Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.1986, Blaðsíða 24
úr höfninni og má segja að í tveimur tilfella hafi mönnum verið bjargað fyrir algjöra til- viljun. Sem sagt meiri gæsla, meira öryggi. 10. Æskilegt væri að léttbátur væri til taks í öllum höfnum landsins sem hægt væri að grípa til í neyðartilfellum. Frá Norölendingum Að Flateyjarhöfn á Skjálfanda verði hreinsuð. Það skal tekið fram, að þessi höfn getur verið líf- höfn fyrir báta á norðaustanverðu landinu. Frá Vestlendingum Fiskiþing varar hið opinbera við fjársvelti vegna hafnarmann- virkja. Frá Sunnlendingum a) Fjórðungsþing Sunnlend- inga telur brýna nauðsyn á að fjárveitingar til hafna verði stór- auknar, og leggur til við stjórn þessara mála að Ijúka þeim fram- kvæmdum sem hefir verið byrjað á ásamt nauðsynlegu viðhaldi. í framhaldi af þessu má vekja athygli á að öryggismálum í höfnum landsins er stórlega ábóta- vant, og hefur SVFI meðal annars vakið athygli á því. Fjórðungs- þingið bendir á að nauðsyn er fyrir þjóð sem byggir allt á fisk- veiðum að eiga nothæft dýpkun- arskip til þjónustu við hafnir landsins. b) Fjórðungsþingið bendir stjórn Fiskifélagsins á að Gerða- höfn getur verið lífhöfn fyrir smærri báta ef lagfæring á mann- virkjum færi fram, og nýttust þá betur fyrir minni báta er sækja sjó frá höfnum við Faxaflóa. Á síðustu árum hafa fjárveit- ingar til hafnarmála dregist saman og er nú komið í algjört óefni víða í hafnarmálum. Sjókortagerð og sjómælingar 46. Fjórðungsþing Fiskideild- anna á Vestfjörðum, haldið á ísa- firði 18. október 1986 óskar eftir endurskipulagningu á sjókorta- gerð og eflingu sjómælinga við Island. Með nútímatækni má endurbæta kortagerðina til muna og hafa ávallt fyrirliggjandi góð fiskikort með nýjustu upplýs- ingum um festur og þess háttar. Þingið telur að réttur aðili til að annast slíka kortagerð og afla upplýsingar til hennar sé Fiskifé- lag íslands. Jafnframt er rétt að stuðla að því að upplýsingar af sjókortum og fiskikortum séu færðar inn á forrit (snældur) til notkunar á nútíma staðsetningar- tækjum. Þess er einnig óskað að aftur verði prentuð inn á sjókort Loran C keðju 7970 (þ.e. 46 þús. og 62 þús.) og einnig að kortin verði gefin út í stærri mælikvarða. Fiskideild Vestmannaeyja vill enn og aftur ítreka þá tillögu sína frá 1982 og aftur 1983 sem sam- þykkt var á Fiskiþingi um að sett verði í sjókort grynningar og sker við Maríuhlið ca 10 sjóm. vestan við Dyrhólaey svo koma megi í veg fyrir fleiri slys. Fiskideild Vestmannaeyja lýsir furðu sinni á því að þetta skuli ekki enn hafa verið sett inn í sjókort. Öryggismál hafna Frá Vestmannaeyjum 1. Mörg dauðaslys á sjó verða með þeim hætti að sjómenn falla útbyrðis og drukkna eða krókna úr kulda áður en til þeirra næst. Til að reyna að fækka dauðaslys- um af þessum orsökum t.d. á loðnubátum ætti að skylda menn til að vera í sjálfvirkum björgun- arbeltum, sérstaklega þá sem vinna í nótakassa ogskutrennum. Best væri að skylda alla sjómenn sem vinna ofandekks til að vera í slíkum beltum, þessi belti munu vera notuð um borð í nokkrum skuttogurum. 2. Nú á allra síðustu árum hafa nokkrir framsýnir útgerðar- menn sett stiga utan á skip sín til að auðvelda að komast upp í þau. Eykur þetta mjög öryggi manna sem um borð eru að fara eða frá borði. Á nokkrum skipum hefur þessi stigi verið látinn ná niður fyrir sjólínu og þannig opnuð leið fyrir menn sem detta í sjóinn að komast upp í skipið, hvort heldur er í höfnum eða úti á rúmsjó. Sé skipið með kafara um borð getur hann notað þennan stiga. 3. Fiskideild Vestmannaeyja fagnar þeim skyndiskoðunum sem Siglingamálastofnun og Landhelgisgæsla hafa gert á undanförnu ári, en telur að þær eigi að vera miklu fleiri og víð- tækari. Skyndiskoðanir ætti að gera á öllum þeim stöðum þar sem Siglingamálastofnun hefur starfandi skipaskoðunarmenn, það ætti ekki að vera mjög kostn- aðarsamt fyrir stofnunina. 6. Fiskideild Vestmannaeyja leggur til við Siglingamálastjóra ríkisins að sett verði í reglugerð, að allir opnir bátar og B-bátar landsins verði skyldaðir að mála með sjálflýsandi málningu efsta fetið á borðstokk báta og/eða stýr- ishúsi og ef byggt er yfir stefni þeirra. Eins að skylt verði að hafa radarendurvarp á þessum bátum. 7. Fiskideild Vestmannaeyja fagnar útkomu sérrita Siglinga- málastofnunar ríkisins nú síðast um „Björgun úr köldum sjó" og væntir áframhaldandi útgáfu þeirra, deildin er sannfærð um að þau skili tilætluðum árangri. 8. Fiskideild Vestmannaeyja fagnar einnig tilkomu öryggis- málanámskeiða SVFÍ og vill koma á framfæri þakklæti til Slysa- varnafélagsins. Jafnframt beinir 724 -ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.