Ægir - 01.12.1986, Síða 20
Guðjón A. Kristjánsson:
ÖRYGGISMÁL
Ályktanir fiskideilda
Frá fjórðungsþingi FiskideiIda
í Austfirðingafjórðungi kemur
eftirfarandi tillaga um vaktastöðu
strandstöðva.
Að lagt verði til við Póst- og
símamálastjórn að Nesradíó í
Neskaupstað verði starfrækt með
stöðugri vaktallan sólarhringinn.
Frá Fjórðungsþingi fiskideilda
í Norðlendingafjórðungi kemur
eftirfarandi um fjarskiptasam-
band við skip og nauðsyn á efl-
ingu farsímakerfis.
Að skorað verði á samgönguráð-
herra að hann hlutist til um að
Póstur og sími hraði uppsetningu
búnaðar vegna farsímakerfisins,
þannig að það nái til fiskiskipa á
öllum fiskimiðum við landið.
Að Póstur og sími láti strax setja
upp endurvarp á Vatnsnesfjalli,
til þess að Hvammstangabátar
geti notið öryggis til jafns við aðra
sjófarendur.
Við Vestfirði hefur verið það
mikill fjöldi fiskiskipa síðast liðna
tvo mánuði að algjörí yfirálag
hefur verið á farsímakerfinu. Nú
má heita að farsími sé kominn í
allan togara- og loðnuflotann.
Talað hefur verið um að Islend-
ingar hafi slegið heimsmet í
notkun farsímans, auðvitað
miðað við hina hefðbundnu
höfðatölureglu sem gerir okkur
kleift að slá heimsmet í svo til
hverju sem er. Það er hins vegar
ofur eðlilegt að þessu samskipta-
tæki sé vel tekið af sjómönnum.
Það voru allir orðnir leiðir á að
bíða eftir afgreiðslu sinna per-
sónulegu símtala í vanbúnu fjar-
skiptakerfi Pósts og síma hjá
strandstöðvunum. Hið bráðasta
verður að fjölga línum í far-
símakerfinu ef það á að anna
þeirri notkun sem er samfara því
að 15-20 menn noti sama farsím-
ann, einsoger um borð í skipum.
Við hljótum að gera kröfu til
þess að móttökulínur til fiskimið-
anna hafi algjöran forgang hjá
Pósti og síma.
Frá FiskifélagsdeiIdinni í Vest-
mannaeyjum kemur eftirfarandi,
um að sími skuli ávallt vera til-
tækur á hverri bryggju, með þess-
ari ályktun fylgir svofelld greinar-
gerð:
Það er tvímælalaust mjög
mikið öryggi að hafa síma á öllum
bryggjum landsins svo hægt sé að
hringja í neyðartilfellum. Neyð-
arnúmer þarf að vera áberandi
auðkennt við símann (t.d. lög-
reglu og slökkvilið).
Frá Sambandi fiskideiIdanna á
Vesturlandi kemur eftirfarandi
um fjarskipti:
Fiskiþing skorar á Póst-ogsíma-
málastofnun að setja upp endur-
varpsstöðvar fyrir farsíma er geti
þjónað fiskiskipaflotanum betur.
M.a. verði kannaðir möguleikar
á að nýta loranstöðina á Gufu-
skálum fyrir endurvarp.
í tillögum Sunnlendinga,
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og
nágrennis voru ekki beinar til-
lögur í fjarskiptamálum, þó vafa-
laust styðji þeir okkur lánds-
byggðarmenn í kröfum um aukna
þjónustu í fjarskiptamálum til
að auðvelda mannleg samskipti
með hjálp tækniframfara, en þeir
búa nú reyndar líka á landsvæði,
þar sem menn eru komnir með
afruglara til þess að skilja alltfjöl-
miðlafárið.
Vitamál
Næsti málaflokkur í öryggis-
málum sem ég geri grein fyrir í
framsögu eru vitamálin og
málefni Landhelgisgæslu.
Frá Austfirðingum koma eftir-
farandi tillögur:
Á Húkkaskeri og Krossavíkur-
lendingum í Vopnafjarðarhöfn
eru blikkandi Ijós á stöngum,
Ijósstyrkur er alltof lítill og sjást
Ijósin tæpasteða mjög illa, fyrren
komið er hættulega nærri skerj-
unum. Ath. að setja þarna mislit
Ijós (rautt og grænt) en fyrst og
fremst að auka Ijósmagn.
Auka þarf Ijósstyrk Brimnesvita
við Seyðisfjörð.
Enn skulu ítrekaðar fyrri álykt-
anir fyrri þinga fiskifélagsdeilda
Austfirðinga um nauðsyn þess að
Landhelgisgæslunni sé gert kleift
720 -ÆGIR