Ægir - 01.01.1992, Side 32
24
ÆGIR
1/92
tala steinbíts mælst frá 43 þús.
tonnum 1985 niður í 27 þús. tonn
1988, en mældist nú 33 þús. tonn
sem er svipuð tala og 1990, 29
þús. tonn, (16. mynd). Staðalfrá-
vik vísitölunnar hefur verið tiltölu-
lega svipað á tímabilinu, eða 10-
14%, en var 12% 1991.
Undanfarin ár virðist steinbíts-
stofninn hafa verið í jafnvægi.
Margir árgangar hafa verið í veið-
inni og litlar sveiflur í afla frá ári til
árs. Sveiflur í stofnvísitölum má
því ef til vill rekja til dægursveiflna
steinbítsafla, en þær eru veruleg-
ar, fremur en breytinga á
stofnstærð.
Skrápaflúra
Af þeim botnfiskstofnum sem
ekki eru nýttir að marki hefur
skrápflúrustofninn mælst stærstur.
Stofnvísitalan hefur verið frá 42
þús. tonnum árið 1989 til 62 þús.
tonna árið 1986, en mældist nú
54 þús. tonn. Þessar vístölur gefa
til kynna að hér sé um nokkuð
stóran ónýttan stofn að ræða (16.
mynd). Staðalfrávik er lægst af
þeim tegundum þar sem reiknuð
hefur verið stofnvísitala, eða 6-
8%, og er það í samræmi við
nokkuð jafna útbreiðslu þessa
fisks.
Lokaord
Togararallið hefur verið meðal
verkefna Hafrannsóknastofnunar-
innar í 7 ár. Enda þótt enn sé of
snemmt að skera úr um endanlegt
notagildi þeirra stofnmælinga sem
verkefnið hefur skilað er þó Ijóst
að þau markmið sem að var stefnt
í upphafi hafa náðst að verulegu
leyti. Aldursgreindar stofnvísitölur
þorsks og ýsu eru þegar notaðar í
mati á stofnstærðum þessara teg-
unda, ásamt gögnum af öðrum
uppruna, og hafa reynst mark-
tækar stærðir. Mælingar á stærð
uppvaxandi aldursflokka þorsks
og ýsu er notaðar til að meta stærð
þeirra árganga sem koma inn í
veiðistofninn síðar og hafa gefið
allgóða raun. Auk þess hefur sam-
vinna fiskifræðinga, sjómanna og
útgerðarmanna að þessu verkefni
ótvírætt stuðlað að mun jákvæðari
og betri samskiptum þessara aðila
á undanförnum árum.
Heimildarrit
Bjöm Æ. Steinarsson, Einar Jónsson,
Ólafur K. Pálsson, Sigfús A. Schopka
og Gunnar Stefánsson, 1987. Ice-
landic ground fish survey 1985-1987.
ICES C.M. 1987/G:32, 25 (fjölrit).
Einar Jónsson, Björn Æ. Steinarsson,
Gunnar Jónsson, Gunnar Stefánsson,
Ólafur K. Pálsson og Sigfús A.
Schopka, 1991. Stofnmæling botn-
fiska á íslandsmiðum 1990. ÆGIR, 1.
tbl. 1991.
Gunnar Jónsson, Björn Æ. Steinars-
son, Einar Jónsson, Gunnar Stefáns-
son, Ólafur K. Pálsson og Sigfús A.
Schopka, 1990. Stofnmæling botn-
fiska á íslandsmiðum 1990. Fjölrit
Hafrannsóknastofnunarinnar nr. 22,
53 bls.
Ólafur K. Pálsson, Björn Æ. Stein-
arsson, Einar Jónsson, Gunnar
Jónsson, Gunnar Stefánsson og Sigfús
A. Schopka, 1991. Handbók um
stofnmælingu botnfiska á íslands-
miðum 1991. Hafrannsóknastofnun-
in, 51 bls. (fjölrit).