Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 18
að útgerðin er í fyrsta sinn í 16 ár rekin með hagnaði, þá kallar það eðlilega á umræðu og viðbrögð. En það er að fleiru að hyggja. Mikill uppgangur hefur verið í rækjuveiði og -vinnslu. Almennt séð hefur afkoma þessarar greinar verið góð. Þó líkur séu á hætti á staðbundnum svæðum. Sums staðar hefur þessi atvinnugrein orðið helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins og átt þannig þýð- ingarmikinn hlut í eflingu byggðar. Rækjuveiðar hafa einnig verið mikilvæg viðbót við afla botnfiskveiðiskipa, ekki síst þeirra sem verið hafa á sóknar- marki. Hækkandi markaðsverð á rækju hefur aukið tekjur verk- smiðjanna, án þess þó að allt sé þar sem sýnist. Miklar greiðslur í verðjöfnunarsjóð gera það að verkum að tekjuaukningin sam- fara hækkun á markaðsverði hefur ekki skilað sér að öllu leyti til framleiðenda. Með skírskotun til reynslu fyrri ára tel ég einsýnt að þegar í stað verði tekinn ákvörðun um framtíð þessa sjóðs. Það er alveg Ijóst að Verðjöfnun- arsjóðurinn hefur ekki í langan tíma haft umtalsverðu verki að gegna sem sveiflujafnari fyrir hagkerfi okkar, eins og til var ætl- ast í upphafi. Hann hefur hins vegar oftar en ekki orðið pólitískt bitbein og þýðingarmikill þáttur í alls konar vafasömum tilfærslum. Miklu eðlilegra væri að mínum dómi sú leið að heimila fyrirtækj- unum sjálfum að stofna sína eigin verðjöfnunarsjóði, sem þau síðan gætu gengið í þegar verr áraði. Þessi hugmynd er ekki ný, en verðskuldar meiri umræðu, ekki síst nú eftir að gert hefur verið átaktil þessaðeinfaldasjóðakerfi sjávarútvegsins. Um ástand og horfur í mál- efnum síldveiða og vinnslu hyggst ég ekki fjölyrða. Við fögnum því allir að mikilvægir samningar náðust við Sovét- menn, sem tryggja síldarsöltun á þessari vertíð. Þeir sem gleggst þekkja til álíta að aldrei hafi horft svo illa með samninga og nú í haust. Ekki síst vegna dæmalauss framferðis samkeppnisþjóða okkar sem í skjóli niðurgreiðslna hafa getað undirboðið okkur. Nú eru þessi mál hins vegar í höfn og síldarvinnsla í fullum gangi. Miklar sveiflur eru að jafnaði á markaðsverði loðnuafurða. Lýsi hefur fallið um nær helming frá því í fyrra í dollurum talið. Þá hefur það ekki létt róðurinn að Bandaríkjadalur hefur staðið illa. Þetta hefur auðvitað haft áhrif á hag verksmiðja og verðlagningu hráefnis, afkomu loðnubáta og sjómanna. Þrátt fyrir að sjómenn og útgerðarmenn kvarti yfir hrá- efnisverðinu er það deginum Ijós- ara að endar munu ekki ná saman hjá loðnuverksmiðjunum. Spurn- ingin sem verksmiðjueigendur stóðu í rauninni frammi fyrir í haust var þessi: er það betra fyrir afkomu verksmiðjanna að bræða eða bræða ekki? Það var mat flestra að með því að bræða mætti hafa eitthvað upp í fastan kostnað og því væri það skárri kostur að fara af stað með vinnsl- una en að sitja aðgerðarlausir með hendur í skauti. Menn verða að vera þess minnugir að umtalsverður hluti af útgjöldum fyrirtækja ekki síst loðnuverksmiðja er fastur kostn- aður, sem greiða þarf hvort sem vinnsla er í gangi eður ei. Lang- vinnt tap sjávarútvegsfyrirtækja hefur gert þátt hins fasta kostn- aðar stærri og á sinn þátt í að alltof víða hafa menn djöful að draga í þessu tilliti. Ágætu fiskiþingsful Itrúar, þessi orð sem ég hefi hér flutt eru eins konar aðfararorð þeirra tillagna sem samþykktar hafa verið í fiski- deildunum um afkomumál. Eins og augljóst er hef ég stiklað á stóru og komið víða við. Hér er um svo mikið og margslungið mál að ræða, að engin leið er að gera því tæmandi skil. Ég hefði viljandi líka sleppt því að nefna sum atriði, svo sem skreiðarmál- in, enda aðrir mér miklu hæfari að ræða þau. Málefni skreiðar- vinnslunnar eru líka slíkur stór- kapítuli, að það er vandséð að gagn yrði að, nema með ítarlegum umræðum þar sem byggt yrði á nýjustu tiltækum upplýsingum. Þær upplýsingar hef ég ekki á reiðum höndum. Almennt má þó segja að betur horfi nú í mörgum þýðingarmikl- um þáttum sjávarútvegs en áður. í því sambandi ber útgerðin auð- vitað hæst. Jákvæðar fréttir berast líka af saltfiskverkun, rækjuveið- um og -vinnslu. Blikur eru á lofti í sambandi við loðnuveiðar og -vinnslu og alvarleg markaðs- þróun á mjöli og lýsi gefur ekki tilefnitil bjartsýni. Þáerástæðatil þess að hafa áhyggjur af þröngri stöðu frystingar. Að þessu leytinu má segja að sjávarútvegurinn sé í líku fari og maðurinn sem ég gat um í upp- hafi máls míns. Með annan fótinn í frosti en hinn í sjóðandi vatni. Ytri aðstæður eru á margan hátt hagstæðar og hafa valdið miklu um bættan hag ýmissa þátta, en því fer þó fjarri að atvinnugreinin horfi fram á tómt bjartviðri í rekstr- arlegum efnum. 718 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.