Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 7
marks. Þetta var grundvallar- breyting því áður höfðu ílestar stjórnunarreglur verið settar með reglugerð. 30. desember s.l. var gefin út reglugerð þar sem ákveðið var að heildarbotnfiskafli á árinu 1986 yrði, og var þá miðað við óslægðan fisk: 1. Þorskur . . .. 300 þús. tonn 2. Ýsa ......... 60 þús. tonn 3. Ufsi ........ 70 þús. tonn 4. Karfi ....... 100þús. tonn 5. Grálúða . .. 30 þús. tonn Þá var sú regla tekin upp að heimilt er að flytja allt að 10% af aflamarki hverrar botnfiskteg- undar og 10% af þorskaflahá- marki til ársins 1987, og heimilt er í ár að veiða allt að 5% umfram aflamark hverrar fisktegundar og 5% umfram þorskaflahámark og dregst sá umframafli frá við út- hlutun fyrir árið 1987. 30. október s.l. var með reglu- gerð ákveðið aflamark helstu botnfisktegunda fyrir árið 1987. 1. Þorskur . .. 330 þús. lestir 2. Ýsa ......... 60 þús. lestir 3. Ufsi ........ 70 þús. lestir 4. Karfi ....... 95 þús. lestir 5. Grálúða . 30 þús. lestir Afkomu- og markaðsmál Allt bendir til þess að afkoma útgerðar verði með all nokkuð öðrum hætti en verið hefur um langt tímabil þegar á heildina er litið. Hér munar mest um þá miklu breytingu sem orðið hefur á olíuverði þar sem verð á gasolíu hefur lækkað um 47% frá ára- mótum og svartolíu um 46%. Ovarlegt er að telja að hér sé náð stöðugu verðlagi á olíuvörum. Vitað er að aðalsamtök olíufram- leiðsluríkja OPEC vinna að tak- mörkun á olíuframleiðslu og með þeim hætti að ná tökum á verð- myndun sem yrði þá til hækkun- ar. Þá verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd sem kom í Ijós með nýframlögðu frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1987 en þar er gert ráð fyrir 600 millj. króna tekjum ríkissjóðs er kæmi frá inn- flutningi olíu og þar með verði tekin til baka meginhluti þess sem fallið hefur í hlut útgerðar vegna lækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu. Vart verður því trúað að það sé ætlun ríkisvaldsins að útgerð megi ekki rísa úr kútnum. Afla- brögð hafa orðið allgóð það sem af er árinu. Þannig að samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins var botnfiskaflinn orðinn 545 þús. tonn í lokoktóberá móti 509 þús. tonnum 1985. Hér vegur mest aukning á þorskafla sem er 25 þús. tonnum meiri í ár en s.l. ár. Þessi aflaaukning á því nokk- urn þátt í bættri afkomu. Rækju- afli er nær 9 þús. tonnum meiri í áren hann varásamatímas.l. ár. Vegna markaðsaðstæðna fór síldveiði seinna af stað en áður, þá er þátttaka í loðnuveiðum nokkuð misjöfn í upphafi veiða. Batnandi hagurútgerðareykurað sjálfsögðu bjartsýni á horfur atvinnugreinarinnar en hinar miklu sveiflur sem greinin hefur átt við að búa kenna okkur að ávallt sé aðgátar þörf. Það sem af er þessu ári hefir verðlag á helstu fiskmörkuðum okkar verið hagstætt. All nokkrar hækkanir hafa orðið á freðfiski bæði á Bandaríkja- og Evrópu- mörkuðum að undanskildu Rúss- landi en þar gildir fyrirfram gerður árssamningur um verð sem þó þótti allgott í byrjun árs. Hækkanir hafa einnig orðið á saltfiskmörkuðum í Miðjarðar- hafslöndum. Verulegar hækkanir hafa orðið á rækju og hörpudiski en þess ber að geta að hörpudisk- ur lækkaði mjög 1984 og 1985. Verð á rækju hafði aðeins verið á uppleið s.l. ár eftir mikla lækkun 1984. Ferskfiskmarkaðir í Eng- l.andi og Þýskalandi hafa staðið fyrir því verði sem var 1985 en þá varð þar allnokkur hækkun frá 1984. Þrátt fyrir óbjörgulegt útlit um ÆGIR - 707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.