Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1992, Page 25

Ægir - 01.01.1992, Page 25
1/92 ÆGIR 17 karfa verður. Mest er nú af karfa um 35 sm og hefur sá toppur hliðr- ast um nokkra sm frá lengdardreif- ingu fyrra árs. í stofnmælingunni nú er annars mun meira um smá- karfa minni en 25 sm heldur en árið áður. d) Steinbítur Lengdardreifing steinbíts á norðursvæði svipartil dreifingafrá fyrri árum, einkum frá 1990 (6. mynd). Mest er af smásteinbít um 20 sm að lengd en fer tiltölulega jafnt minnkandi upp í 60 sm, en snarminnkandi eftir það. Sáralítið er um steinbít stærri en 70 sm á norðursvæði . Á suðursvæði er nú meira af smásteinbít (minni en 50 sm) en árið 1990 og oft áður og lengdardreifingin því mun jafnari en verið hefur. Stór steinbítur (stærri en 70 sm) er algengari á suður-svæði en norðursvæði. e) Skrápaflúra Meginhluti skrápaflúrunnar var á bilinu 15-40 sm eins og jafnan áður (7. mynd). Á norðursvæði er tiltölulega mest af fiski um 35 sm en á suðursvæði er dreifingin til- tölulega jafnari. Megnið af skráp- flúrunni fékkst á norðursvæði eins og í fyrri mælingum. A Idursdreifingar a) Þorskur Á 8.-9. mynd er sýnd aldurs- dreifing eins til tíu ára þorsks á eftir svæðum 1985 til 1991. Undanfarin ár hafa árgangarnir frá 1983-1985 verið mest áberandi og reyndar uppistaðan í þorsk- stofninum hér við land. Á árunum 1985 og 1986 var eins til þriggja ára smáþorskur af þessum ár- göngum mjög áberandi á norður- 6- mynd. Lengdardreifing steinbíts á norðursvæöi og suðursvæði 1985, 1989og 1991. 2- mynd. Lengdardreifing skrápflúru á norðursvæði og suðursvæði 1986, 1989 og 1991.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.