Ægir - 01.01.1992, Page 17
1/92
ÆGIR
9
hafa úr veiðinni á undanförnum
árum fæst samband eins og sýnt er
á 7. mynd. Við sjáum að eftir því
sem stofnvísitalan er hærri verður
stærð árganganna einnig stærri.
hað er út frá samanburði sem
þessum að við getum metið stærð
árganganna, enda þótt þeir séu
enn í veiðinni og ekki unnt að
bakreikna stærð þeirra eins og lýst
var í kaflanum hér að framan.
Þessi notkun togaraskýrslnanna
nægir til þess að meta stærð þeirra
árganga sem eru aðaluppistaðan í
veiðinni á líðandi stund. Öðru
máli gegnir um þá árganga sem
enn hafa ekki komið að neinu ráði
' aflann og þar á ég við eins til
briggja ára þorsk. Til þess að fá
hugmyndir um stærð þessara
yngstu árganga eru einmitt not-
aðar niðurstöður úr stot'nmælingu
botnfiska (togararallinu) og seiða-
rannsóknum eins og áður getur. Á
8- mynd er einmitt sýnt sam-
bandið á milli nýliðunarvísitölu
3ja ára þorsks og stærðar árgang-
anna á tímabilinu frá 1973-1984.
Vísitala 1985 — 1988 árganganna
fjögurra er sýnd neðst við hinn
lárétta ás á 8. mynd. Samkvæmt
því er Ijóst að 1985 árgangurinn
ætti að vera í námunda við 200
milljónir eða u.þ.b. meðalárgang-
ur, en hinir þrír 1986-1988 ár-
gangarnir ættu að vera 100—140
milljónir.
Eins og sýnt er á 1. mynd notum
v'b þessa þrjá þætti, þ.e.a.s.
aldursgreindan afla, stofnvísitölur
°g nýliðunarvísitölur, til þess að
meta stærð alls stofnsins og spá
JVrir um þr5un hans eitt tj| tv5 ár
fram í tímann. En eins og áður
segir eru það niðurstöður úr stofn-
mælingum botnfiska (togararall-
lnu) sem gefa okkur nákvæmastar
°g öruggastar heimildirnar um
nýliðun t.d. þorsks- og ýsustofn-
anna. Á 9. mynd eru togstöðvar í
Pessum rannsóknaleiðöngrum
sÝndar. Þar kemur fram að þær
eru teknar bæði á djúpmiðum og
8. mynd
Nýliöunarvísitala þriggja ára þorsks (GM)
8. mynd. Nýliðunarvísita/a borin saman við stærð árganga þegarþeireru þriggja
ára. Sjá nánari útskýringu í texta.
9. mynd. Togstöðvar í stofnmælingu botnfiska (togararallinu).