Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 35

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 35
á norður- og suðursvæði og álítur að fella skuli niður svæðaskipt- ingu á sóknarmarki. B. Þá vill Fjórðungsþingið benda á að grundvallarnauðsyn er, að byggja upp hrygningar- stofn þorsksins, að hindra enn frekar veiðar á smáþorski en nú er gert, og er það forsenda þess að veiðar á vetrarvertíð fyrir Suður- og Vesturlandi komistífyrra horf. Athugasemdir Þaðferekki ámilli málaeftirað hafa lesið þessar tillögur yfir að menn eru ekki á eitt sáttir með kvótann enn, eru ósáttir með höft á störf sín, en viðurkenna þó þörf á stjórnun. .Veiðimannaþjóðfélagið er ríkt í okkur, en það stefnir meir í iðn- aðarþjóðfélagið. Hið óvænta, — vonin um skjótan og góðan feng, er að víkja fyrir þörfinni á öryggi í hráefnisöflun, jöfnum aðföngum til að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann og í raun ramma niður færibandavinnuna í stað æfintýranna sem umléku afla- hroturnar. En, þessi leið sem við kannske nú stefnum að, er ekki snurðu- laus, óvænt atvik grípa inní og kollvarpa öllum áætlunum. Þró- un á öðrum sviðum gjörbreytir öllum aðstæðum og möguleik- um. Á síðustu tímum hefur hækk- andi verð á ísfisksmörkuðum leitt til stóraukins útflutnings og skapað víða ósamræmi veiða og vinnslu innanlands. Á þessu ári var sjóðakerfi sjáv- arútvegsins lagt niður og hefur það skapað meiri aðstöðumun landshluta vegna hlutdeildar í veiðum einstakra fisktegunda. Verðbólga og óáran í fjármál- um, gengismál ogfleira hafa lagt fyrirtæki í rúst og heil byggðalög sitja eftir í sárum. En við teljum þörf á stjórnun, og nú erum við undir lögum sem gilda til ársloka 1987. Hvað þá tekur við, er óráðið. Margir vilja leita nýrra leiða, finnst að núver- andi lög séu of einstrengingsleg og sveigjulítil eins og þau eru framkvæmd. Lögin byggja á reynslu ákveðins grunntíma, en stórfelIdar breytingar á högum og t.d. afnám uppbóta á einstakar fisktegundir virðast ekki neinu breyta. Allt er njörvað fast og þannig skal það vera! Undirbúningurað þeirri stjórn- un sem nú gildir, leiddi til deilna, átaka sem stjórnendur vilja áreið- anlega forðast, ef leitað verður nýrra leiða. Hjá þessum slag verður varla komist, en æskileg- ast að taka upp umræðu sem fyrst. Ég held að við verðum á þessu Fiskiþingi að móta leiðir til að marka þá stefnu sem örugg- lega verður til umræðu á næsta Fiskiþingi. Það þarf m.a. að velta upp tillögum eins og Guðjón A. Kristjánsson gerði í fyrra, en með þeim fyrirvara að það gefist nægur tími til að grandskoða þær og meta hvern þátt. Þá má geta stefnuskrár Verzlunarráðs íslands en þar er lagt til að sala veiðileyfa taki við af kvótakerfi. Til að kynna nýjar hugmyndir vildi ég benda á þá leið, að næsta vor, að lokinni vetrarvertíð, fari erindrekar Fiskifélagsins hring- ferð um landið og komi af stað umræðu í fiskideildunum, síðan verði önnur umferð á haustmán- uðum þegardreguraðnæsta Fiski- þingi. Ég vil þó ekki Ijúka þessum pistli mínum án þess að draga fram örfá atriði sem blandast allri umræðu um kvótakeríi. Lög og reglugerðir: Mörgum fannst að í þeim drögum að stjórnunarlögunum sem lögð voru fram á síðasta Fiskiþingi, væru orðin „heimild" og „ráð- herra" of víða. Þetta var þó nauð- synlegt ef bregðast átti við breyttum aðstæðum. En hefur það verið gert sem skyldi? Þegar uppá kemur stórbylting eins og afnám sjóðakerfisins, þá á ráð- herra að milda þær afleiðingar með reglugerðarbreytingu. Á sínum tíma voru verðbætur á fisk- tegundir notaðar sem stýring til að dreifa sókn skipa í minna arð- bærartegundir. Þessar verðbætur hafa nú verið afnumdar og þær útgerðir sem hafa búið við þetta og hafa mjög skertan þorskkvóta ÆGIR - 735
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.