Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 20
Guðjón A. Kristjánsson: ÖRYGGISMÁL Ályktanir fiskideilda Frá fjórðungsþingi FiskideiIda í Austfirðingafjórðungi kemur eftirfarandi tillaga um vaktastöðu strandstöðva. Að lagt verði til við Póst- og símamálastjórn að Nesradíó í Neskaupstað verði starfrækt með stöðugri vaktallan sólarhringinn. Frá Fjórðungsþingi fiskideilda í Norðlendingafjórðungi kemur eftirfarandi um fjarskiptasam- band við skip og nauðsyn á efl- ingu farsímakerfis. Að skorað verði á samgönguráð- herra að hann hlutist til um að Póstur og sími hraði uppsetningu búnaðar vegna farsímakerfisins, þannig að það nái til fiskiskipa á öllum fiskimiðum við landið. Að Póstur og sími láti strax setja upp endurvarp á Vatnsnesfjalli, til þess að Hvammstangabátar geti notið öryggis til jafns við aðra sjófarendur. Við Vestfirði hefur verið það mikill fjöldi fiskiskipa síðast liðna tvo mánuði að algjörí yfirálag hefur verið á farsímakerfinu. Nú má heita að farsími sé kominn í allan togara- og loðnuflotann. Talað hefur verið um að Islend- ingar hafi slegið heimsmet í notkun farsímans, auðvitað miðað við hina hefðbundnu höfðatölureglu sem gerir okkur kleift að slá heimsmet í svo til hverju sem er. Það er hins vegar ofur eðlilegt að þessu samskipta- tæki sé vel tekið af sjómönnum. Það voru allir orðnir leiðir á að bíða eftir afgreiðslu sinna per- sónulegu símtala í vanbúnu fjar- skiptakerfi Pósts og síma hjá strandstöðvunum. Hið bráðasta verður að fjölga línum í far- símakerfinu ef það á að anna þeirri notkun sem er samfara því að 15-20 menn noti sama farsím- ann, einsoger um borð í skipum. Við hljótum að gera kröfu til þess að móttökulínur til fiskimið- anna hafi algjöran forgang hjá Pósti og síma. Frá FiskifélagsdeiIdinni í Vest- mannaeyjum kemur eftirfarandi, um að sími skuli ávallt vera til- tækur á hverri bryggju, með þess- ari ályktun fylgir svofelld greinar- gerð: Það er tvímælalaust mjög mikið öryggi að hafa síma á öllum bryggjum landsins svo hægt sé að hringja í neyðartilfellum. Neyð- arnúmer þarf að vera áberandi auðkennt við símann (t.d. lög- reglu og slökkvilið). Frá Sambandi fiskideiIdanna á Vesturlandi kemur eftirfarandi um fjarskipti: Fiskiþing skorar á Póst-ogsíma- málastofnun að setja upp endur- varpsstöðvar fyrir farsíma er geti þjónað fiskiskipaflotanum betur. M.a. verði kannaðir möguleikar á að nýta loranstöðina á Gufu- skálum fyrir endurvarp. í tillögum Sunnlendinga, Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis voru ekki beinar til- lögur í fjarskiptamálum, þó vafa- laust styðji þeir okkur lánds- byggðarmenn í kröfum um aukna þjónustu í fjarskiptamálum til að auðvelda mannleg samskipti með hjálp tækniframfara, en þeir búa nú reyndar líka á landsvæði, þar sem menn eru komnir með afruglara til þess að skilja alltfjöl- miðlafárið. Vitamál Næsti málaflokkur í öryggis- málum sem ég geri grein fyrir í framsögu eru vitamálin og málefni Landhelgisgæslu. Frá Austfirðingum koma eftir- farandi tillögur: Á Húkkaskeri og Krossavíkur- lendingum í Vopnafjarðarhöfn eru blikkandi Ijós á stöngum, Ijósstyrkur er alltof lítill og sjást Ijósin tæpasteða mjög illa, fyrren komið er hættulega nærri skerj- unum. Ath. að setja þarna mislit Ijós (rautt og grænt) en fyrst og fremst að auka Ijósmagn. Auka þarf Ijósstyrk Brimnesvita við Seyðisfjörð. Enn skulu ítrekaðar fyrri álykt- anir fyrri þinga fiskifélagsdeilda Austfirðinga um nauðsyn þess að Landhelgisgæslunni sé gert kleift 720 -ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.