekuð verði fyrri tilmæli um Ijósmerki og radarsvara á „Innstalandsskeri" í Skagafirði. Jafnframt er því fagnað að aukið hefur verið Ijósmagn á Hegranes- vita sem er til mikils hagræðis fyrir sjófarendur. Norðlendingar minna á að nyrsti grunnlínupunktur íslensku landhelginnar er Kolbeinsey, sem lætur undan ágangi sjávar og hafíssog mun hverfa í sæ ef eigi er aðgert. Tillagan ersvohljóðandi: Að nú þegar verði leitað allra leiða til að tryggja að ágangur sjávar eyði ekki Kolbeinsey, þessum nyrsta grunnlínupunkti íslensku landhelginnar. í tillögum Vestfirðinga er ekki að finna tillögur í vitamálum og ekki eru tillögur í vitamálum frá Vestmannaeyjum að þessu sinni. Vestlendingar, Sunnlendingar og Fiskideild Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar og nágrennis eru ekki með tillögur í vitamálum. Af mörgueraðtaka þegarfjalla skal um vitamál. Til viðbótar því sem hérertalið mun ég gera grein fyrir tillögum F.F.S.Í. um staðsetningu radar- svara til leiðbeiningar fyrir skip- stjórnarmenn við siglingar umhverfis landið. Þessar tillögur eru svohljóðandi: 1. Garðskagi 2. Þormóðssker 3. Flatey á Breiðafirði 4. Selssker 5. Hrólfssker 6. Háey 7. Papey 8. Hrollaugseyjar 9. Þrídrangar 10. Knarrarós og 11. Eldey eða Reykjanes. í bréfi Vitanefndar dags. 4. nóv. 1985, var samþykkt að á næsta ári yrðu settir upp 2 radar- svarar, að því tilskildu að hæfi- legar fjárveitingar fáist til nýbygg- inga vita. Þeir staðir sem ákveðnir voru eru: 1. Knarrarós og 2. í nágrenni Flateyjar á Breiðafirði Nýverið hefur verið gengið frá samkomulagi milli tryggingafé- laga L.Í.Ú. og Landhelgisgæslu um greiðslutilhögun fyrir veitta aðstoð og gerðadóm til að úrskurða ef ágreiningur rís, hvort hafi verið um aðstoð eða björgun að ræða. Ekki leikur vafi á að þetta sam- komulag eykur aðstoðarstörf Gæslunnar og jafnframt öryggi annarra sjófarenda. Landhelgis- gæsla þarf að reka öll sín skip frá því í september ár hvert til vertíð- arloka og til þess verður að fást fjármagn af fjárlögum hvers árs að sú neyðarþjónusta sem Land- helgisgæslan getur veitt ef á þarf að halda sé til staðar. í því sam- bandi get ég ekki látið hjá líða að minnast á þá ómetanlegu örygg- isþjónustu, sem áhöfn og neyðar- vakt lækna hefur verið í björg- unar- og neyðarútköllum, sem á fljótvirkan og öruggan hátt hefur verið við brugðist með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Áhöfn þyrlunnar og þeir læknar sem alltaf eru til- búnir að fara í flug með örskömmum fyrirvara hafa á síð- ustu mánuðum sýnt svo ekki þarf um að deila hvað vel þjálfaðir menn geta gert til bjargar manns- lífum, þegar enginn annar far- kostur er nothæfur vegna aðstæðna. Þetta á ekki síður við hinar dreifðu byggðir víða um land en skip á hafi úti. Þyrlan hefur farið í 28 neyðarútköll og fullyrða má að 4 mannslífum hefði ekki verið bjargað á annan hátt. Þessi starfsemi er nú í hættu með að falla niður eingöngu vegna þess að neyðarþjónusta sem læknar veita sjómönnum og landsbyggðarfólki fæst ekki greidd af Tryggingastofnun ríkis- ins, á sama tíma er ekki nokkur vafi talin á að allur kostnaður við rekstur sjúkrabifreiða skuli greiddur, þar með talið kaup lækna sem annarra. Skyldi þessi neikvæða afstaða til neyðarþjón- ÆGIR - 721
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.