Ægir - 01.12.1986, Page 21
að halda úti 3 skipum yfir skamm-
degismánuðina.
Frá Norðlendingum kemur
eftirfarandi um vitamál:
Að ítrekuð verði fyrri tilmæli
um Ijósmerki og radarsvara á
„Innstalandsskeri" í Skagafirði.
Jafnframt er því fagnað að aukið
hefur verið Ijósmagn á Hegranes-
vita sem er til mikils hagræðis
fyrir sjófarendur.
Norðlendingar minna á að
nyrsti grunnlínupunktur íslensku
landhelginnar er Kolbeinsey,
sem lætur undan ágangi sjávar og
hafíssog mun hverfa í sæ ef eigi er
aðgert. Tillagan ersvohljóðandi:
Að nú þegar verði leitað allra
leiða til að tryggja að ágangur
sjávar eyði ekki Kolbeinsey,
þessum nyrsta grunnlínupunkti
íslensku landhelginnar.
í tillögum Vestfirðinga er ekki
að finna tillögur í vitamálum og
ekki eru tillögur í vitamálum frá
Vestmannaeyjum að þessu sinni.
Vestlendingar, Sunnlendingar og
Fiskideild Reykjavíkur, Hafnar-
fjarðar og nágrennis eru ekki með
tillögur í vitamálum.
Af mörgueraðtaka þegarfjalla
skal um vitamál.
Til viðbótar því sem hérertalið
mun ég gera grein fyrir tillögum
F.F.S.Í. um staðsetningu radar-
svara til leiðbeiningar fyrir skip-
stjórnarmenn við siglingar
umhverfis landið. Þessar tillögur
eru svohljóðandi:
1. Garðskagi
2. Þormóðssker
3. Flatey á Breiðafirði
4. Selssker
5. Hrólfssker
6. Háey
7. Papey
8. Hrollaugseyjar
9. Þrídrangar
10. Knarrarós og
11. Eldey eða Reykjanes.
í bréfi Vitanefndar dags. 4.
nóv. 1985, var samþykkt að á
næsta ári yrðu settir upp 2 radar-
svarar, að því tilskildu að hæfi-
legar fjárveitingar fáist til nýbygg-
inga vita.
Þeir staðir sem ákveðnir voru
eru:
1. Knarrarós og
2. í nágrenni Flateyjar á
Breiðafirði
Nýverið hefur verið gengið frá
samkomulagi milli tryggingafé-
laga L.Í.Ú. og Landhelgisgæslu
um greiðslutilhögun fyrir veitta
aðstoð og gerðadóm til að
úrskurða ef ágreiningur rís, hvort
hafi verið um aðstoð eða björgun
að ræða.
Ekki leikur vafi á að þetta sam-
komulag eykur aðstoðarstörf
Gæslunnar og jafnframt öryggi
annarra sjófarenda. Landhelgis-
gæsla þarf að reka öll sín skip frá
því í september ár hvert til vertíð-
arloka og til þess verður að fást
fjármagn af fjárlögum hvers árs
að sú neyðarþjónusta sem Land-
helgisgæslan getur veitt ef á þarf
að halda sé til staðar. í því sam-
bandi get ég ekki látið hjá líða að
minnast á þá ómetanlegu örygg-
isþjónustu, sem áhöfn og neyðar-
vakt lækna hefur verið í björg-
unar- og neyðarútköllum, sem á
fljótvirkan og öruggan hátt hefur
verið við brugðist með þyrlu Land-
helgisgæslunnar. Áhöfn þyrlunnar
og þeir læknar sem alltaf eru til-
búnir að fara í flug með
örskömmum fyrirvara hafa á síð-
ustu mánuðum sýnt svo ekki þarf
um að deila hvað vel þjálfaðir
menn geta gert til bjargar manns-
lífum, þegar enginn annar far-
kostur er nothæfur vegna
aðstæðna. Þetta á ekki síður við
hinar dreifðu byggðir víða um
land en skip á hafi úti. Þyrlan
hefur farið í 28 neyðarútköll og
fullyrða má að 4 mannslífum
hefði ekki verið bjargað á annan
hátt. Þessi starfsemi er nú í hættu
með að falla niður eingöngu
vegna þess að neyðarþjónusta
sem læknar veita sjómönnum og
landsbyggðarfólki fæst ekki
greidd af Tryggingastofnun ríkis-
ins, á sama tíma er ekki nokkur
vafi talin á að allur kostnaður við
rekstur sjúkrabifreiða skuli
greiddur, þar með talið kaup
lækna sem annarra. Skyldi þessi
neikvæða afstaða til neyðarþjón-
ÆGIR - 721